Hvetur stjórnvöld til grænna fjárfestinga í faraldrinum Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. ágúst 2020 08:13 António Guterres hvatti ríki heims til sex loftslagsvænna aðgerða til að takast á við faraldurinn. AP/Markus Schreiber Lífslíkur jarðarbúa myndu aukast um 20 mánuði ef notkun jarðefnaeldsneyta yrði hætt. Þetta samsvarar því að lífi 5.5 milljóna manna yrði bjargað á hverju ári, sem samsvarar nærri öllum íbúafjölda Danmerkur. Þetta kom fram í ræðu António Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, sem sjá má brot úr hér að neðan. Guterres sagði meðal annars að fjárfestingar í jarðefnaeldsneyti þýddu fjölgun dauðsfalla og aukinn kostnað við heilsugæslu. Réttast væri að taka græn fjárfestingaskref í efnahagsaðgerðum vegna faraldursins. „Á þessu ári hafa vísindamenn í Bandaríkjunum komist að þeirri niðurstöðu að dánarlíkur fólks af völdum COVID-19 séu meiri á þeim svæðum þar sem loftmengun er mikil. Þetta er einfaldlega mannlegur harmleikur og slæm hagfræði,” sagði Guterres og færði rök fyrir því að sjálfbærar aðgerðir fjölgi störfum, tryggi fleirum aðgang að orku, dragi úr losun koltvísýrings og bæti heilsu. Að sama skapi sagði aðalframkvæmdastjórinn að fjárfestingar í hreinni orku gætu skapað 9 milljónir starfa á hverju ári næstu þrjú árin. „Fjárfesting í endurnýjanlegum orkugjöfum skapar þrisvar sinnum fleiri störf en fjárfestingar í mengandi jarðefnaeldsneyti. Nú þegar fjöldi manns gæti orðið fátækt að bráð vegna COVID-19 faraldursins, er atvinnusköpun af þessu tagi tækifæri sem ekki má glatast.” Renewable energy needs to grow.Coal use must be phased out.That must be our #ClimateAction story a story of smarter, stronger, cleaner economies for the 21st century, creating more jobs, more justice and more prosperity. https://t.co/Fh6b8AdXyP pic.twitter.com/4arcNq4B4U— António Guterres (@antonioguterres) August 28, 2020 Guterres fagnaði þeirri þróun að auknar fjárfestingar og aðgerðir til að auka eftirspurn í faraldrinum tækju víða mið af því að draga úr kolefnisspori. „En þótt þessi jákvæðu teikn séu mikil hvatning hef ég líka áhyggjur af neikvæðri þróun. Úttekt á endurreisnartillögum innan G20 ríkjahópsins bendir til að tvisvar sinnum meira fé sé varið í jarðefnaeldsneyti en til hreinnar orku,” sagði Guterres. Aðalframkvæmdastjórinn hefur hvatt G20 ríkin til að fjárfesta í hreinni, orku og grænum orkuskiptum í viðleitni til að bregðast við COVID-19. „Þetta felur í sér að bundinn verði endi á niðurgreiðslur á jarðefnaeldsneyti og skuldbindingar um enga nýja kolavinnslu eftir 2020.” Hann hvatti ríki heims til sex loftslagsvænna aðgerða til að takast á við faraldurinn. „Fjárfestið í grænum störfum. Ekki bjarga mengandi iðngreinum. Hættið niðurgreiðslum á jarðefnaeldsneyti. Takið loftslagsáhættu með í reikninginn í fjárhagslegum ákvörðunum og stefnumótun. Vinnum saman. Og að sem mikilvægast er: skiljum engan eftir,” sagði Guterres að lokum. Sameinuðu þjóðirnar Umhverfismál Loftslagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Lífslíkur jarðarbúa myndu aukast um 20 mánuði ef notkun jarðefnaeldsneyta yrði hætt. Þetta samsvarar því að lífi 5.5 milljóna manna yrði bjargað á hverju ári, sem samsvarar nærri öllum íbúafjölda Danmerkur. Þetta kom fram í ræðu António Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, sem sjá má brot úr hér að neðan. Guterres sagði meðal annars að fjárfestingar í jarðefnaeldsneyti þýddu fjölgun dauðsfalla og aukinn kostnað við heilsugæslu. Réttast væri að taka græn fjárfestingaskref í efnahagsaðgerðum vegna faraldursins. „Á þessu ári hafa vísindamenn í Bandaríkjunum komist að þeirri niðurstöðu að dánarlíkur fólks af völdum COVID-19 séu meiri á þeim svæðum þar sem loftmengun er mikil. Þetta er einfaldlega mannlegur harmleikur og slæm hagfræði,” sagði Guterres og færði rök fyrir því að sjálfbærar aðgerðir fjölgi störfum, tryggi fleirum aðgang að orku, dragi úr losun koltvísýrings og bæti heilsu. Að sama skapi sagði aðalframkvæmdastjórinn að fjárfestingar í hreinni orku gætu skapað 9 milljónir starfa á hverju ári næstu þrjú árin. „Fjárfesting í endurnýjanlegum orkugjöfum skapar þrisvar sinnum fleiri störf en fjárfestingar í mengandi jarðefnaeldsneyti. Nú þegar fjöldi manns gæti orðið fátækt að bráð vegna COVID-19 faraldursins, er atvinnusköpun af þessu tagi tækifæri sem ekki má glatast.” Renewable energy needs to grow.Coal use must be phased out.That must be our #ClimateAction story a story of smarter, stronger, cleaner economies for the 21st century, creating more jobs, more justice and more prosperity. https://t.co/Fh6b8AdXyP pic.twitter.com/4arcNq4B4U— António Guterres (@antonioguterres) August 28, 2020 Guterres fagnaði þeirri þróun að auknar fjárfestingar og aðgerðir til að auka eftirspurn í faraldrinum tækju víða mið af því að draga úr kolefnisspori. „En þótt þessi jákvæðu teikn séu mikil hvatning hef ég líka áhyggjur af neikvæðri þróun. Úttekt á endurreisnartillögum innan G20 ríkjahópsins bendir til að tvisvar sinnum meira fé sé varið í jarðefnaeldsneyti en til hreinnar orku,” sagði Guterres. Aðalframkvæmdastjórinn hefur hvatt G20 ríkin til að fjárfesta í hreinni, orku og grænum orkuskiptum í viðleitni til að bregðast við COVID-19. „Þetta felur í sér að bundinn verði endi á niðurgreiðslur á jarðefnaeldsneyti og skuldbindingar um enga nýja kolavinnslu eftir 2020.” Hann hvatti ríki heims til sex loftslagsvænna aðgerða til að takast á við faraldurinn. „Fjárfestið í grænum störfum. Ekki bjarga mengandi iðngreinum. Hættið niðurgreiðslum á jarðefnaeldsneyti. Takið loftslagsáhættu með í reikninginn í fjárhagslegum ákvörðunum og stefnumótun. Vinnum saman. Og að sem mikilvægast er: skiljum engan eftir,” sagði Guterres að lokum.
Sameinuðu þjóðirnar Umhverfismál Loftslagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira