Fólki með heilaskaða og utanveltu í kerfinu gefin von Heimir Már Pétursson skrifar 27. febrúar 2020 19:00 Heilabrot, endurhæfingarsetur fyrir fólk með framheilaskaða, kynnti í dag nýtt úrræði til endurhæfingar. Hegðunarvandi er algengt vandamál eftir heilaskaða og getur birst sem óviðeigandi hegðun, skortur á framtakssemi, mótþrói, sjálfskaðandi hegðun og jafnvel ofbeldi. Hegðunarvandi getur tafið endurhæfingu og kemur í veg fyrir endurkomu fólks í samfélagið. Fram til þessa hefur ekkert meðferðarúrræði verið í boði fyrir fólk í þessari stöðu hér á landi en það hefur verið þekkt árum saman í útlöndum. En nú hefur íslenskur sérfræðingur í Kanada, Karl Fannar Gunnarsson yfirmaður atferlistengdrar taugaendurhæfingar við West Park Healthcare Centre í Toronto, tekið að sér að stýra endurhæfingu þessa hóps. „Hún felst í því að hjálpa einstaklingnum að komast aftur út í lífið eftir heilaskaða. Þá sér í lagi þá einstaklinga sem sýna af sér hegðunarvanda sem er að valda þeim vandræðum og stoppa þá í að fá meðferð annars staðar og í það að geta lifað út í samfélaginu,” segir Karl Fannar. Á kynningarfundinum í dag var því lýst hvernig fólk sem orðið hefur fyrir framheilaskaða dettur niður um glufur kerfisins og því endi það oft á aðstandendum að glíma við vandann og oft lendi þetta fólk á götunni þar sem það sé berskjaldað. Þá sé því stundum gefin geðlyf sem jafnvel auki á vandann. „Nýgengni hér á Íslandi er þannig að það er á milli eitt þúsund og fimmtán hundruð manns árlega sem verða fyrir heilaáverkum. Af þeim eru sirka tvö hundruð til þrjú hundruð og fimmtíu sem fá langvarandi fatlanir. Og á milli tíu til tuttugu manns verða fyrir því að sýna af sér hættulega hegðun eða hegðunarvanda sem þá kemur þeim í mikil vandræði félagslega og innan kerfisins,” segir Karl Fannar Gunnarsson. Heilbrigðismál Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Sjá meira
Heilabrot, endurhæfingarsetur fyrir fólk með framheilaskaða, kynnti í dag nýtt úrræði til endurhæfingar. Hegðunarvandi er algengt vandamál eftir heilaskaða og getur birst sem óviðeigandi hegðun, skortur á framtakssemi, mótþrói, sjálfskaðandi hegðun og jafnvel ofbeldi. Hegðunarvandi getur tafið endurhæfingu og kemur í veg fyrir endurkomu fólks í samfélagið. Fram til þessa hefur ekkert meðferðarúrræði verið í boði fyrir fólk í þessari stöðu hér á landi en það hefur verið þekkt árum saman í útlöndum. En nú hefur íslenskur sérfræðingur í Kanada, Karl Fannar Gunnarsson yfirmaður atferlistengdrar taugaendurhæfingar við West Park Healthcare Centre í Toronto, tekið að sér að stýra endurhæfingu þessa hóps. „Hún felst í því að hjálpa einstaklingnum að komast aftur út í lífið eftir heilaskaða. Þá sér í lagi þá einstaklinga sem sýna af sér hegðunarvanda sem er að valda þeim vandræðum og stoppa þá í að fá meðferð annars staðar og í það að geta lifað út í samfélaginu,” segir Karl Fannar. Á kynningarfundinum í dag var því lýst hvernig fólk sem orðið hefur fyrir framheilaskaða dettur niður um glufur kerfisins og því endi það oft á aðstandendum að glíma við vandann og oft lendi þetta fólk á götunni þar sem það sé berskjaldað. Þá sé því stundum gefin geðlyf sem jafnvel auki á vandann. „Nýgengni hér á Íslandi er þannig að það er á milli eitt þúsund og fimmtán hundruð manns árlega sem verða fyrir heilaáverkum. Af þeim eru sirka tvö hundruð til þrjú hundruð og fimmtíu sem fá langvarandi fatlanir. Og á milli tíu til tuttugu manns verða fyrir því að sýna af sér hættulega hegðun eða hegðunarvanda sem þá kemur þeim í mikil vandræði félagslega og innan kerfisins,” segir Karl Fannar Gunnarsson.
Heilbrigðismál Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Sjá meira