Arion banki krefur birgja um aðgerðir í loftslagsmálum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. febrúar 2020 11:45 Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka. Arion banki Bankastjóri Arion banka segir það stefnu bankans að krefja birgja um að taka mið af umhverfis- og loftslagsáhrifum í sinni starfsemi. Þetta kemur fram í ávarpi Benedikts Gíslasonar bankastjóra í ársskýrslu bankans. Félög sem bankinn er með í söluferli hafi haft neikvæð á áhrif á afkomu ársins sem var 1,1 milljarður. Unnið verði að því á árinu að leiða söluferli félaganna til lykta. Á árinu 2020 ætlar bankinn, að sögn Benedikts, að meta lánasafn bankans út frá grænum viðmiðum og setja bankanum markmið í þeim efnum. „Við munum í auknum mæli beina sjónum okkar að fjármögnun verkefna sem snúa að sjálfbærri þróun og grænni innviðauppbyggingu. Að auki munum við í mati á okkar birgjum gera þá kröfu til þeirra að þeir taki mið af umhverfis- og loftslagsáhrifum í sinni starfsemi,“ segir Benedikt. „Við gerum okkur grein fyrir því að það er engin ein einföld lausn á loftlagsvánni. Það er hins vegar ljóst að ráðast þarf í miklar fjárfestingar í grænni innviðauppbyggingu og slíkar fjárfestingar eins og aðrar verða að skila þeim sem leggja til fjármagnið ásættanlegum arði,“ segir Benedikt. Samvinna stjórnvalda, fyrirtækja, háskóla, frumkvöðla og fjármálafyrirtækja um heim allan sé sá grundvöllur sem byggja þurfi á. „Á árinu undirgekkst bankinn meginreglur Sameinuðu þjóðanna um ábyrga bankastarfsemi ásamt um 130 öðrum bönkum frá ýmsum löndum. Meginreglurnar fela í sér ríka áherslu á loftslagsmál og grundvallast á virku samstarfi banka sem við bindum miklar vonir við.“ Íslenskir bankar Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Gleðjast saman í skugga hópuppsagnar Þremur mánuðum eftir að hafa ráðist í stærstu einstöku hópuppsögn í bankakerfinu frá því í hruninu blæs Arion banki til heljarinnar veislu. 16. janúar 2020 09:00 Arion banki tekur á sig átta milljarða högg Neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu á afkomu Arion banka á fjórða ársfjórðungi 2019 mun nema um 8 milljörðum króna, að teknu tilliti til skatta. 23. janúar 2020 22:00 Telja Arion banka hafa brotið lög um hópuppsagnir Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) hafa sent inn kvörtun til eftirlitsstofnunar EFTA vegna það sem samtökin telja vera brotalamir á framkvæmd hópuppsagna á Íslandi. 10. febrúar 2020 14:28 Fylgitungl Arion banka til vandræða Virði Valitors og sílikonverksmiðjunnar í Helguvík var fært niður um tæpan helming í bókum Arion banka í gær. Höggið á afkomu bankans nemur átta milljörðum króna. 24. janúar 2020 14:30 Arion banki hagnaðist um 1,1 milljarð í fyrra en 7,8 milljarða árið áður Tap Arion banka á síðasta ársfjórðungi ársins 2019 nam tæpum 2,8 milljörðum króna. 12. febrúar 2020 20:24 Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Bankastjóri Arion banka segir það stefnu bankans að krefja birgja um að taka mið af umhverfis- og loftslagsáhrifum í sinni starfsemi. Þetta kemur fram í ávarpi Benedikts Gíslasonar bankastjóra í ársskýrslu bankans. Félög sem bankinn er með í söluferli hafi haft neikvæð á áhrif á afkomu ársins sem var 1,1 milljarður. Unnið verði að því á árinu að leiða söluferli félaganna til lykta. Á árinu 2020 ætlar bankinn, að sögn Benedikts, að meta lánasafn bankans út frá grænum viðmiðum og setja bankanum markmið í þeim efnum. „Við munum í auknum mæli beina sjónum okkar að fjármögnun verkefna sem snúa að sjálfbærri þróun og grænni innviðauppbyggingu. Að auki munum við í mati á okkar birgjum gera þá kröfu til þeirra að þeir taki mið af umhverfis- og loftslagsáhrifum í sinni starfsemi,“ segir Benedikt. „Við gerum okkur grein fyrir því að það er engin ein einföld lausn á loftlagsvánni. Það er hins vegar ljóst að ráðast þarf í miklar fjárfestingar í grænni innviðauppbyggingu og slíkar fjárfestingar eins og aðrar verða að skila þeim sem leggja til fjármagnið ásættanlegum arði,“ segir Benedikt. Samvinna stjórnvalda, fyrirtækja, háskóla, frumkvöðla og fjármálafyrirtækja um heim allan sé sá grundvöllur sem byggja þurfi á. „Á árinu undirgekkst bankinn meginreglur Sameinuðu þjóðanna um ábyrga bankastarfsemi ásamt um 130 öðrum bönkum frá ýmsum löndum. Meginreglurnar fela í sér ríka áherslu á loftslagsmál og grundvallast á virku samstarfi banka sem við bindum miklar vonir við.“
Íslenskir bankar Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Gleðjast saman í skugga hópuppsagnar Þremur mánuðum eftir að hafa ráðist í stærstu einstöku hópuppsögn í bankakerfinu frá því í hruninu blæs Arion banki til heljarinnar veislu. 16. janúar 2020 09:00 Arion banki tekur á sig átta milljarða högg Neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu á afkomu Arion banka á fjórða ársfjórðungi 2019 mun nema um 8 milljörðum króna, að teknu tilliti til skatta. 23. janúar 2020 22:00 Telja Arion banka hafa brotið lög um hópuppsagnir Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) hafa sent inn kvörtun til eftirlitsstofnunar EFTA vegna það sem samtökin telja vera brotalamir á framkvæmd hópuppsagna á Íslandi. 10. febrúar 2020 14:28 Fylgitungl Arion banka til vandræða Virði Valitors og sílikonverksmiðjunnar í Helguvík var fært niður um tæpan helming í bókum Arion banka í gær. Höggið á afkomu bankans nemur átta milljörðum króna. 24. janúar 2020 14:30 Arion banki hagnaðist um 1,1 milljarð í fyrra en 7,8 milljarða árið áður Tap Arion banka á síðasta ársfjórðungi ársins 2019 nam tæpum 2,8 milljörðum króna. 12. febrúar 2020 20:24 Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Gleðjast saman í skugga hópuppsagnar Þremur mánuðum eftir að hafa ráðist í stærstu einstöku hópuppsögn í bankakerfinu frá því í hruninu blæs Arion banki til heljarinnar veislu. 16. janúar 2020 09:00
Arion banki tekur á sig átta milljarða högg Neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu á afkomu Arion banka á fjórða ársfjórðungi 2019 mun nema um 8 milljörðum króna, að teknu tilliti til skatta. 23. janúar 2020 22:00
Telja Arion banka hafa brotið lög um hópuppsagnir Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) hafa sent inn kvörtun til eftirlitsstofnunar EFTA vegna það sem samtökin telja vera brotalamir á framkvæmd hópuppsagna á Íslandi. 10. febrúar 2020 14:28
Fylgitungl Arion banka til vandræða Virði Valitors og sílikonverksmiðjunnar í Helguvík var fært niður um tæpan helming í bókum Arion banka í gær. Höggið á afkomu bankans nemur átta milljörðum króna. 24. janúar 2020 14:30
Arion banki hagnaðist um 1,1 milljarð í fyrra en 7,8 milljarða árið áður Tap Arion banka á síðasta ársfjórðungi ársins 2019 nam tæpum 2,8 milljörðum króna. 12. febrúar 2020 20:24