Hvetja Breta til þess að hætta að hamstra Kjartan Kjartansson skrifar 15. mars 2020 12:42 Tómar hillur í verslun Tesco í London á föstudag. Verslunareigendur líkja kaupæðinu vegna kórónuveirufaraldursins við jólaörtröðina. Svo rammt kveður að því að fólk hamstri nauðsynjar að stærstu verslunarkeðjur landsins hvetja fólk til að róa sig. AP/Alberto Pezzali Stærstu verslunarkeðjur Bretlands hvöttu landsmenn til þess að hætta að hamstra matvæli og aðrar vöru í kórónuveirufaraldrinum sem nú gengur yfir. Vara þær við því að ef fólk kaupir meira en það þarf leiði það til þess að aðrir fái ekkert. Tesco, Sainsbury‘s, Asda, Morrisons, Aldi, Lidl, Coop, Waitrose, M&S, Iceland, Ocado og Costcutter eru á meðal þeirra verslana sem skrifuðu undir auglýsingu sem birtist á vegum samtaka verslunar í breskum dagblöðum í dag. „Við skiljum áhyggjur ykkar en að kaupa meira en þörf er á getur stundum þýtt að aðrir líða skort. Það er nóg fyrir alla ef við vinnum saman,“ segir í auglýsingunni. Frá því að kórónuveirufaraldurinn færðist upp á nýtt stig með stórtækum aðgerðum fjölda ríkja í vikunni hafa myndir gengið um samfélagsmiðla af tómum hillum verslana þar sem viðskiptavinir hafa hamstrað vörur eins og klósettpappír, pasta og dósamat, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, fullyrðir að næg matvæli séu til í landinu en að allir yrðu að hegða sér skynsamlega. „Ef þú ert að kaupa mat til dæmis og klósettpappír þá kaupir þú það sem þú þarft vegna þess að þetta hefur áhrif á aðra,“ sagði ráðherrann í dag. Bresk stjórnvöld hafa gengið skemur en mörg önnur ríki í viðbrögðum við faraldrinum. Nú er hins vegar talað um að samgöngubann gæti verið sett á þegar um næstu helgi og að eldra fólk verði beðið um að halda sig heima til að forðast smit, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Covid-19-sjúkdómurinn sem kórónuveiran veldur leggst sérstaklega þungt á eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Bretar sagðir ætla að koma á samkomubanni Samgöngubann gæti tekið gildi á Bretlandi í næstu viku. Hótel- og veitingageirinn óttast að tilveru margra fyrirtækja sé ógnað vegna hrapandi eftirspurnar í miðjum kórónuveiruheimsfaraldri. 14. mars 2020 09:56 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Fleiri fréttir Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Sjá meira
Stærstu verslunarkeðjur Bretlands hvöttu landsmenn til þess að hætta að hamstra matvæli og aðrar vöru í kórónuveirufaraldrinum sem nú gengur yfir. Vara þær við því að ef fólk kaupir meira en það þarf leiði það til þess að aðrir fái ekkert. Tesco, Sainsbury‘s, Asda, Morrisons, Aldi, Lidl, Coop, Waitrose, M&S, Iceland, Ocado og Costcutter eru á meðal þeirra verslana sem skrifuðu undir auglýsingu sem birtist á vegum samtaka verslunar í breskum dagblöðum í dag. „Við skiljum áhyggjur ykkar en að kaupa meira en þörf er á getur stundum þýtt að aðrir líða skort. Það er nóg fyrir alla ef við vinnum saman,“ segir í auglýsingunni. Frá því að kórónuveirufaraldurinn færðist upp á nýtt stig með stórtækum aðgerðum fjölda ríkja í vikunni hafa myndir gengið um samfélagsmiðla af tómum hillum verslana þar sem viðskiptavinir hafa hamstrað vörur eins og klósettpappír, pasta og dósamat, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, fullyrðir að næg matvæli séu til í landinu en að allir yrðu að hegða sér skynsamlega. „Ef þú ert að kaupa mat til dæmis og klósettpappír þá kaupir þú það sem þú þarft vegna þess að þetta hefur áhrif á aðra,“ sagði ráðherrann í dag. Bresk stjórnvöld hafa gengið skemur en mörg önnur ríki í viðbrögðum við faraldrinum. Nú er hins vegar talað um að samgöngubann gæti verið sett á þegar um næstu helgi og að eldra fólk verði beðið um að halda sig heima til að forðast smit, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Covid-19-sjúkdómurinn sem kórónuveiran veldur leggst sérstaklega þungt á eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Bretar sagðir ætla að koma á samkomubanni Samgöngubann gæti tekið gildi á Bretlandi í næstu viku. Hótel- og veitingageirinn óttast að tilveru margra fyrirtækja sé ógnað vegna hrapandi eftirspurnar í miðjum kórónuveiruheimsfaraldri. 14. mars 2020 09:56 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Fleiri fréttir Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Sjá meira
Bretar sagðir ætla að koma á samkomubanni Samgöngubann gæti tekið gildi á Bretlandi í næstu viku. Hótel- og veitingageirinn óttast að tilveru margra fyrirtækja sé ógnað vegna hrapandi eftirspurnar í miðjum kórónuveiruheimsfaraldri. 14. mars 2020 09:56