Átta hinna smituðu voru á skíðum í Ischgl í Austurríki Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. mars 2020 18:15 Frá skíðasvæðinu Ischgl í Austurríki. Átta af þeim 26 sem greinst hafa með kórónuveiruna hér á landi voru á skíðum á þessu svæði, hinir voru á Norður-Ítalíu. vísir/getty Átta af þeim 26 Íslendingum sem nú hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 voru á skíðum í Ischgl í Austurríki og komu heim á sunnudaginn með vél Icelandair í Munchen. Hinir átján höfðu verið á skíðum á Norður-Ítalíu. Fólkið sem greindist í dag var allt í heimasóttkví þegar það greindist. Um tvær erlendar hópsýkingar að ræða, það er að segja ekkert smit hefur komið innanlands. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir þó yfirvöld aðeins hugsi yfir því hversu margir Íslendingar hafa verið á skíðum á þessu sama svæði í Austurríki undanfarið. „Þetta er fólk sem er á eigin vegum þannig að við höfum ekki mynd af því hvort fleiri Íslendingar hafi verið á þessu svæði og komið heim núna um helgina,“ segir Víðir. Þá er ekki vitað hvort einhverjir Íslendingar séu í Ischgl. „Við höfum áhyggjur af því hvort það séu einhverjir þarna úti sem voru á ferð þarna og hafi engin tengsl við þessa einstaklinga, hafi komið heim og séu ekkert að tengja við umræðuna um kórónuveiruna. Þannig að ef það eru einstaklingar þarna úti sem hafa verið á þessu skíðasvæði og finna fyrir einhverjum einkennum þá mega þeir hringja í 1700,“ segir Víðir. Ef það séu síðan einhverjir Íslendingar núna á skíðum í Ischgl bendir Víðir þeim á að senda tölvupóst á almannavarnir@logreglan.is eða Facebook-skilaboð í gegnum síðu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og láta vita af sér. Þeir átta sem hafa greinst nú voru ekki á ferðalagi saman í Ischgl heldur voru þetta tveir hópar að sögn Víðis. Hóparnir voru á skíðum á sama tíma og á sama skíðasvæði en ekki öll á sama hóteli. Það séu hins vegar einhverjir veitingastaðir sem tengja hópana saman. „Þetta er fólk á skíðasvæði þannig að það er að matast á sömu veitingastöðum og svoleiðis,“ segir Víðir. Austurríki er ekki á lista yfir lönd þar sem smitáhætta er talin mikil líkt og Ítalía, Íran, Suður-Kórea og Kína. Aðspurður hvort íslensk yfirvöld geti sett Austurríki á slíkan lista segir Víðir sóttvarnalækni hafa fulla heimild til þess. „Það fer fram ákveðið hættumat. Þetta er unnið með ákveðnum hætti, það er kannaður fjöldi smitaðra, það er kannað hvernig staðan er og það er kannað hvort það séu augljósir snertifletir í þessu og annað slíkt. Þannig að það eru nokkur atriði sem þurfa að liggja að baki ákvörðuninni og það er bara hlutur sem við erum að skoða núna, hvort við eigum að grípa til einhverra sérstakra ráðstafana gagnvart þessu skíðasvæði. En stóri munurinn á milli Austurríkis og Ítalíu er að það er ekki faraldur í Austurríki,“ segir Víðir en bætir við að það sé áhyggjuefni að sjá svona klasa tilfella myndast á einum stað.Fréttin hefur verið uppfærð. Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Ekki eru öll kurl komin til grafar“ Forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) tók mið af COVID-19 þegar hann sagði á upplýsingafundi á dögunum að heimsbyggðin stæði frammi fyrir áður óþekktum kringumstæðum. 4. mars 2020 16:00 Hver hátíðin á eftir annarri blásin af vegna veirunnar Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta ársfundi Samorku, sem fram átti að fara í næstu viku. 4. mars 2020 16:05 Telur stjórnvöld draga lappirnar því þeir öldnu eru undir Baldur Hermannsson heldur því fram að yngra fólki þyki ekkert verra þó kvarnist úr hópi eldri borgara. 4. mars 2020 16:36 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira
