„Mér finnst þetta töff en ekki tímabært“ Anton Ingi Leifsson skrifar 21. ágúst 2020 10:30 Selfyssingar fagna marki í sumar. vísir/daníel Margrét Lára Viðarsdóttir, segir að henni hafi litist vel á að Selfoss hafi ætlað sér gullið í Pepsi Max deild kvenna en spyr sig hvort að það hafi verið tímabært. Gengi Selfoss var til umræðu í Pepsi Max mörkum kvenna í gærkvöldi þar sem Helena Ólafsdóttir, Kristín Ýr Bjarnadóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir fóru yfir stöðuna. Helena spurði hvort að Alfreð Elías Jóhannsson væri byrjaður að íhuga stöðu sína hjá Selfoss sem er nær fallsæti en toppnum. „Hugarfarið hans væri hrikalega vont, í þessari stöðu, ef svo væri. Ef hann væri með svona hugarfar þá gæti hann labbað út,“ sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir. „Þetta eru vonbrigði fyrir liðið og þær gefa það út fyrir tímabilið að þær ætli sér toppsætið. Þær unnu meistari meistaranna og það gaf þeim blóð á tennurnar,“ sagði Margrét Lára og hélt áfram: „Þær eiga bikarinn eftir og eiga þar Val á heimavelli. Auðvitað eru þetta vonbrigði og vonbrigði fyrir leikmenn að koma og kannski standa ekki undir því sem þær ætluðu að standa undir en aftur; það er ágúst og fullt af leikjum eftir.“ „Ég held að þær nái ekki Breiðablik eða Val en þriðja sætið er möguleiki. Ásættanlegt eða ekki, mér finnst það ásættanlegt. Við spáðum þeim þannig en ekki þær. Spilamennskan á köflum er góð en það sýnir að þessi deild er orðin það sterk að það er mjög erfitt að koma inn og fá 1-4 leikmenn og vinna deildina.“ Margrét Lára bendir á að það taki dágóðan tíma í að búa til góð lið og bendir á toppliðin tvö. „Sjáiði bara liðið hans Þorsteins og liðið hans Péturs. Vals-liðið tók ansi mikinn tíma í að byggja það upp. Þetta tekur bara tíma og menn verða að gefa sér það. Selfoss-liðið, Íslandsmeistarar eftir eitt eða tvö ár? Já, mögulega.“ „Í ár væri það framar vonum því þetta er ekki svo auðvelt að ætla bara taka að titil á einu ári þegar þú ert að keppa við lið eins og Val og Breiðablik.“ Margrét Lára sagði þó að henni hafi litist vel á að Selfoss-liðið ætlaði sér bara alla leið en setur spurningarmerki um hvort þetta hafi verið rétti tímapunkturinn. „Mér finnst þetta töff en ekki tímabært,“ sagði Margrét Lára. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna - Umræða um Selfoss Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Pepsi Max-mörkin Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Skíra greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Fleiri fréttir Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Sjá meira
Margrét Lára Viðarsdóttir, segir að henni hafi litist vel á að Selfoss hafi ætlað sér gullið í Pepsi Max deild kvenna en spyr sig hvort að það hafi verið tímabært. Gengi Selfoss var til umræðu í Pepsi Max mörkum kvenna í gærkvöldi þar sem Helena Ólafsdóttir, Kristín Ýr Bjarnadóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir fóru yfir stöðuna. Helena spurði hvort að Alfreð Elías Jóhannsson væri byrjaður að íhuga stöðu sína hjá Selfoss sem er nær fallsæti en toppnum. „Hugarfarið hans væri hrikalega vont, í þessari stöðu, ef svo væri. Ef hann væri með svona hugarfar þá gæti hann labbað út,“ sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir. „Þetta eru vonbrigði fyrir liðið og þær gefa það út fyrir tímabilið að þær ætli sér toppsætið. Þær unnu meistari meistaranna og það gaf þeim blóð á tennurnar,“ sagði Margrét Lára og hélt áfram: „Þær eiga bikarinn eftir og eiga þar Val á heimavelli. Auðvitað eru þetta vonbrigði og vonbrigði fyrir leikmenn að koma og kannski standa ekki undir því sem þær ætluðu að standa undir en aftur; það er ágúst og fullt af leikjum eftir.“ „Ég held að þær nái ekki Breiðablik eða Val en þriðja sætið er möguleiki. Ásættanlegt eða ekki, mér finnst það ásættanlegt. Við spáðum þeim þannig en ekki þær. Spilamennskan á köflum er góð en það sýnir að þessi deild er orðin það sterk að það er mjög erfitt að koma inn og fá 1-4 leikmenn og vinna deildina.“ Margrét Lára bendir á að það taki dágóðan tíma í að búa til góð lið og bendir á toppliðin tvö. „Sjáiði bara liðið hans Þorsteins og liðið hans Péturs. Vals-liðið tók ansi mikinn tíma í að byggja það upp. Þetta tekur bara tíma og menn verða að gefa sér það. Selfoss-liðið, Íslandsmeistarar eftir eitt eða tvö ár? Já, mögulega.“ „Í ár væri það framar vonum því þetta er ekki svo auðvelt að ætla bara taka að titil á einu ári þegar þú ert að keppa við lið eins og Val og Breiðablik.“ Margrét Lára sagði þó að henni hafi litist vel á að Selfoss-liðið ætlaði sér bara alla leið en setur spurningarmerki um hvort þetta hafi verið rétti tímapunkturinn. „Mér finnst þetta töff en ekki tímabært,“ sagði Margrét Lára. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna - Umræða um Selfoss
Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Pepsi Max-mörkin Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Skíra greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Fleiri fréttir Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Sjá meira