Allir starfsmenn sem sinna þrifum í verkfalli: Staðan á salernum slæm Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. febrúar 2020 21:30 Allir sex sem sinna þrifum í Réttarholtsskóla eru í Eflingu og hefur verkfallið því mikil áhrif á skólastarf. Víða í skólanum er farið að sjá að ekki hafi verið þrifið lengi til dæmis á salernum. Vísir/Egill Réttarholtsskóla var lokað í dag þar sem ekki hefur tekist að þrífa skólans vegna verkfalls Eflingar og óvíst hvenær nemendur geta mætt aftur. „Ástandið er ekki gott. Við þurftum að loka skólanum í dag. Hér eru starfandi sex starfsmenn sem eru innan Eflinga og eru í verkfalli þeir sjá um öll þrif á skólanum. Þannig að eftir þrjá daga með 450 manns í húsi þá fer staðurinn að láta á sjá. Þannig að við töldum best að loka í dag,“ segir Margrét Sigfúsdóttir skólastjóri í Réttarholtsskóla. Hún segir mest mæða á salernum þar sem staðan sé slæm og á matsalnum. Margrét Sigfúsdóttir skólastjóri í Réttarholtsskóla segir óvíst hvenær nemendur komast aftur í skólann.Vísir/Egill Margrét er sú eina í skólanum sem má ganga í störf Eflingarfólks í verkfalli. Hún hefur hingað til séð um að taka til í matsalnum. „Þannig ég hef staðið vaktina í hádeginu og gengið frá eftir hádegismat,“ segir Margrét. Áhrifa verkfallsins gætir í fleiri skólum þar sem mörg börn hafa þurft að koma með nesti síðustu daga. Þá er misjafnt hversu vel gengur að halda skólunum hreinum þar sem Eflingarfólk sér um þrif í mörgum þeirra. Í Grandaskóla hefur aðeins tekist að halda hluta skólans í horfinu og því er bara hægt að taka á móti hluta nemenda á morgun og næstu daga. Fleiri skólar sjá fram á að þurfa að fara sömu leið ef ekki tekst að leysa kjaradeiluna á næstunni og skerða skólastarf. Margrét segir óvíst hvenær nemendur geta mætt aftur í skólann. „Við munum upplýsa foreldra á morgun hver endanleg niðurstaða verður með næstu viku en það er svona í burðarliðnum að bjóða 10. bekk upp á kennslu hér bóklega. Allavega þrjá daga í næstu viku og hugsanlega eitthvað 9. bekk og svo einhverskonar fjarnám,“ segir Margrét. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Réttarholtsskóla var lokað í dag þar sem ekki hefur tekist að þrífa skólans vegna verkfalls Eflingar og óvíst hvenær nemendur geta mætt aftur. „Ástandið er ekki gott. Við þurftum að loka skólanum í dag. Hér eru starfandi sex starfsmenn sem eru innan Eflinga og eru í verkfalli þeir sjá um öll þrif á skólanum. Þannig að eftir þrjá daga með 450 manns í húsi þá fer staðurinn að láta á sjá. Þannig að við töldum best að loka í dag,“ segir Margrét Sigfúsdóttir skólastjóri í Réttarholtsskóla. Hún segir mest mæða á salernum þar sem staðan sé slæm og á matsalnum. Margrét Sigfúsdóttir skólastjóri í Réttarholtsskóla segir óvíst hvenær nemendur komast aftur í skólann.Vísir/Egill Margrét er sú eina í skólanum sem má ganga í störf Eflingarfólks í verkfalli. Hún hefur hingað til séð um að taka til í matsalnum. „Þannig ég hef staðið vaktina í hádeginu og gengið frá eftir hádegismat,“ segir Margrét. Áhrifa verkfallsins gætir í fleiri skólum þar sem mörg börn hafa þurft að koma með nesti síðustu daga. Þá er misjafnt hversu vel gengur að halda skólunum hreinum þar sem Eflingarfólk sér um þrif í mörgum þeirra. Í Grandaskóla hefur aðeins tekist að halda hluta skólans í horfinu og því er bara hægt að taka á móti hluta nemenda á morgun og næstu daga. Fleiri skólar sjá fram á að þurfa að fara sömu leið ef ekki tekst að leysa kjaradeiluna á næstunni og skerða skólastarf. Margrét segir óvíst hvenær nemendur geta mætt aftur í skólann. „Við munum upplýsa foreldra á morgun hver endanleg niðurstaða verður með næstu viku en það er svona í burðarliðnum að bjóða 10. bekk upp á kennslu hér bóklega. Allavega þrjá daga í næstu viku og hugsanlega eitthvað 9. bekk og svo einhverskonar fjarnám,“ segir Margrét.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira