Færri þurfa sjúkrahúsinnlögn í þessari bylgju Sylvía Hall skrifar 27. ágúst 2020 16:15 Sjö prósent þeirra sem veiktust í vor þurftu sjúkrahúsinnlögn. Nú er hlutfallið 2,5 prósent. Landspítali/Þorkell Mun færri leggjast inn á spítala í annarri bylgju kórónuveirunnar hér á landi en í þeirri fyrstu. Þetta kom fram í máli landlæknis sem var spurð út í ástæður þess að færri leggjast inn á spítala. Alma Möller landlæknir sagði marga þætti spila inn í þá staðreynd að hlutfall sjúkrahúsinnlagna væri um það bil 2,5 prósent nú samanborið við 7 prósent í fyrstu bylgju faraldursins. Almennt væri yngra fólk að greinast með veiruna nú en í vor en fleiri skýringar kæmu einnig til skoðunar. „Við erum duglegri að skima, þannig við erum kannski með fleiri minna veika sem við greinum núna. Síðan eru getgátur til dæmis um að af því við erum að viðhafa svo margskonar varúð með nándartakmörkunum og þessum persónulegum smitvörnum, að þá fái kannski hver og einn minna af veiru í sig og það kunni að endurspeglast í minni veikindum,“ sagði Alma. Hún segir eftirlit Covid-göngudeildarinnar vera gott og það sé mikilvægur þáttur í eftirfylgni með þeim sem veikjast. Sambærileg þróun hefur orðið í annarri bylgju faraldursins í Danmörku. Í fréttatilkynningu í dag kom fram að færri andlát hefðu orðið þar í landi og að fólk sem þyrfti sjúkrahúsinnlögn væri inniliggjandi í mun styttri tíma en almennt var í fyrstu bylgju faraldursins. „Við erum orðin mun klókari en við vorum í vor,“ var haft eftir Bjarne Ørskov Lindhardt, yfirlækni á smitsjúkdómadeild spítalans í Hvidovre og bætti hann við að fleiri úrræði væru nú í boði fyrir sjúklinga en voru í vor. Klippa: Færri leggjast inn á sjúkrahús en í fyrstu bylgju Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Um fjörutíu prósent með rakningarappið Um það bil 40 prósent landamanna hafa sótt rakningarappið Rakning C-19. 27. ágúst 2020 14:35 Telur óviðeigandi að tengja veirur við staði Alma Möller landlæknir ítrekaði mikilvægi nærgætinnar umfjöllunar um kórónuveirufaraldurinn á upplýsingafundi í dag. 27. ágúst 2020 15:04 Flestar ábendingar um sóttkvíarbrot ekki á rökum reistar Við eftirlit með fólki í sóttkví hefur lögregla fylgt eftir ábendingum um möguleg brot á sóttkvíarskyldu. 27. ágúst 2020 14:29 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira
Mun færri leggjast inn á spítala í annarri bylgju kórónuveirunnar hér á landi en í þeirri fyrstu. Þetta kom fram í máli landlæknis sem var spurð út í ástæður þess að færri leggjast inn á spítala. Alma Möller landlæknir sagði marga þætti spila inn í þá staðreynd að hlutfall sjúkrahúsinnlagna væri um það bil 2,5 prósent nú samanborið við 7 prósent í fyrstu bylgju faraldursins. Almennt væri yngra fólk að greinast með veiruna nú en í vor en fleiri skýringar kæmu einnig til skoðunar. „Við erum duglegri að skima, þannig við erum kannski með fleiri minna veika sem við greinum núna. Síðan eru getgátur til dæmis um að af því við erum að viðhafa svo margskonar varúð með nándartakmörkunum og þessum persónulegum smitvörnum, að þá fái kannski hver og einn minna af veiru í sig og það kunni að endurspeglast í minni veikindum,“ sagði Alma. Hún segir eftirlit Covid-göngudeildarinnar vera gott og það sé mikilvægur þáttur í eftirfylgni með þeim sem veikjast. Sambærileg þróun hefur orðið í annarri bylgju faraldursins í Danmörku. Í fréttatilkynningu í dag kom fram að færri andlát hefðu orðið þar í landi og að fólk sem þyrfti sjúkrahúsinnlögn væri inniliggjandi í mun styttri tíma en almennt var í fyrstu bylgju faraldursins. „Við erum orðin mun klókari en við vorum í vor,“ var haft eftir Bjarne Ørskov Lindhardt, yfirlækni á smitsjúkdómadeild spítalans í Hvidovre og bætti hann við að fleiri úrræði væru nú í boði fyrir sjúklinga en voru í vor. Klippa: Færri leggjast inn á sjúkrahús en í fyrstu bylgju
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Um fjörutíu prósent með rakningarappið Um það bil 40 prósent landamanna hafa sótt rakningarappið Rakning C-19. 27. ágúst 2020 14:35 Telur óviðeigandi að tengja veirur við staði Alma Möller landlæknir ítrekaði mikilvægi nærgætinnar umfjöllunar um kórónuveirufaraldurinn á upplýsingafundi í dag. 27. ágúst 2020 15:04 Flestar ábendingar um sóttkvíarbrot ekki á rökum reistar Við eftirlit með fólki í sóttkví hefur lögregla fylgt eftir ábendingum um möguleg brot á sóttkvíarskyldu. 27. ágúst 2020 14:29 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira
Um fjörutíu prósent með rakningarappið Um það bil 40 prósent landamanna hafa sótt rakningarappið Rakning C-19. 27. ágúst 2020 14:35
Telur óviðeigandi að tengja veirur við staði Alma Möller landlæknir ítrekaði mikilvægi nærgætinnar umfjöllunar um kórónuveirufaraldurinn á upplýsingafundi í dag. 27. ágúst 2020 15:04
Flestar ábendingar um sóttkvíarbrot ekki á rökum reistar Við eftirlit með fólki í sóttkví hefur lögregla fylgt eftir ábendingum um möguleg brot á sóttkvíarskyldu. 27. ágúst 2020 14:29