Jafnrétti í brennidepli Drífa Snædal skrifar 21. febrúar 2020 15:51 Það vakti mikla athygli þegar trúnaðarmenn Eflingar sem nú eru í verkfalli létu í sér heyra við upphaf jafnréttisþings en það var líka svo vel við hæfi. Kjarabarátta Eflingarfólks er jafnréttisbarátta, að störf kvenna verði raunverulega metin til launa eins og rætt hefur verið og ritað í áratugi. Það er ólseig hugmynd að við búum í stéttlausu samfélagi en sú hugmynd getur aðeins þrifist ef kastljósinu er aldrei beint að þeim sem hafa það verst og staðfesta stéttskiptinguna. Og stéttaskipting er kynjuð. Ég naut þess að taka þátt í einum þætti jafnréttisþings þar sem rætt var um framtíð vinnumarkaðarins og loftslagsbreytingar. Umönnunarstörf eru störf sem munu sennilega lifa af allar tæknibreytingar því ekkert kemur í staðinn fyrir mannleg samskipti og umönnun. Það er því mikilvægt, ekki bara í dag heldur fyrir ókomna tíð, að við viðurkennum kvennastörf sem alvöru störf sem hægt er að byggja afkomu sína á. Vinnumarkaðurinn mun breytast mikið í framtíðinni og það geta verið mjög sársaukafullar breytingar. Á Spáni er undið ofan af kolavinnslu með þeim afleiðingum að þúsundir kolanámumanna missa vinnuna. Í Noregi hefur dregið verulega úr olíuiðnaðinum og vel launuðu karlastörfunum fækkar að sama skapi. Í báðum þessum tilvikum er aðkoma verkalýðshreyfingarinnar í að dempa áfallið bráðnauðsynlegt fyrir afkomu þeirra sem missa vinnuna. Hreyfingin í hvoru landi fyrir sig samdi við stjórnvöld um liðsinni við endurmenntun, uppbyggingu nýs starfsvettvangs og í tilviki kolanámumannanna, möguleikann á að komast fyrr á eftirlaun. Þessi hugmyndafræði heitir sanngjörn umskipti og er mál málanna úti í heimi í þeim breytingum sem nú eiga sér stað. Hér á landi er umræðan að hefjast enda er ný tækni víða að leysa mannshöndina af hólmi og atvinnutækifærum fer fækkandi. Jafnrétti, umhverfisáhrif og endurmat starfa verða þar lykilhugtök. Njótið helgarinnar, Drífa Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Jafnréttismál Mest lesið Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Sjá meira
Það vakti mikla athygli þegar trúnaðarmenn Eflingar sem nú eru í verkfalli létu í sér heyra við upphaf jafnréttisþings en það var líka svo vel við hæfi. Kjarabarátta Eflingarfólks er jafnréttisbarátta, að störf kvenna verði raunverulega metin til launa eins og rætt hefur verið og ritað í áratugi. Það er ólseig hugmynd að við búum í stéttlausu samfélagi en sú hugmynd getur aðeins þrifist ef kastljósinu er aldrei beint að þeim sem hafa það verst og staðfesta stéttskiptinguna. Og stéttaskipting er kynjuð. Ég naut þess að taka þátt í einum þætti jafnréttisþings þar sem rætt var um framtíð vinnumarkaðarins og loftslagsbreytingar. Umönnunarstörf eru störf sem munu sennilega lifa af allar tæknibreytingar því ekkert kemur í staðinn fyrir mannleg samskipti og umönnun. Það er því mikilvægt, ekki bara í dag heldur fyrir ókomna tíð, að við viðurkennum kvennastörf sem alvöru störf sem hægt er að byggja afkomu sína á. Vinnumarkaðurinn mun breytast mikið í framtíðinni og það geta verið mjög sársaukafullar breytingar. Á Spáni er undið ofan af kolavinnslu með þeim afleiðingum að þúsundir kolanámumanna missa vinnuna. Í Noregi hefur dregið verulega úr olíuiðnaðinum og vel launuðu karlastörfunum fækkar að sama skapi. Í báðum þessum tilvikum er aðkoma verkalýðshreyfingarinnar í að dempa áfallið bráðnauðsynlegt fyrir afkomu þeirra sem missa vinnuna. Hreyfingin í hvoru landi fyrir sig samdi við stjórnvöld um liðsinni við endurmenntun, uppbyggingu nýs starfsvettvangs og í tilviki kolanámumannanna, möguleikann á að komast fyrr á eftirlaun. Þessi hugmyndafræði heitir sanngjörn umskipti og er mál málanna úti í heimi í þeim breytingum sem nú eiga sér stað. Hér á landi er umræðan að hefjast enda er ný tækni víða að leysa mannshöndina af hólmi og atvinnutækifærum fer fækkandi. Jafnrétti, umhverfisáhrif og endurmat starfa verða þar lykilhugtök. Njótið helgarinnar, Drífa
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun