Svona á að haga sér í sóttkví Hrund Þórsdóttir skrifar 10. mars 2020 13:00 Einstaklingur sem er í sóttkví þarf að huga að ýmsu, eigi sóttkví að skila tilætluðum árangri. Getty Um 600 manns eru nú í sóttkví hér á landi vegna kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Einstaklingar sem hafa verið á ferðalagi á skilgreindum áhættusvæðum á undangengnum 14 dögum eða hafa umgengist sjúklinga með sýkinguna, þarf að setja í sóttkví. En hvernig á að haga sér í sóttkví? Hvað má gera og hvað má ekki gera, ef sóttkvíin á að skila tilætluðum árangri? Við upphaf á sóttkví í heimahúsi fer heilbrigðisstarfsmaður yfir upplýsingar um smitleiðir og einkenni með þeim sem fara þarf í sóttkví, en þessar upplýsingar má einnig finna á vef landlæknis. Smitleið er snerti- eða dropasmit sem þýðir að veiran getur dreifst þegar veikur einstaklingur hóstar, hnerrar eða þurrkar sér um nefið og hraustur einstaklingur fær framan í sig dropa eða úða frá þeim veika eða hendur hans mengast af dropum og hann ber þær svo upp að andliti sínu. Einstaklingar í sóttkví þurfa að gæta vel að almennu hreinlæti og handhreinsun, sérstaklega þegar samskipti við aðra eru óhjákvæmileg.Þetta þarf að forðast í sóttkví Einstaklingur í sóttkví á að halda sig heima við og hafa bein samskipti við sem fæsta. Þannig fer hann t.d. ekki út af heimilinu nema brýna nauðsyn beri til, svo sem til að sækja heilbrigðisþjónustu, en þá að höfðu samráði við heilsugæslu. Reglulegt eftirlit, s.s. hjá tannlækni eða sjúkraþjálfara, telst ekki nauðsynleg heilbrigðisþjónusta á meðan sóttkví stendur yfir. Einstaklingur í sóttkví má ekki nota almenningssamgöngur eða leigubíla og ekki fara til vinnu eða í skóla þar sem aðrir eru. Þá má hann ekki sækja mannamót af nokkru tagi eða staði þar sem margir koma saman, s.s. verslanir og líkamsræktarstöðvar og ekki fá gesti inn á heimili sitt. Sá sem er í sóttkví má heldur ekki dvelja í sameiginlegum rýmum fjölbýlishúsa, eins og stigagöngum, þvottahúsum eða sameiginlegum útivistarsvæðum.En hvað má einstaklingur í sóttkví gera? Sértu í sóttkví máttu fara út á svalir eða í garð við heimili þitt, en ef aðrir eru þar líka þarftu að halda þig í minnst eins til tveggja metra fjarlægð frá þeim. Þú mátt einnig fara í gönguferðir en þarft þá að halda þessari sömu fjarlægð frá öðrum vegfarendum. Þú mátt fara í bíltúr en ekki eiga samskipti við aðra í návígi, til dæmis í bílalúgum veitingastaða. Þú mátt fara út með heimilissorp, en þarft þá að huga sérlega vel að hreinlæti, sinna handhreinsun vel og strjúka yfir snertifleti með sótthreinsi.Samvera í sóttkví Aðrir á sama heimili sem voru útsettir fyrir smiti á sama tíma geta verið í sóttkví saman á sama stað en æskilegast er að þeir sem ekki hafa áður verið útsettir fyrir smiti séu ekki á sama stað og einstaklingur sem er í sóttkví. Ef einstaklingar sem ekki hafa verið útsettir vilja ekki fara af heimilinu ættu þeir að takmarka snertingu við þann sem er í sóttkví. Sá sem er í sóttkví þarf að sofa í sérherbergi eða a.m.k. í öðru rúmi og ef ekki er möguleiki á sérstöku salerni fyrir hann þarf að gæta vel upp á að hafa sérstöku handklæði, hreinsa alla snertifleti vel o.s.frv. Ef sá sem er í sóttkví veikist verður annað heimilisfólk að fara í sóttkví. Ef hluti heimilismanna er í sóttkví geta aðrir á heimilinu sinnt sínum daglegu störfum og séð um