Hin meinta haglabyssa var í raun ryksugurör Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. febrúar 2020 11:23 Eðlilega var versluninni lokað eftir tilraunina til ránsins. Miklar skemmdir voru unnar á innanstokksmunum. Vísir/Egill Georg Viðar Hannah, úrsmíðameistari við Hafnargötu í Reykjanesbæ, greip til ryksugurörs þegar karlmaður í annarlegu ástandi réðst inn í verslun sem hann rekur ásamt syni sínum í bænum. Georg Viðar var á staðnum ásamt tveimur til viðbótar en karlmaðurinn sem mætti með látum inn í verslunina var vopnaður öxi. Vísir hafði eftir heimildum sínum í gærkvöldi að haglabyssa hefði komið sér vel þegar árásarmaðurinn braut og bramlaði í versluninni. Það reyndist ekki rétt. Georg Viðar útskýrir að hann hafi gripið til ryksugurörs, sem sé líklega rúmur metri að lengd, til að halda manninum frá. „Það var það skásta til að halda honum frá sér. Það er orðið að Nilfisk-haglabyssu,“ segir Georg Viðar. Maðurinn hafi haldið þeim frá og viljað frið. „Hann lamdi bara endalaust með öxinni í allt. Þetta var rosalegt. Við gátum ekkert farið nær honum því hann hélt þá exinni í áttina að okkur,“ segir Georg Viðar. Versluninni var lokað í gær að lokinni árásinni en nóg var að gera í versluninni, sem starfrækt hefur verið í 52 ár, þegar Georg Viðar gaf sér örlítinn tíma til að útskýra atburðarásina fyrir blaðamanni áður en hann var rokinn til að sinna viðskiptavinum. „Sem betur fer þá meiddist enginn og maðurinn náðist fljótlega eftir að þetta gerðist en það urðu talsvert miklar skemmdir í versluninni,“ sagði Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri við fréttastofu í gær. Sveinbjörn Halldórsson, lögreglufulltrúi á Suðurnesjum, segir í samtali við Vísi að maðurinn sé enn í haldi lögreglu. Of snemmt sé að segja til um hvort farið verði fram á gæsluvarðhald. Maðurinn sé í „viðeigandi meðferð“. Lögreglumál Reykjanesbær Tengdar fréttir Vörðust vopnaða manninum með ryksuguröri Viðskiptavinur á leið frá úrsmiðnum sá vopnaðan mann á leið inn og gerði lögreglu viðvart. 20. febrúar 2020 22:46 Vopnað rán hjá úrsmið í Reykjanesbæ Vopnað rán var framið í verslun í Reykjanesbæ í dag. 20. febrúar 2020 13:10 Mikið tjón á innanstokksmunum eftir vopnað rán Mikið tjón varð á innanstokksmunum eftir tilraun til vopnaðs ráns hjá úrsmið í Keflavík í dag. Glerborð sem hafa skartgripi til sýnis eru mölbrotin eftir að ungur karlmaður hjó í þau með öxi. Engan sakaði en starfsfólk kom sér strax í skjól. 20. febrúar 2020 19:00 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Sjá meira
Georg Viðar Hannah, úrsmíðameistari við Hafnargötu í Reykjanesbæ, greip til ryksugurörs þegar karlmaður í annarlegu ástandi réðst inn í verslun sem hann rekur ásamt syni sínum í bænum. Georg Viðar var á staðnum ásamt tveimur til viðbótar en karlmaðurinn sem mætti með látum inn í verslunina var vopnaður öxi. Vísir hafði eftir heimildum sínum í gærkvöldi að haglabyssa hefði komið sér vel þegar árásarmaðurinn braut og bramlaði í versluninni. Það reyndist ekki rétt. Georg Viðar útskýrir að hann hafi gripið til ryksugurörs, sem sé líklega rúmur metri að lengd, til að halda manninum frá. „Það var það skásta til að halda honum frá sér. Það er orðið að Nilfisk-haglabyssu,“ segir Georg Viðar. Maðurinn hafi haldið þeim frá og viljað frið. „Hann lamdi bara endalaust með öxinni í allt. Þetta var rosalegt. Við gátum ekkert farið nær honum því hann hélt þá exinni í áttina að okkur,“ segir Georg Viðar. Versluninni var lokað í gær að lokinni árásinni en nóg var að gera í versluninni, sem starfrækt hefur verið í 52 ár, þegar Georg Viðar gaf sér örlítinn tíma til að útskýra atburðarásina fyrir blaðamanni áður en hann var rokinn til að sinna viðskiptavinum. „Sem betur fer þá meiddist enginn og maðurinn náðist fljótlega eftir að þetta gerðist en það urðu talsvert miklar skemmdir í versluninni,“ sagði Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri við fréttastofu í gær. Sveinbjörn Halldórsson, lögreglufulltrúi á Suðurnesjum, segir í samtali við Vísi að maðurinn sé enn í haldi lögreglu. Of snemmt sé að segja til um hvort farið verði fram á gæsluvarðhald. Maðurinn sé í „viðeigandi meðferð“.
Lögreglumál Reykjanesbær Tengdar fréttir Vörðust vopnaða manninum með ryksuguröri Viðskiptavinur á leið frá úrsmiðnum sá vopnaðan mann á leið inn og gerði lögreglu viðvart. 20. febrúar 2020 22:46 Vopnað rán hjá úrsmið í Reykjanesbæ Vopnað rán var framið í verslun í Reykjanesbæ í dag. 20. febrúar 2020 13:10 Mikið tjón á innanstokksmunum eftir vopnað rán Mikið tjón varð á innanstokksmunum eftir tilraun til vopnaðs ráns hjá úrsmið í Keflavík í dag. Glerborð sem hafa skartgripi til sýnis eru mölbrotin eftir að ungur karlmaður hjó í þau með öxi. Engan sakaði en starfsfólk kom sér strax í skjól. 20. febrúar 2020 19:00 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Sjá meira
Vörðust vopnaða manninum með ryksuguröri Viðskiptavinur á leið frá úrsmiðnum sá vopnaðan mann á leið inn og gerði lögreglu viðvart. 20. febrúar 2020 22:46
Vopnað rán hjá úrsmið í Reykjanesbæ Vopnað rán var framið í verslun í Reykjanesbæ í dag. 20. febrúar 2020 13:10
Mikið tjón á innanstokksmunum eftir vopnað rán Mikið tjón varð á innanstokksmunum eftir tilraun til vopnaðs ráns hjá úrsmið í Keflavík í dag. Glerborð sem hafa skartgripi til sýnis eru mölbrotin eftir að ungur karlmaður hjó í þau með öxi. Engan sakaði en starfsfólk kom sér strax í skjól. 20. febrúar 2020 19:00