Samkeppnin um unga fólkið Oddný Björk Daníelsdóttir og Sigfríð Hallgrímsdóttir skrifa 24. ágúst 2020 07:00 „Frelsi, minna stress, fleiri klukkustundir í sólarhringnum“ eru m.a. það sem ungt, aðflutt fólk á landsbyggðinni svarar þegar spurt er hverjir kostirnir séu við að búa út á landi. Við búum í samfélagi samkeppninnar. Það er samkeppni um bensínverð, starfsfólk, neytendur og síðast en ekki síst íbúa. Hjá sveitarfélögum landsbyggðarinnar er mesta samkeppnin um ungt fólk, við viljum fá ungt fólk til að búa í sveitarfélaginu okkar, festa hér rætur og stofna heimili. En með auknum íbúafjölda aukast líka kröfurnar á sveitarfélagið. Fólk setur ýmislegt fyrir sig þegar kemur að því að velja heimkynni; húsnæði, atvinna, lífsgæði, þjónusta, heilbrigðiskerfi, samgöngur, skólakerfi, samfélag og svo mætti lengi telja. „Skortur á atvinnu og húsnæði, ekkert að gera almennt“ er hinsvegar það sem ungt fólk svarar þegar það er spurt um ókostina við að búa út á landi. Sveitarstjórn nýs sameinaðs sveitarfélags á Austurlandi þarf markvisst að vinna að því að fá fólk á öllum aldri til að setjast að til frambúðar. Eitt það fyrsta sem hindrar fólk að flytja er húsnæðisskortur. Því þarf að tryggja að fjölbreytt úrval deiliskipulagðra lóða sé til staðar sem og leiðbeinandi ráðgjöf vegna nýbygginga. Þannig auðveldar sveitarfélagið áhugasömum einstaklingum og verktökum að byggja íbúðarhúsnæði fyrir aðflutta sem og heimamenn. Sveitastjórnin þarf líka að berjast fyrir öllum þeim opinberu störfum sem fyrir eru á svæðinu sem og að ná í verkefni og sérfræðistörf frá hinu opinbera. Þar með aukast möguleikarnir á fjölbreyttu atvinnulífi. Ný störf skapast líka heima í stofu hjá fólki þar sem hæfileikaríkir einstaklingar koma saman og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd. Það er sveitarfélaginu, sem og íbúum þess, í hag að nýta þann mannauð sem er á svæðinu og hvetja þá einstaklinga sem búa yfir góðum hugmyndum að til framkvæmda. Maður er manns gaman og mannlíf í öllum byggðarkjörnunum er iðandi. Við eigum að vera ófeimin við að vera stollt af því sem við búum yfir; hér er menning, hér eru útivistaperlur, hér ættu allir að geta fundið einhverja afþreyingu við sitt hæfi. Með vilja, dugnaði og þori er hægt að ná þessum markmiðum á komandi árum. Það er full ástæða til að vera bjartsýn á að nýtt sveitarfélag geti tekist á við þá áskorun að laða ungt fólk að á komandi árum. Unga fólkið kemur með tækifærin, bjóðum þau velkomin. Oddný Björk Daníelsdóttir, 6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, Sigfríð Hallgrímsdóttir, 17. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seyðisfjörður Fljótsdalshérað Borgarfjörður eystri Djúpivogur Mest lesið Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
„Frelsi, minna stress, fleiri klukkustundir í sólarhringnum“ eru m.a. það sem ungt, aðflutt fólk á landsbyggðinni svarar þegar spurt er hverjir kostirnir séu við að búa út á landi. Við búum í samfélagi samkeppninnar. Það er samkeppni um bensínverð, starfsfólk, neytendur og síðast en ekki síst íbúa. Hjá sveitarfélögum landsbyggðarinnar er mesta samkeppnin um ungt fólk, við viljum fá ungt fólk til að búa í sveitarfélaginu okkar, festa hér rætur og stofna heimili. En með auknum íbúafjölda aukast líka kröfurnar á sveitarfélagið. Fólk setur ýmislegt fyrir sig þegar kemur að því að velja heimkynni; húsnæði, atvinna, lífsgæði, þjónusta, heilbrigðiskerfi, samgöngur, skólakerfi, samfélag og svo mætti lengi telja. „Skortur á atvinnu og húsnæði, ekkert að gera almennt“ er hinsvegar það sem ungt fólk svarar þegar það er spurt um ókostina við að búa út á landi. Sveitarstjórn nýs sameinaðs sveitarfélags á Austurlandi þarf markvisst að vinna að því að fá fólk á öllum aldri til að setjast að til frambúðar. Eitt það fyrsta sem hindrar fólk að flytja er húsnæðisskortur. Því þarf að tryggja að fjölbreytt úrval deiliskipulagðra lóða sé til staðar sem og leiðbeinandi ráðgjöf vegna nýbygginga. Þannig auðveldar sveitarfélagið áhugasömum einstaklingum og verktökum að byggja íbúðarhúsnæði fyrir aðflutta sem og heimamenn. Sveitastjórnin þarf líka að berjast fyrir öllum þeim opinberu störfum sem fyrir eru á svæðinu sem og að ná í verkefni og sérfræðistörf frá hinu opinbera. Þar með aukast möguleikarnir á fjölbreyttu atvinnulífi. Ný störf skapast líka heima í stofu hjá fólki þar sem hæfileikaríkir einstaklingar koma saman og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd. Það er sveitarfélaginu, sem og íbúum þess, í hag að nýta þann mannauð sem er á svæðinu og hvetja þá einstaklinga sem búa yfir góðum hugmyndum að til framkvæmda. Maður er manns gaman og mannlíf í öllum byggðarkjörnunum er iðandi. Við eigum að vera ófeimin við að vera stollt af því sem við búum yfir; hér er menning, hér eru útivistaperlur, hér ættu allir að geta fundið einhverja afþreyingu við sitt hæfi. Með vilja, dugnaði og þori er hægt að ná þessum markmiðum á komandi árum. Það er full ástæða til að vera bjartsýn á að nýtt sveitarfélag geti tekist á við þá áskorun að laða ungt fólk að á komandi árum. Unga fólkið kemur með tækifærin, bjóðum þau velkomin. Oddný Björk Daníelsdóttir, 6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, Sigfríð Hallgrímsdóttir, 17. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun