Fjögur ný tilfelli Covid-19 greinst í Bretlandi Eiður Þór Árnason skrifar 23. febrúar 2020 16:30 Lögregla og sjúkrabílar fylgdu rútum í gær sem fluttu farþega skipsins á sjúkrahús við heimkomu til landsins. Getty/Christopher Furlong Fjögur ný tilfelli Covid-19 veirunnar hafa nú greinst í Bretlandi eftir að farþegar sem voru um borð í skemmtiferðaskipinu Diamond Princess greindust með veiruna. Fólkið var á meðal 32 Breta og Íra sem komu til landsins í gær eftir að hafa verið föst í sóttkví um borð í skipinu í Japan. Unnið er að því að flytja smitaða fólkið af spítala á sérstakar heilbrigðismiðstöðvar fyrir sýkta einstaklinga til frekari meðferðar. Talið er að þau hafi smitast um borð í skemmtiferðaskipinu. Þrettán staðfest tilfelli veirunnar hafa nú greinst í Bretlandi. Farþegarnir 32 voru búnir að vera í tveggja vikna löngu sóttkví um borð í skipinu og áttu að vera í aðrar tvær vikur í heimalandinu. Sýni úr fólkinu voru send í rannsókn áður en þau flugu heim til Bretlands og reyndust þau þá öll vera neikvæð. Þrjár rútur fluttu farþegana frá herflugvelli í Wiltshire-sýslu á Arrowe Park sjúkrahúsið í gær í fylgd lögreglu og tveggja sjúkrabíla. Allir um borð klæddust hlífðarbúningum og andlitsgrímum. Á fimmtudag var greint frá því að minnst 621 af 3.700 farþegum skipsins Diamond Princess hafi smitast af veirunni skæðu og var þá um að ræða stærstu þyrpingu sýktra utan Kína. Þrír farþegar skipsins hafa nú látist af völdum veirunnar. Farþegar sem höfðu ekki greinst með smit fengu loks að fara frá borði síðasta miðvikudag. Bretland Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 50 þúsund manns á Ítalíu beðnir um að halda kyrru fyrir heima Ítölsk stjórnvöld hafa gripið til sérstakra neyðaraðgerða til að bregðast við mestu útbreiðslu COVID19-veirunnar í Evrópu. 23. febrúar 2020 09:18 Íslenska fjölskyldan komin í sóttkví eftir heimferð frá Wuhan Íslensk fjölskylda sem hefur dvalið í Wuhan í Kína nú komin heim til Íslands. Fólkið hefur gengist undir læknisskoðun og heldur sig heima í samræmi við tilmæli sóttvarnarlæknis. 22. febrúar 2020 11:45 Annað dauðsfall á Ítalíu vegna Covid-19 á innan við sólarhring Tveir hafa nú látist á Ítalíu af völdum Covid-19 kórónaveirunnar. Fregnirnar koma innan við sólarhring eftir að 78 ára gamall ellilífeyrisþegi lést á spítala í Veneto-héraði í gær. Sá var fyrsti Evrópubúinn til þess að láta lífið af völdum veirunnar. 22. febrúar 2020 13:15 Fjöldi kórónaveirutilfella hefur tvöfaldast á einum sólarhring í Suður-Kóreu Staðfest smit eru orðin rúmlega 77 þúsund á heimsvísu og eru staðfest dauðsföll rúmlega 2.300 samkvæmt nýjustu tölum. 22. febrúar 2020 19:30 Leikjum á Ítalíu frestað vegna ótta við útbreiðslu kórónaveirunnar Tveir hafa látist af völdum COVID19-veirunnar á Ítalíu. 23. febrúar 2020 09:46 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Sjá meira
Fjögur ný tilfelli Covid-19 veirunnar hafa nú greinst í Bretlandi eftir að farþegar sem voru um borð í skemmtiferðaskipinu Diamond Princess greindust með veiruna. Fólkið var á meðal 32 Breta og Íra sem komu til landsins í gær eftir að hafa verið föst í sóttkví um borð í skipinu í Japan. Unnið er að því að flytja smitaða fólkið af spítala á sérstakar heilbrigðismiðstöðvar fyrir sýkta einstaklinga til frekari meðferðar. Talið er að þau hafi smitast um borð í skemmtiferðaskipinu. Þrettán staðfest tilfelli veirunnar hafa nú greinst í Bretlandi. Farþegarnir 32 voru búnir að vera í tveggja vikna löngu sóttkví um borð í skipinu og áttu að vera í aðrar tvær vikur í heimalandinu. Sýni úr fólkinu voru send í rannsókn áður en þau flugu heim til Bretlands og reyndust þau þá öll vera neikvæð. Þrjár rútur fluttu farþegana frá herflugvelli í Wiltshire-sýslu á Arrowe Park sjúkrahúsið í gær í fylgd lögreglu og tveggja sjúkrabíla. Allir um borð klæddust hlífðarbúningum og andlitsgrímum. Á fimmtudag var greint frá því að minnst 621 af 3.700 farþegum skipsins Diamond Princess hafi smitast af veirunni skæðu og var þá um að ræða stærstu þyrpingu sýktra utan Kína. Þrír farþegar skipsins hafa nú látist af völdum veirunnar. Farþegar sem höfðu ekki greinst með smit fengu loks að fara frá borði síðasta miðvikudag.
Bretland Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 50 þúsund manns á Ítalíu beðnir um að halda kyrru fyrir heima Ítölsk stjórnvöld hafa gripið til sérstakra neyðaraðgerða til að bregðast við mestu útbreiðslu COVID19-veirunnar í Evrópu. 23. febrúar 2020 09:18 Íslenska fjölskyldan komin í sóttkví eftir heimferð frá Wuhan Íslensk fjölskylda sem hefur dvalið í Wuhan í Kína nú komin heim til Íslands. Fólkið hefur gengist undir læknisskoðun og heldur sig heima í samræmi við tilmæli sóttvarnarlæknis. 22. febrúar 2020 11:45 Annað dauðsfall á Ítalíu vegna Covid-19 á innan við sólarhring Tveir hafa nú látist á Ítalíu af völdum Covid-19 kórónaveirunnar. Fregnirnar koma innan við sólarhring eftir að 78 ára gamall ellilífeyrisþegi lést á spítala í Veneto-héraði í gær. Sá var fyrsti Evrópubúinn til þess að láta lífið af völdum veirunnar. 22. febrúar 2020 13:15 Fjöldi kórónaveirutilfella hefur tvöfaldast á einum sólarhring í Suður-Kóreu Staðfest smit eru orðin rúmlega 77 þúsund á heimsvísu og eru staðfest dauðsföll rúmlega 2.300 samkvæmt nýjustu tölum. 22. febrúar 2020 19:30 Leikjum á Ítalíu frestað vegna ótta við útbreiðslu kórónaveirunnar Tveir hafa látist af völdum COVID19-veirunnar á Ítalíu. 23. febrúar 2020 09:46 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Sjá meira
50 þúsund manns á Ítalíu beðnir um að halda kyrru fyrir heima Ítölsk stjórnvöld hafa gripið til sérstakra neyðaraðgerða til að bregðast við mestu útbreiðslu COVID19-veirunnar í Evrópu. 23. febrúar 2020 09:18
Íslenska fjölskyldan komin í sóttkví eftir heimferð frá Wuhan Íslensk fjölskylda sem hefur dvalið í Wuhan í Kína nú komin heim til Íslands. Fólkið hefur gengist undir læknisskoðun og heldur sig heima í samræmi við tilmæli sóttvarnarlæknis. 22. febrúar 2020 11:45
Annað dauðsfall á Ítalíu vegna Covid-19 á innan við sólarhring Tveir hafa nú látist á Ítalíu af völdum Covid-19 kórónaveirunnar. Fregnirnar koma innan við sólarhring eftir að 78 ára gamall ellilífeyrisþegi lést á spítala í Veneto-héraði í gær. Sá var fyrsti Evrópubúinn til þess að láta lífið af völdum veirunnar. 22. febrúar 2020 13:15
Fjöldi kórónaveirutilfella hefur tvöfaldast á einum sólarhring í Suður-Kóreu Staðfest smit eru orðin rúmlega 77 þúsund á heimsvísu og eru staðfest dauðsföll rúmlega 2.300 samkvæmt nýjustu tölum. 22. febrúar 2020 19:30
Leikjum á Ítalíu frestað vegna ótta við útbreiðslu kórónaveirunnar Tveir hafa látist af völdum COVID19-veirunnar á Ítalíu. 23. febrúar 2020 09:46