Uppfæra þurfi reglugerðir til að lög um kynrænt sjálfræði verði meira en „bara punt á blaði“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. ágúst 2020 12:48 Dóra Björt segist ekki ætla að gefast upp á þessu mannréttindamáli fyrr en í fulla hnefana. Vísir/Vilhelm Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar hefur verið gert að setja aftur upp salernismerkingar sem aðgreinir konur og karla á skrifstofum borgarinnar í Borgartúni, að minnsta kosti þar til félagsmálaráðuneytið hefur ákvarðað hvort ákvörðun Vinnueftirlitsins standist ný lög um kynrænt sjálfræði. Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður ráðsins, segir að uppfæra þurfi reglugerðir ef lögin eiga að vera annað og meira en punt á blaði. Mannréttinda, nýsköpunar og lýðræðisráð borgarinnar samþykkti sumarið 2018 tillögu um að öll salerni í stjórnsýsluhúsum borgarinnar skyldu verða ókyngreind. Hinsegin fólk hefur lengi barist fyrir því að salerni verði kynhlutlaus til að tryggja aðgengi allra, þar á meðal þeirra sem skilgreina sig utan kynjatvíhyggjunnar. Síðan breytingin var gerð kvörtuðu nokkrir starfsmenn á skrifstofum borgarinnar í Borgartúni yfir ókyngreindum salernum. Vinnueftirlitið ákvarðaði í kjölfarið að borgin skyldi setja merkingarnar upp aftur með vísan í reglur um húsnæði vinnustaða númer 581 frá 1995. Mannréttindaráðið taldi ljóst að reglugerðin væri úreld og stæðist ekki ný lög um kynrænt sjálfræði. Ráðið óskaði eftir úrskurði félagsmálaráðuneytisins og bað um að réttaráhrifum ákvörðunar Vinnueftirlitsins yrði frestað þar til úrskurður ráðuneytisins lægi fyrir. Á dögunum barst Mannréttindaráði síðan bréf frá félagsmálaráðuneytinu þar sem beiðni um frest var hafnað. Dóra Björt Guðjónsdóttir er formaður ráðsins. „Mér finnst þetta mál snúast fyrst og fremst um það að við erum komin með ný lög um kynrænt sjálfræði þar sem Alþingi hefur verið ansi róttækt í því að auka aðgengi allra kynja að samfélaginu. Við sem samfélag höfum gengið svolitið frá þessari kynjatvíhyggju og hér erum við með reglugerð frá 1995 sem stríðir, að mínu viti, gegn þessum lögum. Ef það er þannig að reglugerðir stríði gegn ríkjandi lögum og eðlilegri samfélagslegri þróun sem við stöndum öll saman um þá er það hreinlega lýðræðislegt vandamál. Dóra segir misvísandi skilaboð stjórnvalda um hvað megi og hvað megi ekki í tengslum við kynrænt sjálfræði komi illa niður á hinseginfólki. Henni hugnast ekki vinnubrögð félagsmálaráðuneytisins í málinu. „Ef lög um kynrænt sjálfræði eiga að vera eitthvað meira en bara punt á blaði þá þarf að uppfæra reglugerðir og það þarf að gera það hratt og örugglega vegna þess að þessi lög hafa þegar tekið gildi.“ Dóra segist ekki ætla að gefast upp fyrr en í fulla hnefana. „Við erum einfaldlega að krefjast þess fyrir okkar borgara, fyrir okkar íbúa að lög um kynrænt sjálfræði - að róttæk lög sem eig að skipta máli - hafi þau samfélagslegu áhrif sem þeim er ætlað að hafa og við gefumst ekki upp fyrr en í fulla hnefana.“ Hinsegin Mannréttindi Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Mikilvægt að öll lög landsins verði kynhlutlaus Formaður Samtakanna 78 segir mikilvægt að gera breytingar á lögum landsins í þá veru að öll lög verði kynhlutlaus. Frumvaprsdrög þess efnis eru til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. 10. ágúst 2020 13:00 Borginni gert að kynjamerkja klósett Vinnueftirlitið hefur farið þess á leit við Reykjavíkurborg að salerni í skrifstofuhúsnæði borgarinnar í Borgartúni verði kynjamerkt. 