Erfiðara ef við hefðum ekki fengið Ísland Sindri Sverrisson skrifar 4. mars 2020 07:00 Gareth Southgate og Roberto Martínez, þjálfarar Englands og Belgíu, léttir í bragði eftir að dregið var í riðla Þjóðadeildarinnar í dag. vísir/getty Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, virtist nokkuð ánægður með þann riðil sem liðið leikur í í Þjóðadeild UEFA í fótbolta karla í haust.England dróst í gær í riðil með Íslandi, Danmörku og Belgíu. „Það er gaman að fá að mæta nýjum andstæðingum í alvöru leikjum. Við höfum mætt Króatíu og Sviss nokkuð oft undanfarið. Allir riðlarnir eru frekar erfiðir en það er gott að fá að mæta Belgíu sem er lið sem við höfum ekki mætt oft síðustu ár,“ sagði Southgate eftir dráttinn. Spyrill Sky Sports fullyrti svo að England hefði eiginlega ekki getað fengið erfiðari drátt, en Southgate benti þá á að úr 4. styrkleikaflokki hefði England getað fengið Króatíu eða Þýskaland, en fékk í staðinn Ísland. „Jú, við hefðum getað fengið erfiðari drátt. Það var þessi 4. flokkur með Króatíu og Þýskalandi innanborðs. Svona er Þjóðadeildin. Við áttum mjög góða keppni síðast og fundum hvað það var spennandi að spila stórleiki í stað þess að spila vináttulandsleiki á þessum tíma,“ sagði Southgate. Ísland tapaði báðum leikjum sínum gegn Belgíu í Þjóðadeildinni 2018 en meiðsli settu þá reyndar strik í reikninginn. Roberto Martínez, landsliðsþjálfari Belga, sagði við UEFA eftir dráttinn: „Ég held að þetta verði mjög spennandi riðill og að liðin taki stig hvert af öðru. Við mættum Íslandi í Þjóðadeildinni síðast svo við vitum hversu erfitt er að fara á þeirra heimavöll og ná í góð úrslit. Danmörku höfum við ekki mætt mjög, mjög lengi en nú mætum við þeim allt í einu í tveimur keppnum. Og Englendingum mættum við tvisvar á HM 2018. En núna verður þetta ekki á hlutlausum velli og það verður frábært fyrir okkar stuðningsmenn að fara á Wembley.“Leikirnir við Ísland gætu orðið spennandiPeter Möller, yfirmaður knattspyrnumála hjá danska knattspyrnusambandinu, er afar spenntur fyrir riðlinum sem Danir leika í, eftir að hafa komist upp úr B-deild 2018. Hann var sérstaklega spenntur fyrir því að mæta Englandi og Belgíu: „Ég held að það séu mjög margir, bæði leikmenn, þjálfarar, stuðningsmenn og bara allir sem fylgjast með fótbolta í Danmörku, sem hlakka til að fá svona stórþjóðir í heimsókn. Og svo verður mjög áhugavert að mæta norrænum vinum okkar frá Íslandi. Auðvitað eru England og Belgía tvo stórlið með mikla fótboltasögu. Það verður erfitt verkefni að mæta þeim. Og leikirnir við Ísland geta líka orðið jafnir og spennandi,“ sagði Möller við TV 2. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Ísland í riðli með Englandi, Danmörku og Belgíu Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verður í afar krefjandi en skemmtilegum riðli í Þjóðadeild UEFA í haust en dregið var í riðla í dag. Ísland mætir Englandi, Danmörku og Belgíu. 3. mars 2020 17:30 100% árangur gegn Englandi en aldrei unnið hin tvö Árangur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn andstæðingum liðsins í Þjóðadeildinni næsta haust er vægast sagt misgóður. 3. mars 2020 18:10 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Sjá meira
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, virtist nokkuð ánægður með þann riðil sem liðið leikur í í Þjóðadeild UEFA í fótbolta karla í haust.England dróst í gær í riðil með Íslandi, Danmörku og Belgíu. „Það er gaman að fá að mæta nýjum andstæðingum í alvöru leikjum. Við höfum mætt Króatíu og Sviss nokkuð oft undanfarið. Allir riðlarnir eru frekar erfiðir en það er gott að fá að mæta Belgíu sem er lið sem við höfum ekki mætt oft síðustu ár,“ sagði Southgate eftir dráttinn. Spyrill Sky Sports fullyrti svo að England hefði eiginlega ekki getað fengið erfiðari drátt, en Southgate benti þá á að úr 4. styrkleikaflokki hefði England getað fengið Króatíu eða Þýskaland, en fékk í staðinn Ísland. „Jú, við hefðum getað fengið erfiðari drátt. Það var þessi 4. flokkur með Króatíu og Þýskalandi innanborðs. Svona er Þjóðadeildin. Við áttum mjög góða keppni síðast og fundum hvað það var spennandi að spila stórleiki í stað þess að spila vináttulandsleiki á þessum tíma,“ sagði Southgate. Ísland tapaði báðum leikjum sínum gegn Belgíu í Þjóðadeildinni 2018 en meiðsli settu þá reyndar strik í reikninginn. Roberto Martínez, landsliðsþjálfari Belga, sagði við UEFA eftir dráttinn: „Ég held að þetta verði mjög spennandi riðill og að liðin taki stig hvert af öðru. Við mættum Íslandi í Þjóðadeildinni síðast svo við vitum hversu erfitt er að fara á þeirra heimavöll og ná í góð úrslit. Danmörku höfum við ekki mætt mjög, mjög lengi en nú mætum við þeim allt í einu í tveimur keppnum. Og Englendingum mættum við tvisvar á HM 2018. En núna verður þetta ekki á hlutlausum velli og það verður frábært fyrir okkar stuðningsmenn að fara á Wembley.“Leikirnir við Ísland gætu orðið spennandiPeter Möller, yfirmaður knattspyrnumála hjá danska knattspyrnusambandinu, er afar spenntur fyrir riðlinum sem Danir leika í, eftir að hafa komist upp úr B-deild 2018. Hann var sérstaklega spenntur fyrir því að mæta Englandi og Belgíu: „Ég held að það séu mjög margir, bæði leikmenn, þjálfarar, stuðningsmenn og bara allir sem fylgjast með fótbolta í Danmörku, sem hlakka til að fá svona stórþjóðir í heimsókn. Og svo verður mjög áhugavert að mæta norrænum vinum okkar frá Íslandi. Auðvitað eru England og Belgía tvo stórlið með mikla fótboltasögu. Það verður erfitt verkefni að mæta þeim. Og leikirnir við Ísland geta líka orðið jafnir og spennandi,“ sagði Möller við TV 2.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Ísland í riðli með Englandi, Danmörku og Belgíu Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verður í afar krefjandi en skemmtilegum riðli í Þjóðadeild UEFA í haust en dregið var í riðla í dag. Ísland mætir Englandi, Danmörku og Belgíu. 3. mars 2020 17:30 100% árangur gegn Englandi en aldrei unnið hin tvö Árangur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn andstæðingum liðsins í Þjóðadeildinni næsta haust er vægast sagt misgóður. 3. mars 2020 18:10 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Sjá meira
Ísland í riðli með Englandi, Danmörku og Belgíu Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verður í afar krefjandi en skemmtilegum riðli í Þjóðadeild UEFA í haust en dregið var í riðla í dag. Ísland mætir Englandi, Danmörku og Belgíu. 3. mars 2020 17:30
100% árangur gegn Englandi en aldrei unnið hin tvö Árangur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn andstæðingum liðsins í Þjóðadeildinni næsta haust er vægast sagt misgóður. 3. mars 2020 18:10