Aðalþjálfari NFL-liðs með krabbamein en hættir ekki að þjálfa liðið sitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2020 17:30 Ron Rivera þjálfaði áður lið Carolina Panthers í níu ár. EPA-EFE/DAN ANDERSON Ron Rivera, þjálfari Washington liðsins í NFL-deildinni, greindist með krabbamein á dögunum en hann sagði frá þessu opinberlega í nótt. Ron Rivera er með húðkrabbamein sem er komið í eitlana en það fannst snemma og læknar eru bjartsýnir fyrir hönd Rivera um að hann nái sér. Ron Rivera kallaði alla leikmenn liðsins saman og sagði þeim frá þessu. Hann vildi að þeir heyrðu þetta allir frá honum sjálfum. Washington Head Coach Ron Rivera tells @AdamSchefter he has been diagnosed with lymph node cancer after a self-check.Rivera says the cancer is in the early stages and is considered very treatable and curable." pic.twitter.com/eAuXzK6al7— SportsCenter (@SportsCenter) August 21, 2020 „Mér var brugðið. Ég var líka reiður því mér finnst ég hafi aldrei verið heilsuhraustari en einmitt núna,“ sagði Ron Rivera. Það er engin uppgjöf í Ron Rivera sjálfum sem hefur beðið félagið að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Hann ætlar að þjálfa liðið áfram en mun þó vera með plan B fari svo að hann þurfi að fara í veikindaleyfi. Það styttist í NFL-tímabilið en Ron Rivera átti mikið verk fyrir höndum innan raða Washington liðsins, bæði við að gera liðið betra inn á vellinum en eins til að laga vinnumenninguna utan hans. Washington liðið, sem hætti að nota nafnið sitt sitt í sumar, ætlar ekki að finna sér nýtt nafn fyrr en seinna. Liðið heitir því Washington Football Club á komandi tímabili. Ron Rivera er 58 ára gamall og þetta er fyrsta tímabil hans með Washington liðið. Hann hefur hins vegar mikla reynslu úr NFL-deildinni og þjálfaði meðal annars lið Carolina Panthers í átta ár þar á undan eða frá 2011 til 2019. More Ron Rivera: I m planning to go on coaching. Doctors encouraged me to do it, too. They said, If you feel strongly, do it. Don t slow down, do your physical activities. But everyone keeps telling me by week three or four, you ll start feeling it. — Adam Schefter (@AdamSchefter) August 21, 2020 Fyrstu mánuðirnir í starfi hafa reynt mikið á Ron Rivera. Það er auðvitað kórónuveirufaraldurinn, svo þurfti liðið að skipta út rasísku nafni sínu og þá hafa komið fram upplýsingar um viðamikið kynferðislegt áreiti meðal starfsmanna félagsins. Krabbameinið bætist síðan ofan á það. „Ég ætla að halda áfram að þjálfa. Læknarnir hafa líka hvatt mig til þess. Þeir sögðu við mig: Ef þú hefur orku þá skaltu gera það. Ekki hægja á þér og haltu áfram að hreyfa þig. Það segja mér samt allir að ég fari virkilega að finna fyrir lyfjameðferðinni á viku þrjú eða fjögur,“ sagði Ron Rivera í samtali við Adam Schefter á ESPN. NFL Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fleiri fréttir Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Sjá meira
Ron Rivera, þjálfari Washington liðsins í NFL-deildinni, greindist með krabbamein á dögunum en hann sagði frá þessu opinberlega í nótt. Ron Rivera er með húðkrabbamein sem er komið í eitlana en það fannst snemma og læknar eru bjartsýnir fyrir hönd Rivera um að hann nái sér. Ron Rivera kallaði alla leikmenn liðsins saman og sagði þeim frá þessu. Hann vildi að þeir heyrðu þetta allir frá honum sjálfum. Washington Head Coach Ron Rivera tells @AdamSchefter he has been diagnosed with lymph node cancer after a self-check.Rivera says the cancer is in the early stages and is considered very treatable and curable." pic.twitter.com/eAuXzK6al7— SportsCenter (@SportsCenter) August 21, 2020 „Mér var brugðið. Ég var líka reiður því mér finnst ég hafi aldrei verið heilsuhraustari en einmitt núna,“ sagði Ron Rivera. Það er engin uppgjöf í Ron Rivera sjálfum sem hefur beðið félagið að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Hann ætlar að þjálfa liðið áfram en mun þó vera með plan B fari svo að hann þurfi að fara í veikindaleyfi. Það styttist í NFL-tímabilið en Ron Rivera átti mikið verk fyrir höndum innan raða Washington liðsins, bæði við að gera liðið betra inn á vellinum en eins til að laga vinnumenninguna utan hans. Washington liðið, sem hætti að nota nafnið sitt sitt í sumar, ætlar ekki að finna sér nýtt nafn fyrr en seinna. Liðið heitir því Washington Football Club á komandi tímabili. Ron Rivera er 58 ára gamall og þetta er fyrsta tímabil hans með Washington liðið. Hann hefur hins vegar mikla reynslu úr NFL-deildinni og þjálfaði meðal annars lið Carolina Panthers í átta ár þar á undan eða frá 2011 til 2019. More Ron Rivera: I m planning to go on coaching. Doctors encouraged me to do it, too. They said, If you feel strongly, do it. Don t slow down, do your physical activities. But everyone keeps telling me by week three or four, you ll start feeling it. — Adam Schefter (@AdamSchefter) August 21, 2020 Fyrstu mánuðirnir í starfi hafa reynt mikið á Ron Rivera. Það er auðvitað kórónuveirufaraldurinn, svo þurfti liðið að skipta út rasísku nafni sínu og þá hafa komið fram upplýsingar um viðamikið kynferðislegt áreiti meðal starfsmanna félagsins. Krabbameinið bætist síðan ofan á það. „Ég ætla að halda áfram að þjálfa. Læknarnir hafa líka hvatt mig til þess. Þeir sögðu við mig: Ef þú hefur orku þá skaltu gera það. Ekki hægja á þér og haltu áfram að hreyfa þig. Það segja mér samt allir að ég fari virkilega að finna fyrir lyfjameðferðinni á viku þrjú eða fjögur,“ sagði Ron Rivera í samtali við Adam Schefter á ESPN.
NFL Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fleiri fréttir Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Sjá meira