Segir Emil og Birki ekki fá neina sérmeðferð þegar kemur að sóttkví Arnar Geir Halldórsson skrifar 7. mars 2020 20:01 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn og öryggisstjóri KSÍ. vísir/skjáskot Íslensku landsliðsmennirnir Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson, sem báðir leika sem atvinnumenn á Ítalíu, þurfa að fara að koma sér til landsins ef þeir eiga að geta tekið þátt í umspilsleiknum mikilvæga gegn Rúmeníu í lok mánaðarins. Þetta segir Víðir Reynisson í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Víðir gegnir starfi öryggisstjóra KSÍ líkt og undanfarin ár en er einnig yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra og hefur því verið áberandi vegna fréttaflutnings af kórónaveirunni Covid-19 undanfarnar vikur. Það er einmitt vegna hennar sem þeir Emil og Birkir þyrftu að koma til landsins sem fyrst þar sem þeir þurfa að vera í 14 daga í sóttkví hér á landi áður en þeir geta tekið þátt í leiknum. Víðir segir í samtali við RÚV að knattspyrnumenn geti ekki hlotið neina sérmeðferð í þessari stöðu. Einnig var rætt við Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, þar sem fram kom að knattspyrnusambandið væri að skoða möguleikann á því að fá Birki og Emil fyrr til landsins. Hefur KSÍ verið í samskiptum við félög þeirra Emils og Birkis vegna þessa. „Já, við erum að þreifa fyrir okkur með það. En það er heldur ekkert kjörstaða að vera með landsliðsleikmann hálfan mánuð í sóttkví og ekki að æfa. Það eru svo sem engir góðir kostir í þessu en við erum að reyna að skoða hvað kemur til greina, bæði læknisfræðilega og þetta með sóttkvína. Svo er það spurningin hvort það breytist eitthvað staðan á Ítalíu.“ segir Klara í samtali við RÚV. Leikur Íslands og Rúmeníu fer fram á Laugardalsvelli þann 26.mars næstkomandi. EM 2020 í fótbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira
Íslensku landsliðsmennirnir Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson, sem báðir leika sem atvinnumenn á Ítalíu, þurfa að fara að koma sér til landsins ef þeir eiga að geta tekið þátt í umspilsleiknum mikilvæga gegn Rúmeníu í lok mánaðarins. Þetta segir Víðir Reynisson í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Víðir gegnir starfi öryggisstjóra KSÍ líkt og undanfarin ár en er einnig yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra og hefur því verið áberandi vegna fréttaflutnings af kórónaveirunni Covid-19 undanfarnar vikur. Það er einmitt vegna hennar sem þeir Emil og Birkir þyrftu að koma til landsins sem fyrst þar sem þeir þurfa að vera í 14 daga í sóttkví hér á landi áður en þeir geta tekið þátt í leiknum. Víðir segir í samtali við RÚV að knattspyrnumenn geti ekki hlotið neina sérmeðferð í þessari stöðu. Einnig var rætt við Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, þar sem fram kom að knattspyrnusambandið væri að skoða möguleikann á því að fá Birki og Emil fyrr til landsins. Hefur KSÍ verið í samskiptum við félög þeirra Emils og Birkis vegna þessa. „Já, við erum að þreifa fyrir okkur með það. En það er heldur ekkert kjörstaða að vera með landsliðsleikmann hálfan mánuð í sóttkví og ekki að æfa. Það eru svo sem engir góðir kostir í þessu en við erum að reyna að skoða hvað kemur til greina, bæði læknisfræðilega og þetta með sóttkvína. Svo er það spurningin hvort það breytist eitthvað staðan á Ítalíu.“ segir Klara í samtali við RÚV. Leikur Íslands og Rúmeníu fer fram á Laugardalsvelli þann 26.mars næstkomandi.
EM 2020 í fótbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira