Juventus riftir samningum Higuaín og Khedira Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. ágúst 2020 18:30 Higuaín og Khedira [í gulu] mega finna sér nýtt lið en Ítalíumeistarar Juventus vilja rifta samningum þeirra beggja. David Ramos/Getty Images Ítalíumeistarar Juventus virðast ætla að rifta samningum þeirra Gonzalo Higuaín og Sami Khedira. Ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni. Svo virðist sem Andrea Pirlo - nýráðinn þjálfari Juventus - hafi lítinn áhuga á að sjá leikmennina er liðið byrjar að æfa fyrir komandi leiktíð. Juventus have decided to terminate both Sami Khedira and Gonzalo Higuain's contracts, reports @FabrizioRomano pic.twitter.com/tzBFyAkQUp— B/R Football (@brfootball) August 21, 2020 Nýlega var tilkynnt að franski landsliðsmaðurinn Blaise Matuidi hefði samið við Inter Miami, lið David Beckham í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Nú virðist sem Pirlo sé byrjaður að taka til hendinni og í staðinn fyrir að setja Higuaín og Khedira á sölulistann og bíða eftir tilboðum þá vill hann rifta samningum beggja leikmanna. Báðir eiga ár eftir af samningi sínum við Juventus. Hinn 33 ára gamli Khedira hefur verið hjá Juventus frá árinu 2015. Hann var í aukahlutverki hjá félaginu í vetur og tók aðeins þátt í tólf deildarleikjum. Higuaín er 32 ára gamall og hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að vera of þungur undanfarin misseri. Hann hefur verið í herbúðum Juventus frá árinu 2016 en hefur verið lánaður til AC Milan og Chelsea á þeim tíma. Higuaín spilaði töluvert í vetur enda í miklu uppáhalda hjá Maurizo Sarri, þjálfara liðsins á síðustu leiktíð. Alls skoraði Higuaín átta mörk í 32 deildarleikjum ásamt því að leggja upp önnur fjögur mörk. Það er ljóst að Andrea Pirlo mætir með töluvert breytt Juventus lið til leiks þegar ítalska deildin fer aftur af stað. Brasilíski miðjumaðurinn Arthur kemur frá Barcelona en miðjumaðurinn Miralem Pjanić fer í hina áttina. Þá er Matuidi, einnig miðjumaður, farinn til Inter Miami ásamt tvíeykinu hér að ofan. Hver veit nema Pirlo sjálfur byrji á miðri miðjunni þegar ítalski boltinn fer að rúlla. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjá meira
Ítalíumeistarar Juventus virðast ætla að rifta samningum þeirra Gonzalo Higuaín og Sami Khedira. Ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni. Svo virðist sem Andrea Pirlo - nýráðinn þjálfari Juventus - hafi lítinn áhuga á að sjá leikmennina er liðið byrjar að æfa fyrir komandi leiktíð. Juventus have decided to terminate both Sami Khedira and Gonzalo Higuain's contracts, reports @FabrizioRomano pic.twitter.com/tzBFyAkQUp— B/R Football (@brfootball) August 21, 2020 Nýlega var tilkynnt að franski landsliðsmaðurinn Blaise Matuidi hefði samið við Inter Miami, lið David Beckham í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Nú virðist sem Pirlo sé byrjaður að taka til hendinni og í staðinn fyrir að setja Higuaín og Khedira á sölulistann og bíða eftir tilboðum þá vill hann rifta samningum beggja leikmanna. Báðir eiga ár eftir af samningi sínum við Juventus. Hinn 33 ára gamli Khedira hefur verið hjá Juventus frá árinu 2015. Hann var í aukahlutverki hjá félaginu í vetur og tók aðeins þátt í tólf deildarleikjum. Higuaín er 32 ára gamall og hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að vera of þungur undanfarin misseri. Hann hefur verið í herbúðum Juventus frá árinu 2016 en hefur verið lánaður til AC Milan og Chelsea á þeim tíma. Higuaín spilaði töluvert í vetur enda í miklu uppáhalda hjá Maurizo Sarri, þjálfara liðsins á síðustu leiktíð. Alls skoraði Higuaín átta mörk í 32 deildarleikjum ásamt því að leggja upp önnur fjögur mörk. Það er ljóst að Andrea Pirlo mætir með töluvert breytt Juventus lið til leiks þegar ítalska deildin fer aftur af stað. Brasilíski miðjumaðurinn Arthur kemur frá Barcelona en miðjumaðurinn Miralem Pjanić fer í hina áttina. Þá er Matuidi, einnig miðjumaður, farinn til Inter Miami ásamt tvíeykinu hér að ofan. Hver veit nema Pirlo sjálfur byrji á miðri miðjunni þegar ítalski boltinn fer að rúlla.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjá meira