Hefði frekar búist við því að það yrði ófært í Keflavík en á Tenerife Sylvía Hall skrifar 23. febrúar 2020 16:50 Ólafur segir varla nokkurn mann vera á ferli, enda sé veður enn frekar slæmt. Félag atvinnurekenda/Ólafur Stephensen „Við sáum í veðurspá seinni partinn í gær að því var spáð að hér myndi rjúka upp með þessum stormi og sundlaugarvörðurinn hér á hótelinu var að sýna okkur myndband frá öðrum Kanaríeyjum þar sem sandstormurinn var greinilega byrjaður að láta til sín taka. Menn voru samt furðu rólegir hér í undirbúningi fyrir þetta veður.“ Þetta segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, í samtali við fréttastofu en hann er einn þeirra sem er staddur á Tenerife þar sem sandstormur ríður nú yfir. Hann segir spár hafa gert ráð fyrir storminum en ekkert útlit fyrir að menn væru farnir að búa sig undir hann á hótelinu í gær. „Svo vöknum við í nótt við það að veðrið gekk upp og hér voru fljúgandi sólhlífar og garðhúsgögn og hurðir að brotna og fleira slíkt.“ Hann segir fáa á ferli, enda sé lítið spennandi að vera úti þegar veðrið er svona. Það sé enn þá hvasst, ryk og sandur í andrúmsloftinu og því sé best að halda sig innandyra. „Við höldum okkur inni á hóteli og horfum á Netflix og lesum bækur og slökum á.“ Flugi Ólafs í dag var aflýst en hann er þó með þeim heppnari, enda náði hann að bóka flug heim strax á morgun. Þó séu margir í þeirri stöðu að vita lítið um framhaldið og margir sem hafa engin svör fengið frá flugfélaginu Norwegian. Aðspurður segist ekki hafa búist við því að verða veðurtepptur á Kanaríeyjum þegar í ferðina var haldið. „Maður hefði jafnvel gert ráð fyrir því að það væri ófært á hinum endanum og ekki hægt að lenda í Keflavík, en þessu bjóst maður ekki við.“ Íslendingar erlendis Spánn Veður Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
„Við sáum í veðurspá seinni partinn í gær að því var spáð að hér myndi rjúka upp með þessum stormi og sundlaugarvörðurinn hér á hótelinu var að sýna okkur myndband frá öðrum Kanaríeyjum þar sem sandstormurinn var greinilega byrjaður að láta til sín taka. Menn voru samt furðu rólegir hér í undirbúningi fyrir þetta veður.“ Þetta segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, í samtali við fréttastofu en hann er einn þeirra sem er staddur á Tenerife þar sem sandstormur ríður nú yfir. Hann segir spár hafa gert ráð fyrir storminum en ekkert útlit fyrir að menn væru farnir að búa sig undir hann á hótelinu í gær. „Svo vöknum við í nótt við það að veðrið gekk upp og hér voru fljúgandi sólhlífar og garðhúsgögn og hurðir að brotna og fleira slíkt.“ Hann segir fáa á ferli, enda sé lítið spennandi að vera úti þegar veðrið er svona. Það sé enn þá hvasst, ryk og sandur í andrúmsloftinu og því sé best að halda sig innandyra. „Við höldum okkur inni á hóteli og horfum á Netflix og lesum bækur og slökum á.“ Flugi Ólafs í dag var aflýst en hann er þó með þeim heppnari, enda náði hann að bóka flug heim strax á morgun. Þó séu margir í þeirri stöðu að vita lítið um framhaldið og margir sem hafa engin svör fengið frá flugfélaginu Norwegian. Aðspurður segist ekki hafa búist við því að verða veðurtepptur á Kanaríeyjum þegar í ferðina var haldið. „Maður hefði jafnvel gert ráð fyrir því að það væri ófært á hinum endanum og ekki hægt að lenda í Keflavík, en þessu bjóst maður ekki við.“
Íslendingar erlendis Spánn Veður Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira