Þaulskipulagður rækjuþjófnaður á Hvammstanga Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. ágúst 2020 05:58 Frá Hvammstanga. vísir/getty Þjófar höfðu tvö tonn af frosnum rækjum á brott með sér úr rækjuvinnslunni Meleyri á Hvammstanga um helgina. Þjófnaðurinn uppgötvaðist á laugardagsmorgunn, er talinn þaulskipulagður og lögreglan segist hafa til rannsóknar. Að sögn Baldvins Þórs Bergþórssonar, verkefnastjóra rækjuvinnslunnar, er áætlað verðmæti varningsins á bilinu fimm til sex milljónir króna. Í samtali við Morgunblaðið segist hann þó ekki geta ímyndað sér hvernig þjófarnir ætla sér að koma stolnu rækjunum í verð. „Þetta var allt í frosti þannig að það er einhver á bak við þetta sem er með góða geymslu,“ segir Baldvin Þór. Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir í samtali við blaðið að ljóst sé að þjófarnir hafi kunnað vel til verka. Þó erfitt sé að fullyrða það telur Stefán ólíklegt að þjófarnir hafi ætlað sér rækjurnar til einkanota. „Þú setur ekki tvö tonn af rækju í fjölskyldubílinn og keyrir í burtu. Þú þarft einhver flutningstæki, geymslustað og einhvern kaupanda,“ segir Stefán. Sem fyrr segir kannar lögreglan nú málið og hefur hún þegar farið yfir upptökur úr öryggismyndavélum. Húnaþing vestra Lögreglumál Sjávarútvegur Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Þjófar höfðu tvö tonn af frosnum rækjum á brott með sér úr rækjuvinnslunni Meleyri á Hvammstanga um helgina. Þjófnaðurinn uppgötvaðist á laugardagsmorgunn, er talinn þaulskipulagður og lögreglan segist hafa til rannsóknar. Að sögn Baldvins Þórs Bergþórssonar, verkefnastjóra rækjuvinnslunnar, er áætlað verðmæti varningsins á bilinu fimm til sex milljónir króna. Í samtali við Morgunblaðið segist hann þó ekki geta ímyndað sér hvernig þjófarnir ætla sér að koma stolnu rækjunum í verð. „Þetta var allt í frosti þannig að það er einhver á bak við þetta sem er með góða geymslu,“ segir Baldvin Þór. Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir í samtali við blaðið að ljóst sé að þjófarnir hafi kunnað vel til verka. Þó erfitt sé að fullyrða það telur Stefán ólíklegt að þjófarnir hafi ætlað sér rækjurnar til einkanota. „Þú setur ekki tvö tonn af rækju í fjölskyldubílinn og keyrir í burtu. Þú þarft einhver flutningstæki, geymslustað og einhvern kaupanda,“ segir Stefán. Sem fyrr segir kannar lögreglan nú málið og hefur hún þegar farið yfir upptökur úr öryggismyndavélum.
Húnaþing vestra Lögreglumál Sjávarútvegur Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira