Verkfall Eflingar í nokkrum sveitarfélögum hefst á hádegi Margrét Helga Erlingsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 9. mars 2020 09:21 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, mætir til samningafundar hjá ríkissáttasemjara á föstudag. vísir/vilhelm Verkfall rúmlega 270 félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og sveitarfélaginu Ölfusi hefst klukkan 12 á hádegi. Um er að ræða ótímabundið verkfall en starfsmennirnir heyra undir samning Eflingar við Samband íslenskra sveitarfélaga. Starfa þeir flestir við umönnun og viðhald hjá Kópavogsbæ og Seltjarnarnesbæ að því er segir á vef Eflingar. Efling boðar þá sem fara í verkfall á hádegi til fundar klukkan 12:30 í safnaðarheimili Digraneskirkju við Digranesveg 82 í Kópavogi. Þegar fréttastofa náði tali af Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, var hún önnum kafin í vinnu og vildi lítið tjá sig um gang viðræðna við Reykjavíkurborg en eins og fram hefur komið var fundi frestað um þrjú leytið í nótt og verður honum fram haldið eftir hádegi. Hún segir að Efling geri sömu kröfu um leiðréttingu lægstu launa og haldið er til streitu gagnvart Reykjavíkurborg. Sömu efnahagslegu lögmál séu sannarlega uppi í hinum sveitarfélögunum. Samningurinn er óháður Reykjavíkurborg og í sjálfstæðu viðræðuferli en félagsmenn Eflingar sem starfa hjá borginni eru enn í ótímabundnu verkfalli. Það hófst á miðnætti þann 17. febrúar síðastliðinn. Fundað var í þeirri deilu fram á nótt og boðað hefur verið til nýs fundar klukkan 13 í dag í húsakynnum ríkissáttasemjara. Samkvæmt dagatali á vef sáttasemjara hefur hins vegar ekki verið boðað til fundar hjá Eflingu og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga. Síðasti fundur í þeirri deilu var á föstudag samkvæmt dagatali sáttasemjara. Öllum verkfallsaðgerðum um 15 þúsund félagsmanna BSRB sem byrjuðu eða áttu að byrja á miðnætti var hefur verið aflýst. Hver kjarasamningurinn á fætur öðrum var undirritaður í nótt og í morgun og var skrifað undir síðasta samninginn, á milli Sjúkraliðafélags Íslands og ríkisins, skömmu fyrir klukkan átta.Fréttin var uppfærð klukkan 10:24 eftir að fréttastofa hafði náð tali af formanni Eflingar. Hveragerði Kjaramál Kópavogur Mosfellsbær Seltjarnarnes Verkföll 2020 Ölfus Tengdar fréttir Öll félög Starfsgreinasambandsins nema Efling hafa lokið öllum samningum Öll verkalýðsfélög innan Starfsgreinasambandsins að Eflingu undanskilinni hafa lokið samningum sínum við ríki, sveitarfélög og á almennum vinnumarkaði. Vonir eru bundnar við að stórum áfanga verði náð í samningum BSRB við ríki og sveitarfélög í kvöld. 6. mars 2020 20:30 Samúðarverkfall Eflingar dæmt ólögmætt Félagsdómur hefur dæmt samúðarverkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá einkareknum skólum ólögmætt. Verkfallið átti að hefjast á hádegi næstkomandi mánudag, 9. mars. 5. mars 2020 18:18 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Sjá meira
Verkfall rúmlega 270 félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og sveitarfélaginu Ölfusi hefst klukkan 12 á hádegi. Um er að ræða ótímabundið verkfall en starfsmennirnir heyra undir samning Eflingar við Samband íslenskra sveitarfélaga. Starfa þeir flestir við umönnun og viðhald hjá Kópavogsbæ og Seltjarnarnesbæ að því er segir á vef Eflingar. Efling boðar þá sem fara í verkfall á hádegi til fundar klukkan 12:30 í safnaðarheimili Digraneskirkju við Digranesveg 82 í Kópavogi. Þegar fréttastofa náði tali af Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, var hún önnum kafin í vinnu og vildi lítið tjá sig um gang viðræðna við Reykjavíkurborg en eins og fram hefur komið var fundi frestað um þrjú leytið í nótt og verður honum fram haldið eftir hádegi. Hún segir að Efling geri sömu kröfu um leiðréttingu lægstu launa og haldið er til streitu gagnvart Reykjavíkurborg. Sömu efnahagslegu lögmál séu sannarlega uppi í hinum sveitarfélögunum. Samningurinn er óháður Reykjavíkurborg og í sjálfstæðu viðræðuferli en félagsmenn Eflingar sem starfa hjá borginni eru enn í ótímabundnu verkfalli. Það hófst á miðnætti þann 17. febrúar síðastliðinn. Fundað var í þeirri deilu fram á nótt og boðað hefur verið til nýs fundar klukkan 13 í dag í húsakynnum ríkissáttasemjara. Samkvæmt dagatali á vef sáttasemjara hefur hins vegar ekki verið boðað til fundar hjá Eflingu og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga. Síðasti fundur í þeirri deilu var á föstudag samkvæmt dagatali sáttasemjara. Öllum verkfallsaðgerðum um 15 þúsund félagsmanna BSRB sem byrjuðu eða áttu að byrja á miðnætti var hefur verið aflýst. Hver kjarasamningurinn á fætur öðrum var undirritaður í nótt og í morgun og var skrifað undir síðasta samninginn, á milli Sjúkraliðafélags Íslands og ríkisins, skömmu fyrir klukkan átta.Fréttin var uppfærð klukkan 10:24 eftir að fréttastofa hafði náð tali af formanni Eflingar.
Hveragerði Kjaramál Kópavogur Mosfellsbær Seltjarnarnes Verkföll 2020 Ölfus Tengdar fréttir Öll félög Starfsgreinasambandsins nema Efling hafa lokið öllum samningum Öll verkalýðsfélög innan Starfsgreinasambandsins að Eflingu undanskilinni hafa lokið samningum sínum við ríki, sveitarfélög og á almennum vinnumarkaði. Vonir eru bundnar við að stórum áfanga verði náð í samningum BSRB við ríki og sveitarfélög í kvöld. 6. mars 2020 20:30 Samúðarverkfall Eflingar dæmt ólögmætt Félagsdómur hefur dæmt samúðarverkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá einkareknum skólum ólögmætt. Verkfallið átti að hefjast á hádegi næstkomandi mánudag, 9. mars. 5. mars 2020 18:18 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Sjá meira
Öll félög Starfsgreinasambandsins nema Efling hafa lokið öllum samningum Öll verkalýðsfélög innan Starfsgreinasambandsins að Eflingu undanskilinni hafa lokið samningum sínum við ríki, sveitarfélög og á almennum vinnumarkaði. Vonir eru bundnar við að stórum áfanga verði náð í samningum BSRB við ríki og sveitarfélög í kvöld. 6. mars 2020 20:30
Samúðarverkfall Eflingar dæmt ólögmætt Félagsdómur hefur dæmt samúðarverkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá einkareknum skólum ólögmætt. Verkfallið átti að hefjast á hádegi næstkomandi mánudag, 9. mars. 5. mars 2020 18:18