Koeman á að hafa sagt við Messi: Engin forréttindi fyrir þig lengur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2020 10:00 Lionel Messi hefur sex sinnum fengið Ballon d'Or verðlaunin sem leikmaður Barcelona. Getty/Alex Caparros Fréttir frá Argentínu herma að klaufalegt símtal Ronaldo Koeman við Lionel Messi eigi mikinn þátt í því að argentínski snillingurinn vilji nú yfirgefa spænska félagið. Lionel Messi tilkynnti Barcelona í gær að hann vilji fara frá félaginu fremur en að klára síðasta árið í samningi sínum. Ronaldo Koeman hefur ekki stýrt einni æfingu hjá Barcelona en það lítur samt út fyrir að hann sé þegar búinn að gera meiri breytingar á liðinu en flestir þjálfarar liðsins á undan honum. Það er ekki nóg með að hann tilkynnti stórstjörnu eins og Luis Suarex að þjónustu hans sé ekki lengur óskað þá virðist hollenski þjálfarinn einnig hafa stuðað sjálfan Lionel Messi, besta leikmanninn í sögu Barcelona. Koeman to Messi: 'Your privileges in the squad are over, you have to do everything for the team. I'm going to be inflexible, you have to think about the team'After hearing that, Messi has now demanded to leave https://t.co/u32fhEmuiP— GiveMeSport (@GiveMeSport) August 26, 2020 Auðvitað hefur allt verið í tómu rugli hjá Barcelona að undanförnu og það kristallaðist í 8-2 tapinu á móti Bayern München í Meistaradeildinni. Barcelona fór titlalaust í gegnum tímabilið og þjálfaraskiptin báru engan árangur. Liðið er ekki vitund líkt því liði sem svo lengi taldist til allra bestu knattspyrnuliða heims. Það var því mikið verk framundan fyrir nýja þjálfarann Ronaldo Koeman. Ronaldo Koeman hringdi í Suarez og sagði honum að hann vildi hann ekki á næstu leiktíð og virðist síðan hafa hringt í Messi og boðað breytingar á hans hlutverki í liðinu. Tras la bomba mundial de Messi, estos son los ocho clubes que están en condiciones de soñar con tenerlo como refuerzo: JUVENTUS INTER MILAN MANCHESTER UNITED MANCHESTER CITY ARSENAL CHELSEA PSG ¿Vos dónde lo imaginás?https://t.co/cMqGmVPXKm— Diario Olé (@DiarioOle) August 25, 2020 Argentínska blaðið Diario Olé hefur heimildir fyrir því hvað fór á milli Ronaldo Koeman og Messi í þessu símtali. Samkvæmt frétt Diario Olé þá var þetta símtal algjört stórslys þegar kemur að framtíðarsambandi Messi og Koeman. Hollenski þjálfarinn ætlaði kannski að kveikja í Messi en stuðaði hann í staðinn. Koeman sagði við Messi að hann nyti engra forréttinda lengur í liðinu og hann þyrfti núna að gera allt fyrir liðið. „Það verða engin forréttindi fyrir þig lengur. Ég verð ósveigjanlegur í þessu því þú verður núna að hugsa um liðið,“ á Ronald Koeman að hafa sagt við Lionel Messi. Lionel Messi hefur vissulega komist upp með það að sinna takmarkaðri varnarskyldu hjá Barcelona og liðið er oftast manni færri í pressunni. Á sama tíma tekst honum oft með því að „fela sig“ fyrir varnarmönnunum og erum leið ferskari þegar kemur að því að ráðast á vörnina. REVEALED: Ronald Koeman told Lionel Messi 'your privileges in the squad are OVER' during showdown talks https://t.co/gHgoPwBCLq— MailOnline Sport (@MailSport) August 26, 2020 Spænski boltinn Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Sjá meira
Fréttir frá Argentínu herma að klaufalegt símtal Ronaldo Koeman við Lionel Messi eigi mikinn þátt í því að argentínski snillingurinn vilji nú yfirgefa spænska félagið. Lionel Messi tilkynnti Barcelona í gær að hann vilji fara frá félaginu fremur en að klára síðasta árið í samningi sínum. Ronaldo Koeman hefur ekki stýrt einni æfingu hjá Barcelona en það lítur samt út fyrir að hann sé þegar búinn að gera meiri breytingar á liðinu en flestir þjálfarar liðsins á undan honum. Það er ekki nóg með að hann tilkynnti stórstjörnu eins og Luis Suarex að þjónustu hans sé ekki lengur óskað þá virðist hollenski þjálfarinn einnig hafa stuðað sjálfan Lionel Messi, besta leikmanninn í sögu Barcelona. Koeman to Messi: 'Your privileges in the squad are over, you have to do everything for the team. I'm going to be inflexible, you have to think about the team'After hearing that, Messi has now demanded to leave https://t.co/u32fhEmuiP— GiveMeSport (@GiveMeSport) August 26, 2020 Auðvitað hefur allt verið í tómu rugli hjá Barcelona að undanförnu og það kristallaðist í 8-2 tapinu á móti Bayern München í Meistaradeildinni. Barcelona fór titlalaust í gegnum tímabilið og þjálfaraskiptin báru engan árangur. Liðið er ekki vitund líkt því liði sem svo lengi taldist til allra bestu knattspyrnuliða heims. Það var því mikið verk framundan fyrir nýja þjálfarann Ronaldo Koeman. Ronaldo Koeman hringdi í Suarez og sagði honum að hann vildi hann ekki á næstu leiktíð og virðist síðan hafa hringt í Messi og boðað breytingar á hans hlutverki í liðinu. Tras la bomba mundial de Messi, estos son los ocho clubes que están en condiciones de soñar con tenerlo como refuerzo: JUVENTUS INTER MILAN MANCHESTER UNITED MANCHESTER CITY ARSENAL CHELSEA PSG ¿Vos dónde lo imaginás?https://t.co/cMqGmVPXKm— Diario Olé (@DiarioOle) August 25, 2020 Argentínska blaðið Diario Olé hefur heimildir fyrir því hvað fór á milli Ronaldo Koeman og Messi í þessu símtali. Samkvæmt frétt Diario Olé þá var þetta símtal algjört stórslys þegar kemur að framtíðarsambandi Messi og Koeman. Hollenski þjálfarinn ætlaði kannski að kveikja í Messi en stuðaði hann í staðinn. Koeman sagði við Messi að hann nyti engra forréttinda lengur í liðinu og hann þyrfti núna að gera allt fyrir liðið. „Það verða engin forréttindi fyrir þig lengur. Ég verð ósveigjanlegur í þessu því þú verður núna að hugsa um liðið,“ á Ronald Koeman að hafa sagt við Lionel Messi. Lionel Messi hefur vissulega komist upp með það að sinna takmarkaðri varnarskyldu hjá Barcelona og liðið er oftast manni færri í pressunni. Á sama tíma tekst honum oft með því að „fela sig“ fyrir varnarmönnunum og erum leið ferskari þegar kemur að því að ráðast á vörnina. REVEALED: Ronald Koeman told Lionel Messi 'your privileges in the squad are OVER' during showdown talks https://t.co/gHgoPwBCLq— MailOnline Sport (@MailSport) August 26, 2020
Spænski boltinn Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Sjá meira