„Við skiljum varla við hvern við erum að semja“ Lillý Valgerður Pétursdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 26. febrúar 2020 20:30 Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Vísir/Vilhelm Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, furðaði sig á því sem fram kom á fundi í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar í dag. Samninganefnd Eflingar hafi verið furðulostin þegar þau yfirgáfu fundinn. „Við skiljum ekki hver er í brúnni. Við skiljum varla við hvern við erum að semja. Við skiljum ekki vinnubrögðin. Við skiljum ekki skilaboðin. Við skiljum ekki hvers vegna verið er að afvegaleiða almenning, fjölmiðla, umræðuna, okkur félagsmenn í Eflingu með gylliboðum í fjölmiðlum sem að borgarstjóri stígur fram með þegar honum virðist henta,“ sagði Viðar. Hann sagði það sem kynnt var á fundinum ekki vera í nokkru samræmi við það sem Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri sagði í Kastljósi í síðustu viku. „Það sem verra er, hér fengum við ekki einu sinni efnisleg viðbrögð við yfirlýsingu sem hefur legið fyrir frá okkur síðan á mánudaginn síðastliðinn.“ Ekki er búið að boða til nýs fundar og ótímabundið verkfall Eflingar mun halda áfram. Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar borgarinnar, segir borgina alltaf hafa lagt áherslu á að hækka lægstu laun og útfærslan sem hafi verið kynnt fyrir alllöngu síðan sé áfram á borðinu. „Það er bara mikilvægt að við höfum verið að nýta þennan dag til að ræða ýmsar útfærslur og leitt að við náðum ekki að halda þeim viðræðum áfram,“ sagði Harpa. Hún sagði leitt að segja frá því en svo virðist sem enn beri mikið í milli ennþá. Í yfirlýsingu í kjölfar fundsins slær Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, á svipaða strengi og Viðar og segir saminganefnd borgarinnar og borgarstjóra tala í kross. „Okkur er einfaldlega ekki ljóst við hvern við erum að semja og hver hefur raunverulegt umboð til að leysa málið af hálfu borgarinnar. Borgarstjóri lofar öllu fögru í fjölmiðlum, en það sem gerist í samningaherberginu er í engu samræmi við það,“ sagði Sólveig í yfirlýsingunni. Þar gagnrýnir samninganefnd Eflingar „ringulreið, seinagang og ósamkvæmni í vinnubrögðum borgarinnar“ og segir þau í engu samræmi við alvarleika kjaradeilunnar. „Að mati samninganefndarinnar skynjar Reykjavíkurborg ekki hve mikið er í húfi að vinna hratt og örugglega að lausn deilunnar.“ Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Meirihlutastuðningur við verkföll Eflingar Skoðanakönnun sem stéttarfélagið Efling lét gera fyrir sig bendir til þess að almennur stuðningur sé við verkfallsaðgerðir þess. 26. febrúar 2020 14:14 Vilja vita hvort borginni sé alvara með „Kastljóstilboð Dags B. Eggertssonar“ Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að trúverðugleiki borgarinnar sé í húfi. 26. febrúar 2020 13:18 Félagsmenn Eflingar orðnir þreyttir á verkfalli Þreyta er á meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Ótímabundið verkfall þeirra hefur nú staðið í tíu daga. Félagsmenn vilja að gengið verði til samninga svo þeir geti mætt til vinnu aftur, verkfallið sé farið að hafa áhrif á fjárhag heimilla þeirra. 26. febrúar 2020 18:30 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, furðaði sig á því sem fram kom á fundi í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar í dag. Samninganefnd Eflingar hafi verið furðulostin þegar þau yfirgáfu fundinn. „Við skiljum ekki hver er í brúnni. Við skiljum varla við hvern við erum að semja. Við skiljum ekki vinnubrögðin. Við skiljum ekki skilaboðin. Við skiljum ekki hvers vegna verið er að afvegaleiða almenning, fjölmiðla, umræðuna, okkur félagsmenn í Eflingu með gylliboðum í fjölmiðlum sem að borgarstjóri stígur fram með þegar honum virðist henta,“ sagði Viðar. Hann sagði það sem kynnt var á fundinum ekki vera í nokkru samræmi við það sem Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri sagði í Kastljósi í síðustu viku. „Það sem verra er, hér fengum við ekki einu sinni efnisleg viðbrögð við yfirlýsingu sem hefur legið fyrir frá okkur síðan á mánudaginn síðastliðinn.“ Ekki er búið að boða til nýs fundar og ótímabundið verkfall Eflingar mun halda áfram. Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar borgarinnar, segir borgina alltaf hafa lagt áherslu á að hækka lægstu laun og útfærslan sem hafi verið kynnt fyrir alllöngu síðan sé áfram á borðinu. „Það er bara mikilvægt að við höfum verið að nýta þennan dag til að ræða ýmsar útfærslur og leitt að við náðum ekki að halda þeim viðræðum áfram,“ sagði Harpa. Hún sagði leitt að segja frá því en svo virðist sem enn beri mikið í milli ennþá. Í yfirlýsingu í kjölfar fundsins slær Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, á svipaða strengi og Viðar og segir saminganefnd borgarinnar og borgarstjóra tala í kross. „Okkur er einfaldlega ekki ljóst við hvern við erum að semja og hver hefur raunverulegt umboð til að leysa málið af hálfu borgarinnar. Borgarstjóri lofar öllu fögru í fjölmiðlum, en það sem gerist í samningaherberginu er í engu samræmi við það,“ sagði Sólveig í yfirlýsingunni. Þar gagnrýnir samninganefnd Eflingar „ringulreið, seinagang og ósamkvæmni í vinnubrögðum borgarinnar“ og segir þau í engu samræmi við alvarleika kjaradeilunnar. „Að mati samninganefndarinnar skynjar Reykjavíkurborg ekki hve mikið er í húfi að vinna hratt og örugglega að lausn deilunnar.“
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Meirihlutastuðningur við verkföll Eflingar Skoðanakönnun sem stéttarfélagið Efling lét gera fyrir sig bendir til þess að almennur stuðningur sé við verkfallsaðgerðir þess. 26. febrúar 2020 14:14 Vilja vita hvort borginni sé alvara með „Kastljóstilboð Dags B. Eggertssonar“ Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að trúverðugleiki borgarinnar sé í húfi. 26. febrúar 2020 13:18 Félagsmenn Eflingar orðnir þreyttir á verkfalli Þreyta er á meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Ótímabundið verkfall þeirra hefur nú staðið í tíu daga. Félagsmenn vilja að gengið verði til samninga svo þeir geti mætt til vinnu aftur, verkfallið sé farið að hafa áhrif á fjárhag heimilla þeirra. 26. febrúar 2020 18:30 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Meirihlutastuðningur við verkföll Eflingar Skoðanakönnun sem stéttarfélagið Efling lét gera fyrir sig bendir til þess að almennur stuðningur sé við verkfallsaðgerðir þess. 26. febrúar 2020 14:14
Vilja vita hvort borginni sé alvara með „Kastljóstilboð Dags B. Eggertssonar“ Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að trúverðugleiki borgarinnar sé í húfi. 26. febrúar 2020 13:18
Félagsmenn Eflingar orðnir þreyttir á verkfalli Þreyta er á meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Ótímabundið verkfall þeirra hefur nú staðið í tíu daga. Félagsmenn vilja að gengið verði til samninga svo þeir geti mætt til vinnu aftur, verkfallið sé farið að hafa áhrif á fjárhag heimilla þeirra. 26. febrúar 2020 18:30