aðföng en ef heimilið allt er í sóttkví mega vinir eða ættingjar ná í aðföng og skilja eftir við útidyr. Ef heimsending matvæla og annarra nauðsynja er í boði er hægt að nýta þá þjónustu.Aðstoð, upplýsingar og heilsufarseftirlit Sért þú í sóttkví getur þú haft samband við Hjálparsíma Rauða krossins 1717 eða netspjallið www.1717.is. Þar er hægt að óska eftir aðstoð, leita stuðnings, fá upplýsingar og ræða við einhvern í trúnaði. Hjálparsíminn er opinn allan sólarhringinn og númerið er gjaldfrjálst. Einstaklingur í sóttkví mælir líkamshita sinn daglega og skráir. Mælst er til að hann tilkynni öll veikindi í síma 1700 og fái hann einkenni COVID-19 ber honum að hafa samband símleiðis við síma Læknavaktarinnar 1700 eða við tengilið hjá sinni heilsugæslu og fylgja frekari fyrirmælum. Öndunarfæraeinkenni, sérstaklega hósti og andþyngsli , eru helstu fyrstu einkenni COVID-19 ásamt hita. Slappleiki og stoðkerfisverkir geta verið fyrstu einkenni, mögulega án hita, en eru einnig algeng með hita. Kvefeinkenni (nefrennsli o.þ.h.) eru minna áberandi við COVID-19 sýkingu en aðrar kórónaveirusýkingar í mönnum. Meltingareinkenni og hálssærindi eru ekki áberandi en útiloka ekki COVID-19. Verði einstaklingur í sóttkví fyrir bráðum veikindum og talin er þörf á sjúkrabíl skal upplýsa starfsmann hjá 112 um mögulega kórónuveirusýkingu. Sóttkví vegna COVID-19 eru 14 dagar frá síðustu mögulegu smitun eða þar til einkenni koma fram en ef einkenni koma fram og sýking er staðfest með sýnatöku skal fara eftir leiðbeiningum um einangrun í heimahúsi. Hér má finna upplýsingar um handþvott og sýkingavarnir fyrir almenning. Hér er að finna spurningar og svör varðandi kórónuveiruna og COVID-19. Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Sjá meira
Um 600 manns eru nú í sóttkví hér á landi vegna kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Einstaklingar sem hafa verið á ferðalagi á skilgreindum áhættusvæðum á undangengnum 14 dögum eða hafa umgengist sjúklinga með sýkinguna, þarf að setja í sóttkví. En hvernig á að haga sér í sóttkví? Hvað má gera og hvað má ekki gera, ef sóttkvíin á að skila tilætluðum árangri? Við upphaf á sóttkví í heimahúsi fer heilbrigðisstarfsmaður yfir upplýsingar um smitleiðir og einkenni með þeim sem fara þarf í sóttkví, en þessar upplýsingar má einnig finna á vef landlæknis. Smitleið er snerti- eða dropasmit sem þýðir að veiran getur dreifst þegar veikur einstaklingur hóstar, hnerrar eða þurrkar sér um nefið og hraustur einstaklingur fær framan í sig dropa eða úða frá þeim veika eða hendur hans mengast af dropum og hann ber þær svo upp að andliti sínu. Einstaklingar í sóttkví þurfa að gæta vel að almennu hreinlæti og handhreinsun, sérstaklega þegar samskipti við aðra eru óhjákvæmileg.Þetta þarf að forðast í sóttkví Einstaklingur í sóttkví á að halda sig heima við og hafa bein samskipti við sem fæsta. Þannig fer hann t.d. ekki út af heimilinu nema brýna nauðsyn beri til, svo sem til að sækja heilbrigðisþjónustu, en þá að höfðu samráði við heilsugæslu. Reglulegt eftirlit, s.s. hjá tannlækni eða sjúkraþjálfara, telst ekki nauðsynleg heilbrigðisþjónusta á meðan sóttkví stendur yfir. Einstaklingur í sóttkví má ekki nota almenningssamgöngur eða leigubíla og ekki fara til vinnu eða í skóla þar sem aðrir eru. Þá má hann ekki sækja mannamót af nokkru tagi eða staði