Tvennum sögum fer af sýkingum í Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 21. febrúar 2020 10:04 Ríkisstarfsmenn að spreyja sótthreinsandi efni. AP/KCNA Tvennum sögum fer af því hvort Covid-19 kórónaveiran hafi stungið upp kollinum í Norður-Kóreu. Fjölmiðlar í Suður-Kóreu segja fréttir af því að verið sé að hylma yfir smit og jafnvel dauðsföll í einræðisríkinu en þar í landi segja yfirvöld engan hafa smitast. Jafnvel þó veiran hafi fyrst birst í Kína og minnst 204 séu sýktir í Suður-Kóreu en fjöldi þeirra tók mikið stökk í dag. Landamærum Norður-Kóreu og Kína hefur verið lokað og hafa útlendingar verið settir í sóttkví í langan tíma. Fjölmiðlar í Suður-Kóreu hafa haldið því fram að yfirvöld nágranna þeirra í norðri hafi hylmt yfir fjölda smita og jafnvel dauðsfalla þar í landi. Ríkið þykir ekki vel í stakk búið til að takast á við útbreiðslu veirunnar þar sem það býr ekki yfir búnaði til að greina né hlúa að fólki. Þar að auki búi ríkið ekki yfir nægjanlegum birgðum lyfja né þekkingu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segist þó ekki sitja á neinum vísbendingum um að íbúar Norður-Kóreu hafi smitast af veirunni. Í frétt á vef KCNA, ríkismiðils Norður-Kóreu, segir að farið hafi verið í umfangsmikið fræðsluátak vegna veirunnar og að meðal annars séu heilbrigðisleiðbeiningar spilaðar í hátölurum á götum borga og bæja landsins. Sérstakir bílar sem útbúnir eru stórum hátölurum aki um landið og dreifi skilaboðunum þannig. Allir útlendingar í Norður-Kóreu hafa verið settir í sóttkví til fyrsta mars. Washington Post vitnar í rússneskan ríkismiðil sem hefur fetir Alexander Matsegora, sendiherra Rússlands í Norður-Kóreu, að erindrekar Rússlands þar séu svo gott sem í stofufangelsi. Norður-Kórea Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Geta læknað unglingaveikina Erlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Fleiri fréttir Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Sjá meira
Tvennum sögum fer af því hvort Covid-19 kórónaveiran hafi stungið upp kollinum í Norður-Kóreu. Fjölmiðlar í Suður-Kóreu segja fréttir af því að verið sé að hylma yfir smit og jafnvel dauðsföll í einræðisríkinu en þar í landi segja yfirvöld engan hafa smitast. Jafnvel þó veiran hafi fyrst birst í Kína og minnst 204 séu sýktir í Suður-Kóreu en fjöldi þeirra tók mikið stökk í dag. Landamærum Norður-Kóreu og Kína hefur verið lokað og hafa útlendingar verið settir í sóttkví í langan tíma. Fjölmiðlar í Suður-Kóreu hafa haldið því fram að yfirvöld nágranna þeirra í norðri hafi hylmt yfir fjölda smita og jafnvel dauðsfalla þar í landi. Ríkið þykir ekki vel í stakk búið til að takast á við útbreiðslu veirunnar þar sem það býr ekki yfir búnaði til að greina né hlúa að fólki. Þar að auki búi ríkið ekki yfir nægjanlegum birgðum lyfja né þekkingu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segist þó ekki sitja á neinum vísbendingum um að íbúar Norður-Kóreu hafi smitast af veirunni. Í frétt á vef KCNA, ríkismiðils Norður-Kóreu, segir að farið hafi verið í umfangsmikið fræðsluátak vegna veirunnar og að meðal annars séu heilbrigðisleiðbeiningar spilaðar í hátölurum á götum borga og bæja landsins. Sérstakir bílar sem útbúnir eru stórum hátölurum aki um landið og dreifi skilaboðunum þannig. Allir útlendingar í Norður-Kóreu hafa verið settir í sóttkví til fyrsta mars. Washington Post vitnar í rússneskan ríkismiðil sem hefur fetir Alexander Matsegora, sendiherra Rússlands í Norður-Kóreu, að erindrekar Rússlands þar séu svo gott sem í stofufangelsi.
Norður-Kórea Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Geta læknað unglingaveikina Erlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Fleiri fréttir Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Sjá meira