Mikilvægast að halda skólastarfi gangandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. ágúst 2020 14:27 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir mikilvægt að halda skólum gangandi og að menntun barna verði tryggð eins og frekast er unnt. Það sé þeirra réttur. Vísir/Vilhelm Hátt í 47.000 grunnskólabörn hófu nýtt skólaár í morgun en við óvenjulegar aðstæður. Skólasetningin í ár litast mjög af faraldrinum sem geisar og áskorunum tengdar honum. Starfsfólk tveggja borgarrekinna grunnskóla og eins sjálfstæðs rekins grunnskóla þurfa að sæta tveggja vikna sóttkví. Foreldrar máttu ekki fylgja börnum sínum á skólasetningu í morgun til að lágmarka smithættu. Skólasetningu hefur verið frestað um hátt í tvær vikur í Álftamýrarskóla og Hvassaleytisskóla í Reykjavík vegna kórónuveirusmits hjá starfsmanni. Í Álftamýrarskóla verður skólasetningu frestað til 7. september en 3. september í Hvassaleytisskóla. Hið sama er uppi á teningnum hjá barnaskóla Hjallastefnunnar. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, segir starfsfólk í óða önn að skoða hvernig hægt sé að koma til móts við börn í umræddum skólum. Til athugunar sé að lengja frístund fyrir börn í fyrsta bekk og fyrir þau börn sem þurfa á sérstökum stuðningi að halda. Þá eru leikjanámskeið og ýmis önnur úrræði til skoðunar. Helgi segir niðurstaða muni liggja fyrir í lok dags og upplýsingar sendar foreldrum eins fljótt og hægt er. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir mikilvægt að halda skólum gangandi og að menntun barna verði tryggð eins og frekast er unnt. Það sé þeirra réttur. „Það er auðvitað þannig að fyrsti skóladagur vetrarins markar nýtt upphaf í huga barna en það er alveg ljóst að í þetta sinn verður upphafið aðeins öðruvísi. Mér finnst þetta líka vera tákn um viljaþrek og samhug þeirra sem bera ábyrgð á leik-og grunnskólastarfi. Það er mikill hugur í skólafólki að halda skólastarfi eins vel gangandi út þennan vetur eins og okkur er frekast unnt. Fyrir helgi skrifuðu fulltrúar lykilaðila í menntakerfinu undir sameiginlega yfirlýsingu um að standa vörð um skólastarf á tímum kórónuveirunnar. „Nú í dag eru um 47 þúsund grunnskólabörn að byrja sitt nám aftur, nýtt skólaár. Það er mjög ánægjulegt að sjá það gerast af því ef við berum okkur saman til að mynda við Bandaríkin, að það eru mikið af börnum sem hafa ekki mætt í skólann sinn síðan í febrúar. Þó það séu áskoranir framundan þá er íslenskt samfélag það sterkt að við munum ná utan um þetta.“ Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Starfsmenn þriggja skóla og Hins hússins smituðust líklega á Hótel Rangá Starfsmaður Hins hússins sem greindist með kórónuveiruna síðastliðinn fimmtudag smitaðist á Hótel Rangá í liðinni viku. Starfsmaður Álftamýrarskóla og Hvassaleitisskóla smitaðist einnig á Hótel Rangá. Starfsemi skólanna og Hins hússins hefur raskast töluvert vegna smitanna. 24. ágúst 2020 12:00 Hinu húsinu lokað vegna smits og rúmlega þrjátíu starfsmenn í sóttkví Rúmlega þrjátíu starfsmenn Hins hússins eru í sóttkví eftir að starfsmaður greindist með kórónuveiruna á fimmtudaginn síðastliðinn. 24. ágúst 2020 10:16 Skólahald raskast hjá 630 nemendum í fjórum skólum Skólastarf raskast hjá ríflega sex hundruð börnum í fjórum skólum á höfuðborgarsvæðinu eftir að starfsmenn skólanna greindust með kórónuveiruna. Eitt smitanna má rekja til Hótel Rangár þar sem umfangsmikil hópsýking kom upp í vikunni. 