Átta af þeim 26 Íslendingum sem nú hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 voru á skíðum í Ischgl í Austurríki og komu heim á sunnudaginn með vél Icelandair í Munchen. Hinir átján höfðu verið á skíðum á Norður-Ítalíu. Fólkið sem greindist í dag var allt í heimasóttkví þegar það greindist. Um tvær erlendar hópsýkingar að ræða, það er að segja ekkert smit hefur komið innanlands. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir þó yfirvöld aðeins hugsi yfir því hversu margir Íslendingar hafa verið á skíðum á þessu sama svæði í Austurríki undanfarið. „Þetta er fólk sem er á eigin vegum þannig að við höfum ekki mynd af því hvort fleiri Íslendingar hafi verið á þessu svæði og komið heim núna um helgina,“ segir Víðir. Þá er ekki vitað hvort einhverjir Íslendingar séu í Ischgl. „Við höfum áhyggjur af því hvort það séu einhverjir þarna úti sem voru á ferð þarna og hafi engin tengsl við þessa einstaklinga, hafi komið heim og séu ekkert að tengja við umræðuna um kórónuveiruna. Þannig að ef það eru einstaklingar þarna úti sem hafa verið á þessu skíðasvæði og finna fyrir einhverjum einkennum þá mega þeir hringja í 1700,“ segir Víðir. Ef það séu síðan einhverjir Íslendingar núna á skíðum í Ischgl bendir Víðir þeim á að senda tölvupóst á almannavarnir@logreglan.is eða Facebook-skilaboð í gegnum síðu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og láta vita af sér. Þeir átta sem hafa greinst nú voru ekki á ferðalagi saman í Ischgl heldur voru þetta tveir hópar að sögn Víðis. Hóparnir voru á skíðum á sama tíma og á sama skíðasvæði en ekki öll á sama hóteli. Það séu hins vegar einhverjir veitingastaðir sem tengja hópana saman. „Þetta er fólk á skíðasvæði þannig að það er að matast á sömu veitingastöðum og svoleiðis,“ segir Víðir. Austurríki er ekki á lista yfir lönd þar sem smitáhætta er talin mikil líkt og Ítalía, Íran, Suður-Kórea og Kína. Aðspurður hvort íslensk yfirvöld geti sett Austurríki á slíkan lista segir Víðir sóttvarnalækni hafa fulla heimild til þess. „Það fer fram ákveðið hættumat. Þetta er unnið með ákveðnum hætti, það er kannaður fjöldi smitaðra, það er kannað hvernig staðan er og það er kannað hvort það séu augljósir snertifletir í þessu og annað slíkt. Þannig að það eru nokkur atriði sem þurfa að liggja að baki ákvörðuninni og það er bara hlutur sem við erum að skoða núna, hvort við eigum að grípa til einhverra sérstakra ráðstafana gagnvart þessu skíðasvæði. En stóri munurinn á milli Austurríkis og Ítalíu er að það er ekki faraldur í Austurríki,“ segir Víðir en bætir við að það sé áhyggjuefni að sjá svona klasa tilfella myndast á einum stað.Fréttin hefur verið uppfærð.
Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Ekki eru öll kurl komin til grafar“ Forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) tók mið af COVID-19 þegar hann sagði á upplýsingafundi á dögunum að heimsbyggðin stæði frammi fyrir áður óþekktum kringumstæðum. 4. mars 2020 16:00 Hver hátíðin á eftir annarri blásin af vegna veirunnar Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta ársfundi Samorku, sem fram átti að fara í næstu viku. 4. mars 2020 16:05 Telur stjórnvöld draga lappirnar því þeir öldnu eru undir Baldur Hermannsson heldur því fram að yngra fólki þyki ekkert verra þó kvarnist úr hópi eldri borgara. 4. mars 2020 16:36 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira
„Ekki eru öll kurl komin til grafar“ Forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) tók mið af COVID-19 þegar hann sagði á upplýsingafundi á dögunum að heimsbyggðin stæði frammi fyrir áður óþekktum kringumstæðum. 4. mars 2020 16:00
Hver hátíðin á eftir annarri blásin af vegna veirunnar Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta ársfundi Samorku, sem fram átti að fara í næstu viku. 4. mars 2020 16:05
Telur stjórnvöld draga lappirnar því þeir öldnu eru undir Baldur Hermannsson heldur því fram að yngra fólki þyki ekkert verra þó kvarnist úr hópi eldri borgara. 4. mars 2020 16:36