þar sem margir koma saman, s.s. verslanir og líkamsræktarstöðvar og ekki fá gesti inn á heimili sitt. Sá sem er í sóttkví má heldur ekki dvelja í sameiginlegum rýmum fjölbýlishúsa, eins og stigagöngum, þvottahúsum eða sameiginlegum útivistarsvæðum.En hvað má einstaklingur í sóttkví gera? Sértu í sóttkví máttu fara út á svalir eða í garð við heimili þitt, en ef aðrir eru þar líka þarftu að halda þig í minnst eins til tveggja metra fjarlægð frá þeim. Þú mátt einnig fara í gönguferðir en þarft þá að halda þessari sömu fjarlægð frá öðrum vegfarendum. Þú mátt fara í bíltúr en ekki eiga samskipti við aðra í návígi, til dæmis í bílalúgum veitingastaða. Þú mátt fara út með heimilissorp, en þarft þá að huga sérlega vel að hreinlæti, sinna handhreinsun vel og strjúka yfir snertifleti með sótthreinsi.Samvera í sóttkví Aðrir á sama heimili sem voru útsettir fyrir smiti á sama tíma geta verið í sóttkví saman á sama stað en æskilegast er að þeir sem ekki hafa áður verið útsettir fyrir smiti séu ekki á sama stað og einstaklingur sem er í sóttkví. Ef einstaklingar sem ekki hafa verið útsettir vilja ekki fara af heimilinu ættu þeir að takmarka snertingu við þann sem er í sóttkví. Sá sem er í sóttkví þarf að sofa í sérherbergi eða a.m.k. í öðru rúmi og ef ekki er möguleiki á sérstöku salerni fyrir hann þarf að gæta vel upp á að hafa sérstöku handklæði, hreinsa alla snertifleti vel o.s.frv. Ef sá sem er í sóttkví veikist verður annað heimilisfólk að fara í sóttkví. Ef hluti heimilismanna er í sóttkví geta aðrir á heimilinu sinnt sínum daglegu störfum og séð um aðföng en ef heimilið allt er í sóttkví mega vinir eða ættingjar ná í aðföng og skilja eftir við útidyr. Ef heimsending matvæla og annarra nauðsynja er í boði er hægt að nýta þá þjónustu.Aðstoð, upplýsingar og heilsufarseftirlit Sért þú í sóttkví getur þú haft samband við Hjálparsíma Rauða krossins 1717 eða netspjallið www.1717.is. Þar er hægt að óska eftir aðstoð, leita stuðnings, fá upplýsingar og ræða við einhvern í trúnaði. Hjálparsíminn er opinn allan sólarhringinn og númerið er gjaldfrjálst. Einstaklingur í sóttkví mælir líkamshita sinn daglega og skráir. Mælst er til að hann tilkynni öll veikindi í síma 1700 og fái hann einkenni COVID-19 ber honum að hafa samband símleiðis við síma Læknavaktarinnar 1700 eða við tengilið hjá sinni heilsugæslu og fylgja frekari fyrirmælum. Öndunarfæraeinkenni, sérstaklega hósti og andþyngsli , eru helstu fyrstu einkenni COVID-19 ásamt hita. Slappleiki og stoðkerfisverkir geta verið fyrstu einkenni, mögulega án hita, en eru einnig algeng með hita. Kvefeinkenni (nefrennsli o.þ.h.) eru minna áberandi við COVID-19 sýkingu en aðrar kórónaveirusýkingar í mönnum. Meltingareinkenni og hálssærindi eru ekki áberandi en útiloka ekki COVID-19. Verði einstaklingur í sóttkví fyrir bráðum veikindum og talin er þörf á sjúkrabíl skal upplýsa starfsmann hjá 112 um mögulega kórónuveirusýkingu. Sóttkví vegna COVID-19 eru 14 dagar frá síðustu mögulegu smitun eða þar til einkenni koma fram en ef einkenni koma fram og sýking er staðfest með sýnatöku skal fara eftir leiðbeiningum um einangrun í heimahúsi. Hér má finna upplýsingar um handþvott og sýkingavarnir fyrir almenning. Hér er að finna spurningar og svör varðandi kórónuveiruna og COVID-19.
Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Sjá meira