Félagsmenn Eflingar orðnir þreyttir á verkfalli Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. febrúar 2020 18:30 Þreyta er á meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Ótímabundið verkfall þeirra hefur nú staðið í tíu daga. Félagsmenn vilja að gengið verði til samninga svo þeir geti mætt til vinnu aftur, verkfallið sé farið að hafa áhrif á fjárhag heimilla þeirra. Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar mættu til fundar í húsnæði ríkissáttasemjara um miðjan dag. En ekkert hefur þokast í viðræðum og ekkert fundað síðustu sjö daga. Á fundinum ætlaði samninganefnd Eflingar að fá hreint hvert tilboð Reykjavíkurborgar til Eflingar væri en í tilkynningu sem stéttarfélagið sendi frá sér eftir viðtal Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra, fjölmiðlum í síðustu viku segir að þar hafi komið fram að borgin sé tilbúin að koma betur á móts við starfsfólk en kynnt hefur verið á undangengnum samningafundum. Efling stóð fyrir baráttufundi í Iðnó fyrir fundinn í dag þar sem félagsmenn í verkfalli mættu, töluvert færri en á síðustu fundi. Félagsmenn sem fréttastofa ræddi við eru orðnir óþreyjufullir og vilja komast aftur til vinnu. Guðrún Sigvaldadóttir og Ásta Baldvinsdóttir, leiðbeinendur mættu á baráttufundinn í dag.Vísir/Stöð 2 Verkfallsþreyta í félagsmönnum Nú er tíundi dagur í verkfalli. Er komin þeyta? „Já, við viljum að þetta fari að leysast,“ sögðu Guðrún Sigvaldadóttir og Ásta Baldvinsdóttir, leiðbeinendur á leikskóla sem voru staddar á baráttufundinum. „Þetta er farið að hafa áhrif á svefninn hjá mér og bara hef ekkert að gera. Það er bara málið,“ sagði Björn Sigurðsson, starfsmaður í þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar. „Já. Sakna barnanna, vinnunnar og vinkvennanna sem ég er að vinna með. Svolítið leiðinlegt að vera svona lengi heima,“ sagði Ewalina Angow, leiðbeinandi og deildarstjóri á leikskóla.Er þetta farið að hafa áhrif á fjárhag heimilisins? „Já, hjá mér. Já, auðvitað gerir það það ef þetta heldur áfram mikið lengur,“ sögðu Guðrún og Ásta.Ertu tilbúinn til þess að vera lengur í verkfalli? „Nei, þetta er komið gott,“ sagði Björn. „Ef við þurfum já. En það væri betra að komast í vinnuna,“ sagði Ewalina. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ásamt félagsmönnum í kröfugöngu að loknum baráttufundi í dag.Vísir/Vilhelm Formaður Eflingar tilbúin í enn lengra verkfall Formaður Eflingar var ekki bjartsýn fyrir fund samninganefndanna í dag. „Ég held að fólk sé aðallega orðið þeytt á þessu leikriti. Að vera að mæta hérna og þau, sem eru alltaf að bíða eftir jákvæðum fréttum, sem að berast svo ekki. En við skulum sjá hvað gerist núna,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Eruð þið tilbúin í enn lengra verkfall? „Að sjálfsögðu,“ sagði Sólveig. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Meirihlutastuðningur við verkföll Eflingar Skoðanakönnun sem stéttarfélagið Efling lét gera fyrir sig bendir til þess að almennur stuðningur sé við verkfallsaðgerðir þess. 26. febrúar 2020 14:14 Boðað til fundar í deilu Eflingar og borgarinnar Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar klukkan 13 á morgun. 25. febrúar 2020 13:27 Vilja vita hvort borginni sé alvara með „Kastljóstilboð Dags B. Eggertssonar“ Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að trúverðugleiki borgarinnar sé í húfi. 26. febrúar 2020 13:18 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira
Þreyta er á meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Ótímabundið verkfall þeirra hefur nú staðið í tíu daga. Félagsmenn vilja að gengið verði til samninga svo þeir geti mætt til vinnu aftur, verkfallið sé farið að hafa áhrif á fjárhag heimilla þeirra. Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar mættu til fundar í húsnæði ríkissáttasemjara um miðjan dag. En ekkert hefur þokast í viðræðum og ekkert fundað síðustu sjö daga. Á fundinum ætlaði samninganefnd Eflingar að fá hreint hvert tilboð Reykjavíkurborgar til Eflingar væri en í tilkynningu sem stéttarfélagið sendi frá sér eftir viðtal Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra, fjölmiðlum í síðustu viku segir að þar hafi komið fram að borgin sé tilbúin að koma betur á móts við starfsfólk en kynnt hefur verið á undangengnum samningafundum. Efling stóð fyrir baráttufundi í Iðnó fyrir fundinn í dag þar sem félagsmenn í verkfalli mættu, töluvert færri en á síðustu fundi. Félagsmenn sem fréttastofa ræddi við eru orðnir óþreyjufullir og vilja komast aftur til vinnu. Guðrún Sigvaldadóttir og Ásta Baldvinsdóttir, leiðbeinendur mættu á baráttufundinn í dag.Vísir/Stöð 2 Verkfallsþreyta í félagsmönnum Nú er tíundi dagur í verkfalli. Er komin þeyta? „Já, við viljum að þetta fari að leysast,“ sögðu Guðrún Sigvaldadóttir og Ásta Baldvinsdóttir, leiðbeinendur á leikskóla sem voru staddar á baráttufundinum. „Þetta er farið að hafa áhrif á svefninn hjá mér og bara hef ekkert að gera. Það er bara málið,“ sagði Björn Sigurðsson, starfsmaður í þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar. „Já. Sakna barnanna, vinnunnar og vinkvennanna sem ég er að vinna með. Svolítið leiðinlegt að vera svona lengi heima,“ sagði Ewalina Angow, leiðbeinandi og deildarstjóri á leikskóla.Er þetta farið að hafa áhrif á fjárhag heimilisins? „Já, hjá mér. Já, auðvitað gerir það það ef þetta heldur áfram mikið lengur,“ sögðu Guðrún og Ásta.Ertu tilbúinn til þess að vera lengur í verkfalli? „Nei, þetta er komið gott,“ sagði Björn. „Ef við þurfum já. En það væri betra að komast í vinnuna,“ sagði Ewalina. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ásamt félagsmönnum í kröfugöngu að loknum baráttufundi í dag.Vísir/Vilhelm Formaður Eflingar tilbúin í enn lengra verkfall Formaður Eflingar var ekki bjartsýn fyrir fund samninganefndanna í dag. „Ég held að fólk sé aðallega orðið þeytt á þessu leikriti. Að vera að mæta hérna og þau, sem eru alltaf að bíða eftir jákvæðum fréttum, sem að berast svo ekki. En við skulum sjá hvað gerist núna,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Eruð þið tilbúin í enn lengra verkfall? „Að sjálfsögðu,“ sagði Sólveig.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Meirihlutastuðningur við verkföll Eflingar Skoðanakönnun sem stéttarfélagið Efling lét gera fyrir sig bendir til þess að almennur stuðningur sé við verkfallsaðgerðir þess. 26. febrúar 2020 14:14 Boðað til fundar í deilu Eflingar og borgarinnar Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar klukkan 13 á morgun. 25. febrúar 2020 13:27 Vilja vita hvort borginni sé alvara með „Kastljóstilboð Dags B. Eggertssonar“ Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að trúverðugleiki borgarinnar sé í húfi. 26. febrúar 2020 13:18 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira
Meirihlutastuðningur við verkföll Eflingar Skoðanakönnun sem stéttarfélagið Efling lét gera fyrir sig bendir til þess að almennur stuðningur sé við verkfallsaðgerðir þess. 26. febrúar 2020 14:14
Boðað til fundar í deilu Eflingar og borgarinnar Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar klukkan 13 á morgun. 25. febrúar 2020 13:27
Vilja vita hvort borginni sé alvara með „Kastljóstilboð Dags B. Eggertssonar“ Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að trúverðugleiki borgarinnar sé í húfi. 26. febrúar 2020 13:18