Greindist með kórónuveiru í annað sinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. febrúar 2020 11:35 Íbúar í Osaka með grímur fyrir vitunum fyrr í mánuðinum. Vísir/getty Japönsk kona greindist í gær með kórónuveiru í annað sinn. Um er að ræða fyrsta staðfesta tilfellið af þessu tagi í Japan en fregnir hafa þó borist af sambærilegum tilfellum í Kína. Konan er á fimmtugsaldri, býr í Osaka og hefur starfað sem leiðsögumaður hjá ferðaþjónustufyrirtæki í borginni. Hún greindist með kórónuveiru í gær eftir að hafa fengið hálsbólgu og verið með verki fyrir brjósti. Konan greindist áður með kórónuveiru þann 29. janúar síðastliðinn. Hún var svo útskrifuð af sjúkrahúsi þremur dögum síðar og sýni sem tekin voru úr henni 6. febrúar reyndust neikvæð. Sjá einnig: Spurt og svarað um kórónuveiruna Japanska heilbrigðisráðuneytið staðfesti að um væri að ræða fyrsta tilfellið þar í landi þar sem sjúklingur hafi jafnað sig af veirunni, verið útskrifaður af spítala og greinst svo aftur með veiruna. Guardian greinir frá því að talið sé að slík tilfelli hafi einnig komið upp í Kína. Haft er eftir Philip Tierno, prófessor við læknadeild New York-háskóla, í frétt Guardian að veiran geti legið einkennalaus í dvala en blossað upp aftur ef hún kemst í tæri við lungun. Þá leggur hann áherslu á að enn sé afar lítið vitað um nýju kórónuveiruna. Fjöldi smitaðra í Japan er nú orðinn 186, auk þeirra 704 sem greindust með veiruna um borð í skemmtiferðaskipinu Diamond Princess. Stjórnvöld í höfuðborginni Tókýó hafa fyrirskipað að fjölmennum viðburðum í borginni skuli aflýst næstu tvær vikurnar til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Japan Tengdar fréttir Rektor HÍ beinir því til starfsfólks og nemenda að fylgja ráðleggingum um sóttkví Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, beinir því til nemenda og starfsfólks skólans að fylgja ráðleggingum sóttvarnalæknis um sóttkví vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 27. febrúar 2020 10:25 Kórónuveiran farin að hafa áhrif á íslenska kvennalandsliðið í fótbolta Berglind Björg Þorvaldsdóttir verður ekki með íslenska kvennalandsliðinu á Pinatar Cup æfingamótinu á Spáni sem hefst í byrjun næsta mánaðar. 27. febrúar 2020 10:32 Kórónuveiran komin til Danmerkur Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu. 27. febrúar 2020 06:34 Um 400 Íslendingar hafa skráð sig í veirugagnagrunninn Um fjögur hundruð Íslendingar sem staddir eru erlendis hafa skráð sig í gagnagrunn utanríkisráðuneytisins vegna kórónuveirunnar. 27. febrúar 2020 07:58 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
Japönsk kona greindist í gær með kórónuveiru í annað sinn. Um er að ræða fyrsta staðfesta tilfellið af þessu tagi í Japan en fregnir hafa þó borist af sambærilegum tilfellum í Kína. Konan er á fimmtugsaldri, býr í Osaka og hefur starfað sem leiðsögumaður hjá ferðaþjónustufyrirtæki í borginni. Hún greindist með kórónuveiru í gær eftir að hafa fengið hálsbólgu og verið með verki fyrir brjósti. Konan greindist áður með kórónuveiru þann 29. janúar síðastliðinn. Hún var svo útskrifuð af sjúkrahúsi þremur dögum síðar og sýni sem tekin voru úr henni 6. febrúar reyndust neikvæð. Sjá einnig: Spurt og svarað um kórónuveiruna Japanska heilbrigðisráðuneytið staðfesti að um væri að ræða fyrsta tilfellið þar í landi þar sem sjúklingur hafi jafnað sig af veirunni, verið útskrifaður af spítala og greinst svo aftur með veiruna. Guardian greinir frá því að talið sé að slík tilfelli hafi einnig komið upp í Kína. Haft er eftir Philip Tierno, prófessor við læknadeild New York-háskóla, í frétt Guardian að veiran geti legið einkennalaus í dvala en blossað upp aftur ef hún kemst í tæri við lungun. Þá leggur hann áherslu á að enn sé afar lítið vitað um nýju kórónuveiruna. Fjöldi smitaðra í Japan er nú orðinn 186, auk þeirra 704 sem greindust með veiruna um borð í skemmtiferðaskipinu Diamond Princess. Stjórnvöld í höfuðborginni Tókýó hafa fyrirskipað að fjölmennum viðburðum í borginni skuli aflýst næstu tvær vikurnar til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Japan Tengdar fréttir Rektor HÍ beinir því til starfsfólks og nemenda að fylgja ráðleggingum um sóttkví Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, beinir því til nemenda og starfsfólks skólans að fylgja ráðleggingum sóttvarnalæknis um sóttkví vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 27. febrúar 2020 10:25 Kórónuveiran farin að hafa áhrif á íslenska kvennalandsliðið í fótbolta Berglind Björg Þorvaldsdóttir verður ekki með íslenska kvennalandsliðinu á Pinatar Cup æfingamótinu á Spáni sem hefst í byrjun næsta mánaðar. 27. febrúar 2020 10:32 Kórónuveiran komin til Danmerkur Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu. 27. febrúar 2020 06:34 Um 400 Íslendingar hafa skráð sig í veirugagnagrunninn Um fjögur hundruð Íslendingar sem staddir eru erlendis hafa skráð sig í gagnagrunn utanríkisráðuneytisins vegna kórónuveirunnar. 27. febrúar 2020 07:58 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
Rektor HÍ beinir því til starfsfólks og nemenda að fylgja ráðleggingum um sóttkví Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, beinir því til nemenda og starfsfólks skólans að fylgja ráðleggingum sóttvarnalæknis um sóttkví vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 27. febrúar 2020 10:25
Kórónuveiran farin að hafa áhrif á íslenska kvennalandsliðið í fótbolta Berglind Björg Þorvaldsdóttir verður ekki með íslenska kvennalandsliðinu á Pinatar Cup æfingamótinu á Spáni sem hefst í byrjun næsta mánaðar. 27. febrúar 2020 10:32
Kórónuveiran komin til Danmerkur Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu. 27. febrúar 2020 06:34
Um 400 Íslendingar hafa skráð sig í veirugagnagrunninn Um fjögur hundruð Íslendingar sem staddir eru erlendis hafa skráð sig í gagnagrunn utanríkisráðuneytisins vegna kórónuveirunnar. 27. febrúar 2020 07:58