Ungum fíklum fækkað en vandi þeirra að aukast Kristín Ólafsdóttir og Stefán Ó. Jónsson skrifa 22. febrúar 2020 22:00 Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Vísir/baldur Ungmennum sem leita á Vog vegna vímuefnavanda hefur fækkað en neyslan verður stöðugt alvarlegri. Yfirlæknir á Vogi segir að grípa þurfi fyrr inn í aðstæður hjá áhættuhópum. Ef litið er á þróun innlagna á sjúkrahúsið vog má sjá að allt frá árinu 2000 hefur unglingum sem þangað leita fækkað umtalsvert og bera bráðabirgðatölur frá síðasta ári með sér að þeir hafa ekki verið færri síðan um miðjan níunda áratuginn. „Ég myndi svo sannarlega segja að það sé jákvæð þróun. Að minnsta kosti er vandinn minni í þessum stóra hópi, þó svo að í þessum litla hópi sem þarf að koma í meðferð, þá er hann alvarlegri. Og það er auðvitað áhyggjuefni,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Unglingarnir neyti harðari efna. „Yfir þrjátíu prósent þeirra eru að sprauta vímuefnum í æð, til dæmis. Við sjáum meiri aukningu á örvandi efnum.“ Dauðsföllum unglinga vegna vímuefnaneyslu fer jafnframt fjölgandi „Og það höfum við séð síðustu árin og því miður, ef við skoðum bara þá sem hafa komið til okkar, þá eiga þeir stóran hluta af dauðsföllum þeirra sem deyja svona ungir. Þessi sjúkdómur sem við erum að meðhöndla er býsna alvarlegur.“ Stöð 2 Harðari neysla ungmenna sem leita á Vog kann að bera með sér þessi hópur búi við alvarlegri félaglegan eða geðrænan vanda „Auðvitað þýðir þetta það að við þurfum kannski að vera ákveðnari í að finna áhættuhópana og grípa inn í fyrr, í skólakerfinu, heilsugæslunni og beina sjónum okkar að þeim sem eru í áhættu fyrst og fremst.“ Hún leggur áherslu á að mikið sé gert fyrir ólögráða börn í vanda, á vettvangi Barnaverndarstofu og SÁÁ. „Og sérstaklega mikið við foreldra og yngri systkini, þetta skiptir allt mjög miklu máli. Við erum með stóran hóp af ungmennum sem koma í eftirfylgni í göngudeild, sem er mjög jákvætt, því það skiptir máli fyrir þau að endurhæfast félagslega líka.“ Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
Ungmennum sem leita á Vog vegna vímuefnavanda hefur fækkað en neyslan verður stöðugt alvarlegri. Yfirlæknir á Vogi segir að grípa þurfi fyrr inn í aðstæður hjá áhættuhópum. Ef litið er á þróun innlagna á sjúkrahúsið vog má sjá að allt frá árinu 2000 hefur unglingum sem þangað leita fækkað umtalsvert og bera bráðabirgðatölur frá síðasta ári með sér að þeir hafa ekki verið færri síðan um miðjan níunda áratuginn. „Ég myndi svo sannarlega segja að það sé jákvæð þróun. Að minnsta kosti er vandinn minni í þessum stóra hópi, þó svo að í þessum litla hópi sem þarf að koma í meðferð, þá er hann alvarlegri. Og það er auðvitað áhyggjuefni,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Unglingarnir neyti harðari efna. „Yfir þrjátíu prósent þeirra eru að sprauta vímuefnum í æð, til dæmis. Við sjáum meiri aukningu á örvandi efnum.“ Dauðsföllum unglinga vegna vímuefnaneyslu fer jafnframt fjölgandi „Og það höfum við séð síðustu árin og því miður, ef við skoðum bara þá sem hafa komið til okkar, þá eiga þeir stóran hluta af dauðsföllum þeirra sem deyja svona ungir. Þessi sjúkdómur sem við erum að meðhöndla er býsna alvarlegur.“ Stöð 2 Harðari neysla ungmenna sem leita á Vog kann að bera með sér þessi hópur búi við alvarlegri félaglegan eða geðrænan vanda „Auðvitað þýðir þetta það að við þurfum kannski að vera ákveðnari í að finna áhættuhópana og grípa inn í fyrr, í skólakerfinu, heilsugæslunni og beina sjónum okkar að þeim sem eru í áhættu fyrst og fremst.“ Hún leggur áherslu á að mikið sé gert fyrir ólögráða börn í vanda, á vettvangi Barnaverndarstofu og SÁÁ. „Og sérstaklega mikið við foreldra og yngri systkini, þetta skiptir allt mjög miklu máli. Við erum með stóran hóp af ungmennum sem koma í eftirfylgni í göngudeild, sem er mjög jákvætt, því það skiptir máli fyrir þau að endurhæfast félagslega líka.“
Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira