Koeman á að hafa sagt við Messi: Engin forréttindi fyrir þig lengur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2020 10:00 Lionel Messi hefur sex sinnum fengið Ballon d'Or verðlaunin sem leikmaður Barcelona. Getty/Alex Caparros Fréttir frá Argentínu herma að klaufalegt símtal Ronaldo Koeman við Lionel Messi eigi mikinn þátt í því að argentínski snillingurinn vilji nú yfirgefa spænska félagið. Lionel Messi tilkynnti Barcelona í gær að hann vilji fara frá félaginu fremur en að klára síðasta árið í samningi sínum. Ronaldo Koeman hefur ekki stýrt einni æfingu hjá Barcelona en það lítur samt út fyrir að hann sé þegar búinn að gera meiri breytingar á liðinu en flestir þjálfarar liðsins á undan honum. Það er ekki nóg með að hann tilkynnti stórstjörnu eins og Luis Suarex að þjónustu hans sé ekki lengur óskað þá virðist hollenski þjálfarinn einnig hafa stuðað sjálfan Lionel Messi, besta leikmanninn í sögu Barcelona. Koeman to Messi: 'Your privileges in the squad are over, you have to do everything for the team. I'm going to be inflexible, you have to think about the team'After hearing that, Messi has now demanded to leave https://t.co/u32fhEmuiP— GiveMeSport (@GiveMeSport) August 26, 2020 Auðvitað hefur allt verið í tómu rugli hjá Barcelona að undanförnu og það kristallaðist í 8-2 tapinu á móti Bayern München í Meistaradeildinni. Barcelona fór titlalaust í gegnum tímabilið og þjálfaraskiptin báru engan árangur. Liðið er ekki vitund líkt því liði sem svo lengi taldist til allra bestu knattspyrnuliða heims. Það var því mikið verk framundan fyrir nýja þjálfarann Ronaldo Koeman. Ronaldo Koeman hringdi í Suarez og sagði honum að hann vildi hann ekki á næstu leiktíð og virðist síðan hafa hringt í Messi og boðað breytingar á hans hlutverki í liðinu. Tras la bomba mundial de Messi, estos son los ocho clubes que están en condiciones de soñar con tenerlo como refuerzo: JUVENTUS INTER MILAN MANCHESTER UNITED MANCHESTER CITY ARSENAL CHELSEA PSG ¿Vos dónde lo imaginás?https://t.co/cMqGmVPXKm— Diario Olé (@DiarioOle) August 25, 2020 Argentínska blaðið Diario Olé hefur heimildir fyrir því hvað fór á milli Ronaldo Koeman og Messi í þessu símtali. Samkvæmt frétt Diario Olé þá var þetta símtal algjört stórslys þegar kemur að framtíðarsambandi Messi og Koeman. Hollenski þjálfarinn ætlaði kannski að kveikja í Messi en stuðaði hann í staðinn. Koeman sagði við Messi að hann nyti engra forréttinda lengur í liðinu og hann þyrfti núna að gera allt fyrir liðið. „Það verða engin forréttindi fyrir þig lengur. Ég verð ósveigjanlegur í þessu því þú verður núna að hugsa um liðið,“ á Ronald Koeman að hafa sagt við Lionel Messi. Lionel Messi hefur vissulega komist upp með það að sinna takmarkaðri varnarskyldu hjá Barcelona og liðið er oftast manni færri í pressunni. Á sama tíma tekst honum oft með því að „fela sig“ fyrir varnarmönnunum og erum leið ferskari þegar kemur að því að ráðast á vörnina. REVEALED: Ronald Koeman told Lionel Messi 'your privileges in the squad are OVER' during showdown talks https://t.co/gHgoPwBCLq— MailOnline Sport (@MailSport) August 26, 2020 Spænski boltinn Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Sjá meira
Fréttir frá Argentínu herma að klaufalegt símtal Ronaldo Koeman við Lionel Messi eigi mikinn þátt í því að argentínski snillingurinn vilji nú yfirgefa spænska félagið. Lionel Messi tilkynnti Barcelona í gær að hann vilji fara frá félaginu fremur en að klára síðasta árið í samningi sínum. Ronaldo Koeman hefur ekki stýrt einni æfingu hjá Barcelona en það lítur samt út fyrir að hann sé þegar búinn að gera meiri breytingar á liðinu en flestir þjálfarar liðsins á undan honum. Það er ekki nóg með að hann tilkynnti stórstjörnu eins og Luis Suarex að þjónustu hans sé ekki lengur óskað þá virðist hollenski þjálfarinn einnig hafa stuðað sjálfan Lionel Messi, besta leikmanninn í sögu Barcelona. Koeman to Messi: 'Your privileges in the squad are over, you have to do everything for the team. I'm going to be inflexible, you have to think about the team'After hearing that, Messi has now demanded to leave https://t.co/u32fhEmuiP— GiveMeSport (@GiveMeSport) August 26, 2020 Auðvitað hefur allt verið í tómu rugli hjá Barcelona að undanförnu og það kristallaðist í 8-2 tapinu á móti Bayern München í Meistaradeildinni. Barcelona fór titlalaust í gegnum tímabilið og þjálfaraskiptin báru engan árangur. Liðið er ekki vitund líkt því liði sem svo lengi taldist til allra bestu knattspyrnuliða heims. Það var því mikið verk framundan fyrir nýja þjálfarann Ronaldo Koeman. Ronaldo Koeman hringdi í Suarez og sagði honum að hann vildi hann ekki á næstu leiktíð og virðist síðan hafa hringt í Messi og boðað breytingar á hans hlutverki í liðinu. Tras la bomba mundial de Messi, estos son los ocho clubes que están en condiciones de soñar con tenerlo como refuerzo: JUVENTUS INTER MILAN MANCHESTER UNITED MANCHESTER CITY ARSENAL CHELSEA PSG ¿Vos dónde lo imaginás?https://t.co/cMqGmVPXKm— Diario Olé (@DiarioOle) August 25, 2020 Argentínska blaðið Diario Olé hefur heimildir fyrir því hvað fór á milli Ronaldo Koeman og Messi í þessu símtali. Samkvæmt frétt Diario Olé þá var þetta símtal algjört stórslys þegar kemur að framtíðarsambandi Messi og Koeman. Hollenski þjálfarinn ætlaði kannski að kveikja í Messi en stuðaði hann í staðinn. Koeman sagði við Messi að hann nyti engra forréttinda lengur í liðinu og hann þyrfti núna að gera allt fyrir liðið. „Það verða engin forréttindi fyrir þig lengur. Ég verð ósveigjanlegur í þessu því þú verður núna að hugsa um liðið,“ á Ronald Koeman að hafa sagt við Lionel Messi. Lionel Messi hefur vissulega komist upp með það að sinna takmarkaðri varnarskyldu hjá Barcelona og liðið er oftast manni færri í pressunni. Á sama tíma tekst honum oft með því að „fela sig“ fyrir varnarmönnunum og erum leið ferskari þegar kemur að því að ráðast á vörnina. REVEALED: Ronald Koeman told Lionel Messi 'your privileges in the squad are OVER' during showdown talks https://t.co/gHgoPwBCLq— MailOnline Sport (@MailSport) August 26, 2020
Spænski boltinn Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Sjá meira