Hrunamönnum fjölgar og fjölgar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. mars 2020 16:45 Fjölgun íbúa Hrunamannahrepps er mest á Flúðum og á svæðinu þar í kring. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Íbúum Hrunamannahrepps fjölgar hratt en þeim hefur fjölgað um 14 frá 1.desember síðastliðnum. Í febrúar fæddust fjögur börn í sveitarfélaginu og oddvitinn bindur mikla vonir um að nokkur ný börn fæðist eftir níu mánuði því það er hjónaball í sveitinni í kvöld. Síðustu ár hefur íbúum Hrunamannahrepps heldur verið að fækka en nú er öldin önnur, íbúum fjölgar og fjölgar, ekki síst á Flúðum og þar í kring. Eitt raðhús er nú í byggingu á Flúðum og svo verður byrjað á þremur nýjum raðhúsum á næstu viku. Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti er hæstánægð með íbúafjölgunina. „Já, það er gaman að segja frá því að það er söguleg íbúafjölgun í Hrunamannahreppi. Við erum orðin 828, sem er hellings fjölgun frá því á síðasta ári, þá vorum við ekki nema 786. Skemmtilegast í þessu er að það er hellingur af nýfæddum börnum en frá 1. desember hafa fæðst hjá okkur sex börn, þar af fjögur núna í febrúar og svo eitt í fyrradag“. En af hverju er Hrunamönnum að fjölga svona mikið? „Við búum í góðu samfélagi með góðar grunnstoðir, bæði leikskóla og grunnskóla sem eru frábærar stofnanir og svo er unga fólkið að snúa aftur heim“, segir Halldóra. Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps.EinkasafnHalldóra segir að næga atvinnu sé að hafa í sveitarfélaginu, allir geti fengið vinnu, sem vilja og nenna að vinna. Hún reiknar með enn frekari fjölgun íbúa, ekki síst í jólamánuðinum desember því það er hjónaball í félagsheimilinu á Flúðum í kvöld. „Við náttúrulega förum á hjónaball og skemmtum okkur heilmikið og eins og gerist á hjónaböllum þá fer fólk vonandi heim á rauðu skýi og vonandi sjáum við barnasprenginu níu mánuðum seinna þannig að við getum farið að sjá enn þá meiri fjölgun í sveitarfélaginu“, segir Halldóra hlægjandi um leið hún bætir því við að hún bindi miklar vonir við hjónaballið og bíði eftir eftir útkomunni eftir níu mánuði. Frjósemi Hrunamannahreppur Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Sjá meira
Íbúum Hrunamannahrepps fjölgar hratt en þeim hefur fjölgað um 14 frá 1.desember síðastliðnum. Í febrúar fæddust fjögur börn í sveitarfélaginu og oddvitinn bindur mikla vonir um að nokkur ný börn fæðist eftir níu mánuði því það er hjónaball í sveitinni í kvöld. Síðustu ár hefur íbúum Hrunamannahrepps heldur verið að fækka en nú er öldin önnur, íbúum fjölgar og fjölgar, ekki síst á Flúðum og þar í kring. Eitt raðhús er nú í byggingu á Flúðum og svo verður byrjað á þremur nýjum raðhúsum á næstu viku. Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti er hæstánægð með íbúafjölgunina. „Já, það er gaman að segja frá því að það er söguleg íbúafjölgun í Hrunamannahreppi. Við erum orðin 828, sem er hellings fjölgun frá því á síðasta ári, þá vorum við ekki nema 786. Skemmtilegast í þessu er að það er hellingur af nýfæddum börnum en frá 1. desember hafa fæðst hjá okkur sex börn, þar af fjögur núna í febrúar og svo eitt í fyrradag“. En af hverju er Hrunamönnum að fjölga svona mikið? „Við búum í góðu samfélagi með góðar grunnstoðir, bæði leikskóla og grunnskóla sem eru frábærar stofnanir og svo er unga fólkið að snúa aftur heim“, segir Halldóra. Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps.EinkasafnHalldóra segir að næga atvinnu sé að hafa í sveitarfélaginu, allir geti fengið vinnu, sem vilja og nenna að vinna. Hún reiknar með enn frekari fjölgun íbúa, ekki síst í jólamánuðinum desember því það er hjónaball í félagsheimilinu á Flúðum í kvöld. „Við náttúrulega förum á hjónaball og skemmtum okkur heilmikið og eins og gerist á hjónaböllum þá fer fólk vonandi heim á rauðu skýi og vonandi sjáum við barnasprenginu níu mánuðum seinna þannig að við getum farið að sjá enn þá meiri fjölgun í sveitarfélaginu“, segir Halldóra hlægjandi um leið hún bætir því við að hún bindi miklar vonir við hjónaballið og bíði eftir eftir útkomunni eftir níu mánuði.
Frjósemi Hrunamannahreppur Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Sjá meira