23. ágúst 2020 18:43 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Hátt í 47.000 grunnskólabörn hófu nýtt skólaár í morgun en við óvenjulegar aðstæður. Skólasetningin í ár litast mjög af faraldrinum sem geisar og áskorunum tengdar honum. Starfsfólk tveggja borgarrekinna grunnskóla og eins sjálfstæðs rekins grunnskóla þurfa að sæta tveggja vikna sóttkví. Foreldrar máttu ekki fylgja börnum sínum á skólasetningu í morgun til að lágmarka smithættu. Skólasetningu hefur verið frestað um hátt í tvær vikur í Álftamýrarskóla og Hvassaleytisskóla í Reykjavík vegna kórónuveirusmits hjá starfsmanni. Í Álftamýrarskóla verður skólasetningu frestað til 7. september en 3. september í Hvassaleytisskóla. Hið sama er uppi á teningnum hjá barnaskóla Hjallastefnunnar. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, segir starfsfólk í óða önn að skoða hvernig hægt sé að koma til móts við börn í umræddum skólum. Til athugunar sé að lengja frístund fyrir börn í fyrsta bekk og fyrir þau börn sem þurfa á sérstökum stuðningi að halda. Þá eru leikjanámskeið og ýmis önnur úrræði til skoðunar. Helgi segir niðurstaða muni liggja fyrir í lok dags og upplýsingar sendar foreldrum eins fljótt og hægt er. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir mikilvægt að halda skólum gangandi og að menntun barna verði tryggð eins og frekast er unnt. Það sé þeirra réttur. „Það er auðvitað þannig að fyrsti skóladagur vetrarins markar nýtt upphaf í huga barna en það er alveg ljóst að í þetta sinn verður upphafið aðeins öðruvísi. Mér finnst þetta líka vera tákn um viljaþrek og samhug þeirra sem bera ábyrgð á leik-og grunnskólastarfi. Það er mikill hugur í skólafólki að halda skólastarfi eins vel gangandi út þennan vetur eins og okkur er frekast unnt. Fyrir helgi skrifuðu fulltrúar lykilaðila í menntakerfinu undir sameiginlega yfirlýsingu um að standa vörð um skólastarf á tímum kórónuveirunnar. „Nú í dag eru um 47 þúsund grunnskólabörn að byrja sitt nám aftur, nýtt skólaár. Það er mjög ánægjulegt að sjá það gerast af því ef við berum okkur saman til að mynda við Bandaríkin, að það eru mikið af börnum sem hafa ekki mætt í skólann sinn síðan í febrúar. Þó það séu áskoranir framundan þá er íslenskt samfélag það sterkt að við munum ná utan um þetta.“
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Starfsmenn þriggja skóla og Hins hússins smituðust líklega á Hótel Rangá Starfsmaður Hins hússins sem greindist með kórónuveiruna síðastliðinn fimmtudag smitaðist á Hótel Rangá í liðinni viku. Starfsmaður Álftamýrarskóla og Hvassaleitisskóla smitaðist einnig á Hótel Rangá. Starfsemi skólanna og Hins hússins hefur raskast töluvert vegna smitanna. 24. ágúst 2020 12:00 Hinu húsinu lokað vegna smits og rúmlega þrjátíu starfsmenn í sóttkví Rúmlega þrjátíu starfsmenn Hins hússins eru í sóttkví eftir að starfsmaður greindist með kórónuveiruna á fimmtudaginn síðastliðinn. 24. ágúst 2020 10:16 Skólahald raskast hjá 630 nemendum í fjórum skólum Skólastarf raskast hjá ríflega sex hundruð börnum í fjórum skólum á höfuðborgarsvæðinu eftir að starfsmenn skólanna greindust með kórónuveiruna. Eitt smitanna má rekja til Hótel Rangár þar sem umfangsmikil hópsýking kom upp í vikunni. 23. ágúst 2020 18:43 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Starfsmenn þriggja skóla og Hins hússins smituðust líklega á Hótel Rangá Starfsmaður Hins hússins sem greindist með kórónuveiruna síðastliðinn fimmtudag smitaðist á Hótel Rangá í liðinni viku. Starfsmaður Álftamýrarskóla og Hvassaleitisskóla smitaðist einnig á Hótel Rangá. Starfsemi skólanna og Hins hússins hefur raskast töluvert vegna smitanna. 24. ágúst 2020 12:00
Hinu húsinu lokað vegna smits og rúmlega þrjátíu starfsmenn í sóttkví Rúmlega þrjátíu starfsmenn Hins hússins eru í sóttkví eftir að starfsmaður greindist með kórónuveiruna á fimmtudaginn síðastliðinn. 24. ágúst 2020 10:16
Skólahald raskast hjá 630 nemendum í fjórum skólum Skólastarf raskast hjá ríflega sex hundruð börnum í fjórum skólum á höfuðborgarsvæðinu eftir að starfsmenn skólanna greindust með kórónuveiruna. Eitt smitanna má rekja til Hótel Rangár þar sem umfangsmikil hópsýking kom upp í vikunni. 23. ágúst 2020 18:43