Líður illa með að hafa ekki „heillegan söguþráð“ vegna smitsins á Hlíf Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. ágúst 2020 19:11 Nítján íbúar Hlífar eru nú í sóttkví Vísir/Vilhelm Enn hefur ekki tekist að rekja uppruna kórónuveirusmitsins sem kom upp á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði. Þetta kom fram í máli Gylfa Ólafssonar, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, sem ræddi við Telmu Tómasson í beinni útsendingu í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sá sem greindist er á níræðisaldri og sagði Gylfi aðspurður um líðan viðkomandi ekki geta sagt meira en að ekki hafi þurft að leggja hann inn á sjúkrahús. Nítján íbúar Hlífar, svoru skikkaðir í sóttkví í gær vegna smitsins. Töluvert púður hefur farið í það að finna uppruna smitsins, án árangurs. „Nei, því miður hefur ekki náðst að rekja upprunann og grunur rakningarteymisins hérna fyrir vestan beindist að einni smitleið en við náðum að útiloka hana með sýnunum sem tekin voru í gær,“ sagði Gylfi. Ekkert annað smit hefur greinst út frá smitinu á Hlíf. „Okkur líður illa með það að hafa ekki náð að smíða úr þessu heillegan söguþráð. Hringurinn verður stækkaður, og hefur verið stækkaður dálítið mikið í dag. Fólk fer í sýnatöku á morgun og við fáum vonandi úr því annað kvöld og þá getum við tekið ákvörðun um næstu skref,“ sagði Gylfi aðspurður um hver væru næstu skref. Gripið hefur verið til ýmissa sóttvarna vegna smitsins en aðstandendur mega til að mynda ekki koma í heimsókn á Hlíf. Líðan íbúa á Hlíf væri efti atvikum. „Það er nú kannski dálítið sjokk að heyra að einhver sem býr í sama stigagangi með sé með smitið og fólki líður ekki vel að frelsið sé takmarkað og fólk þurfi að vera inni á herberginu sínu eða íbúðinni sinni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Tengdar fréttir Ekkert nýtt smit greindist á Ísafirði Fjölskyldumeðlimir íbúans á Hlíf voru skimaðir fyrir kórónuveirunni í gær sem og aðrir sem eru í sóttkví vegna smitsins. 24. ágúst 2020 10:38 Ekki búið að rekja uppruna smitsins á Hlíf Íbúi á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði, sem er á níræðisaldri hefur greinst með kórónuveiruna og hafa nítján íbúar Hlífar verið skikkaðir í sóttkví vegna smitsins. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að enn sé ekki búið að rekja uppruna smitsins. 23. ágúst 2020 10:39 Smit í íbúðahúsum eldri borgara á Ísafirði Íbúi á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði hefur greinst smitaður af kórónuveirunni og hafa 19 íbúar Hlífar í kjölfarið verið skikkaðir í tveggja vikna sóttkví. 22. ágúst 2020 22:59 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Enn hefur ekki tekist að rekja uppruna kórónuveirusmitsins sem kom upp á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði. Þetta kom fram í máli Gylfa Ólafssonar, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, sem ræddi við Telmu Tómasson í beinni útsendingu í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sá sem greindist er á níræðisaldri og sagði Gylfi aðspurður um líðan viðkomandi ekki geta sagt meira en að ekki hafi þurft að leggja hann inn á sjúkrahús. Nítján íbúar Hlífar, svoru skikkaðir í sóttkví í gær vegna smitsins. Töluvert púður hefur farið í það að finna uppruna smitsins, án árangurs. „Nei, því miður hefur ekki náðst að rekja upprunann og grunur rakningarteymisins hérna fyrir vestan beindist að einni smitleið en við náðum að útiloka hana með sýnunum sem tekin voru í gær,“ sagði Gylfi. Ekkert annað smit hefur greinst út frá smitinu á Hlíf. „Okkur líður illa með það að hafa ekki náð að smíða úr þessu heillegan söguþráð. Hringurinn verður stækkaður, og hefur verið stækkaður dálítið mikið í dag. Fólk fer í sýnatöku á morgun og við fáum vonandi úr því annað kvöld og þá getum við tekið ákvörðun um næstu skref,“ sagði Gylfi aðspurður um hver væru næstu skref. Gripið hefur verið til ýmissa sóttvarna vegna smitsins en aðstandendur mega til að mynda ekki koma í heimsókn á Hlíf. Líðan íbúa á Hlíf væri efti atvikum. „Það er nú kannski dálítið sjokk að heyra að einhver sem býr í sama stigagangi með sé með smitið og fólki líður ekki vel að frelsið sé takmarkað og fólk þurfi að vera inni á herberginu sínu eða íbúðinni sinni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Tengdar fréttir Ekkert nýtt smit greindist á Ísafirði Fjölskyldumeðlimir íbúans á Hlíf voru skimaðir fyrir kórónuveirunni í gær sem og aðrir sem eru í sóttkví vegna smitsins. 24. ágúst 2020 10:38 Ekki búið að rekja uppruna smitsins á Hlíf Íbúi á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði, sem er á níræðisaldri hefur greinst með kórónuveiruna og hafa nítján íbúar Hlífar verið skikkaðir í sóttkví vegna smitsins. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að enn sé ekki búið að rekja uppruna smitsins. 23. ágúst 2020 10:39 Smit í íbúðahúsum eldri borgara á Ísafirði Íbúi á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði hefur greinst smitaður af kórónuveirunni og hafa 19 íbúar Hlífar í kjölfarið verið skikkaðir í tveggja vikna sóttkví. 22. ágúst 2020 22:59 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Ekkert nýtt smit greindist á Ísafirði Fjölskyldumeðlimir íbúans á Hlíf voru skimaðir fyrir kórónuveirunni í gær sem og aðrir sem eru í sóttkví vegna smitsins. 24. ágúst 2020 10:38
Ekki búið að rekja uppruna smitsins á Hlíf Íbúi á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði, sem er á níræðisaldri hefur greinst með kórónuveiruna og hafa nítján íbúar Hlífar verið skikkaðir í sóttkví vegna smitsins. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að enn sé ekki búið að rekja uppruna smitsins. 23. ágúst 2020 10:39
Smit í íbúðahúsum eldri borgara á Ísafirði Íbúi á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði hefur greinst smitaður af kórónuveirunni og hafa 19 íbúar Hlífar í kjölfarið verið skikkaðir í tveggja vikna sóttkví. 22. ágúst 2020 22:59