Hryðjuverkamaðurinn í Christchurch hlaut lífstíðardóm Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. ágúst 2020 07:03 Cameron Mander dómari gaf sér góðan tíma við dómsuppkvaðninguna í morgun. Getty/John Kirk-Anderson Brenton Tarrant, sem játaði að hafa myrt 51 í tveimur skotárásum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í mars í fyrra, var dæmdur í lífstíðarfangelsi í morgun, án reynslulausnar. Þetta er lengsti fangelsisdómur sem kveðinn hefur verið upp á Nýja-Sjálandi en þar er ekki heimild fyrir dauðarefsingum. Að auki játaði Tarrant á sig fjörutíu morðtilraunir og hryðjuverk. Voðaverkin, sem send voru út í beinni útsendingu á Facebook, voru fordæmd um allan heim. Við aðalmeðferð málsins kom fram að Tarrant hafi ætlað sér að brenna moskurnar og valda eins miklu manntjóni og mögulegt væri. Þar að auki hafi hann ætlað sér að ráðast á þriðju moskuna. Fjölmiðlum var meinað að greina frá aðalmeðferðinni í dómsal til að tryggja að nýnasistaáróður Tarrant rataði ekki frekar fyrir almenningssjónir. Fréttamönnum voru auk þess settar hömlur á hverju mátti greina frá og hverju ekki. Dómarinn sagði við dómsuppkvaðninguna í morgun að morðin hefðu verið hrottafenginn, Tarrant væri kaldlyndur og nær ómennskur. Dómarinn varði um klukkustund í að minna þann dæmda á öll þau sem hann myrti en næstum 90 aðstandendur þeirra höfðu áður borið vitni. Tarrant sat þögull meðan dómurinn yfir honum var kveðinn upp, en verjandi hans las upp yfirlýsingu um að hann myndi sætta sig við dóminn án athugasemda. Jacinda Ardern, forsætisráðherra landsins, sagði að hennar von væri að nafn mannsins myndi gleymast um aldur og ævi, en vottaði um leið samúð fórnarlömbum hans og eftirlifendum sem þurfa að lifa með afleiðingum gjörða hans. Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Christchurch: Ætlaði sér að ráðast á þriðju moskuna Dómsuppkvaðning í máli hins ástralska Brenton Tarrant hófst í málinu í morgun. Þar kom fram að Tarrant ætlaði sér að brenna moskurnar og valda eins miklu manntjóni og mögulegt væri. 24. ágúst 2020 07:34 Árásarmaðurinn í Christchurch mætir fórnarlömbum sínum Maðurinn sem skaut 51 múslima til bana í fjöldamorðum í tveimur moskum í Nýja Sjálandi í fyrra mun mæta eftirlifendum árásar sinnar í dómsal á næstu dögum. 23. ágúst 2020 14:42 Árásarmaðurinn í Christchurch játar óvænt sök Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa skotið 51 til bana og sært fjörutíu til viðbótar í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í fyrra viðurkenndi sök í dag. 25. mars 2020 23:29 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Brenton Tarrant, sem játaði að hafa myrt 51 í tveimur skotárásum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í mars í fyrra, var dæmdur í lífstíðarfangelsi í morgun, án reynslulausnar. Þetta er lengsti fangelsisdómur sem kveðinn hefur verið upp á Nýja-Sjálandi en þar er ekki heimild fyrir dauðarefsingum. Að auki játaði Tarrant á sig fjörutíu morðtilraunir og hryðjuverk. Voðaverkin, sem send voru út í beinni útsendingu á Facebook, voru fordæmd um allan heim. Við aðalmeðferð málsins kom fram að Tarrant hafi ætlað sér að brenna moskurnar og valda eins miklu manntjóni og mögulegt væri. Þar að auki hafi hann ætlað sér að ráðast á þriðju moskuna. Fjölmiðlum var meinað að greina frá aðalmeðferðinni í dómsal til að tryggja að nýnasistaáróður Tarrant rataði ekki frekar fyrir almenningssjónir. Fréttamönnum voru auk þess settar hömlur á hverju mátti greina frá og hverju ekki. Dómarinn sagði við dómsuppkvaðninguna í morgun að morðin hefðu verið hrottafenginn, Tarrant væri kaldlyndur og nær ómennskur. Dómarinn varði um klukkustund í að minna þann dæmda á öll þau sem hann myrti en næstum 90 aðstandendur þeirra höfðu áður borið vitni. Tarrant sat þögull meðan dómurinn yfir honum var kveðinn upp, en verjandi hans las upp yfirlýsingu um að hann myndi sætta sig við dóminn án athugasemda. Jacinda Ardern, forsætisráðherra landsins, sagði að hennar von væri að nafn mannsins myndi gleymast um aldur og ævi, en vottaði um leið samúð fórnarlömbum hans og eftirlifendum sem þurfa að lifa með afleiðingum gjörða hans.
Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Christchurch: Ætlaði sér að ráðast á þriðju moskuna Dómsuppkvaðning í máli hins ástralska Brenton Tarrant hófst í málinu í morgun. Þar kom fram að Tarrant ætlaði sér að brenna moskurnar og valda eins miklu manntjóni og mögulegt væri. 24. ágúst 2020 07:34 Árásarmaðurinn í Christchurch mætir fórnarlömbum sínum Maðurinn sem skaut 51 múslima til bana í fjöldamorðum í tveimur moskum í Nýja Sjálandi í fyrra mun mæta eftirlifendum árásar sinnar í dómsal á næstu dögum. 23. ágúst 2020 14:42 Árásarmaðurinn í Christchurch játar óvænt sök Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa skotið 51 til bana og sært fjörutíu til viðbótar í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í fyrra viðurkenndi sök í dag. 25. mars 2020 23:29 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Christchurch: Ætlaði sér að ráðast á þriðju moskuna Dómsuppkvaðning í máli hins ástralska Brenton Tarrant hófst í málinu í morgun. Þar kom fram að Tarrant ætlaði sér að brenna moskurnar og valda eins miklu manntjóni og mögulegt væri. 24. ágúst 2020 07:34
Árásarmaðurinn í Christchurch mætir fórnarlömbum sínum Maðurinn sem skaut 51 múslima til bana í fjöldamorðum í tveimur moskum í Nýja Sjálandi í fyrra mun mæta eftirlifendum árásar sinnar í dómsal á næstu dögum. 23. ágúst 2020 14:42
Árásarmaðurinn í Christchurch játar óvænt sök Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa skotið 51 til bana og sært fjörutíu til viðbótar í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í fyrra viðurkenndi sök í dag. 25. mars 2020 23:29