20. nóvember 2019 08:24 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar hefur verið gert að setja aftur upp salernismerkingar sem aðgreinir konur og karla á skrifstofum borgarinnar í Borgartúni, að minnsta kosti þar til félagsmálaráðuneytið hefur ákvarðað hvort ákvörðun Vinnueftirlitsins standist ný lög um kynrænt sjálfræði. Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður ráðsins, segir að uppfæra þurfi reglugerðir ef lögin eiga að vera annað og meira en punt á blaði. Mannréttinda, nýsköpunar og lýðræðisráð borgarinnar samþykkti sumarið 2018 tillögu um að öll salerni í stjórnsýsluhúsum borgarinnar skyldu verða ókyngreind. Hinsegin fólk hefur lengi barist fyrir því að salerni verði kynhlutlaus til að tryggja aðgengi allra, þar á meðal þeirra sem skilgreina sig utan kynjatvíhyggjunnar. Síðan breytingin var gerð kvörtuðu nokkrir starfsmenn á skrifstofum borgarinnar í Borgartúni yfir ókyngreindum salernum. Vinnueftirlitið ákvarðaði í kjölfarið að borgin skyldi setja merkingarnar upp aftur með vísan í reglur um húsnæði vinnustaða númer 581 frá 1995. Mannréttindaráðið taldi ljóst að reglugerðin væri úreld og stæðist ekki ný lög um kynrænt sjálfræði. Ráðið óskaði eftir úrskurði félagsmálaráðuneytisins og bað um að réttaráhrifum ákvörðunar Vinnueftirlitsins yrði frestað þar til úrskurður ráðuneytisins lægi fyrir. Á dögunum barst Mannréttindaráði síðan bréf frá félagsmálaráðuneytinu þar sem beiðni um frest var hafnað. Dóra Björt Guðjónsdóttir er formaður ráðsins. „Mér finnst þetta mál snúast fyrst og fremst um það að við erum komin með ný lög um kynrænt sjálfræði þar sem Alþingi hefur verið ansi róttækt í því að auka aðgengi allra kynja að samfélaginu. Við sem samfélag höfum gengið svolitið frá þessari kynjatvíhyggju og hér erum við með reglugerð frá 1995 sem stríðir, að mínu viti, gegn þessum lögum. Ef það er þannig að reglugerðir stríði gegn ríkjandi lögum og eðlilegri samfélagslegri þróun sem við stöndum öll saman um þá er það hreinlega lýðræðislegt vandamál. Dóra segir misvísandi skilaboð stjórnvalda um hvað megi og hvað megi ekki í tengslum við kynrænt sjálfræði komi illa niður á hinseginfólki. Henni hugnast ekki vinnubrögð félagsmálaráðuneytisins í málinu. „Ef lög um kynrænt sjálfræði eiga að vera eitthvað meira en bara punt á blaði þá þarf að uppfæra reglugerðir og það þarf að gera það hratt og örugglega vegna þess að þessi lög hafa þegar tekið gildi.“ Dóra segist ekki ætla að gefast upp fyrr en í fulla hnefana. „Við erum einfaldlega að krefjast þess fyrir okkar borgara, fyrir okkar íbúa að lög um kynrænt sjálfræði - að róttæk lög sem eig að skipta máli - hafi þau samfélagslegu áhrif sem þeim er ætlað að hafa og við gefumst ekki upp fyrr en í fulla hnefana.“
Hinsegin Mannréttindi Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Mikilvægt að öll lög landsins verði kynhlutlaus Formaður Samtakanna 78 segir mikilvægt að gera breytingar á lögum landsins í þá veru að öll lög verði kynhlutlaus. Frumvaprsdrög þess efnis eru til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. 10. ágúst 2020 13:00 Borginni gert að kynjamerkja klósett Vinnueftirlitið hefur farið þess á leit við Reykjavíkurborg að salerni í skrifstofuhúsnæði borgarinnar í Borgartúni verði kynjamerkt. 20. nóvember 2019 08:24 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Mikilvægt að öll lög landsins verði kynhlutlaus Formaður Samtakanna 78 segir mikilvægt að gera breytingar á lögum landsins í þá veru að öll lög verði kynhlutlaus. Frumvaprsdrög þess efnis eru til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. 10. ágúst 2020 13:00
Borginni gert að kynjamerkja klósett Vinnueftirlitið hefur farið þess á leit við Reykjavíkurborg að salerni í skrifstofuhúsnæði borgarinnar í Borgartúni verði kynjamerkt. 20. nóvember 2019 08:24