Komu ökumönnum til bjargar í alla nótt Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. febrúar 2020 07:12 Það má með sanni segja að færð sé slæm á Suðurnesjum í dag. Lögregla á Suðurnesjum Björgunarsveitir og lögregla á Suðurnesjum voru önnum kafnar í alla nótt við að aðstoða ökumenn sem fest höfðu bíla sína á svæðinu. Þá var einnig nóg að gera hjá björgunarsveitum á Suðurlandi í gærkvöldi og í nótt, þar sem víða er þungfært. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Suðurnesjum var ófærð mikil í nótt og voru allar björgunarsveitir á svæðinu kallaðar út til að losa fasta bíla. Nokkur slík útköll voru í gangi nú skömmu fyrir klukkan sjö í morgun og færð enn talsvert þung, sérstaklega við Ásbrú. Reynt er eftir fremsta megni að halda stofnæðum opnum. Þá beinir lögregla því til fólks að mikilvægt sé að vera á vel búnum bílum í ófærðinni. Um fjörutíu tilkynningar höfðu borist Landsbjörg á Suðurnesjum á tíunda tímanum í gær. Þá myndaðist umferðarteppa á Grindavíkurvegi við Bláa lónið vegna ófærðar. Talsverðan tíma tók að greiða úr þeirri flækju og var veginum lokað um tíma. Lokað um Þrengsli og óvíst með Hellisheiði Þá sátu tugir bíla fastir á Sólheimasandi í gærkvöldi, þar sem var mjög hvasst og mikill skafrenningur. Veginum á milli Hvolsvallar og Víkur var lokað en samkvæmt korti Vegagerðarinnar er enn ófært um veginn nú. Þá var Hellisheiði lokað í morgun vegna fannfergis en hún opnuð aftur snemma á sjöunda tímanum, þó með þeim skilaboðum Vegagerðarinnar að henni gæti verið lokað aftur með litlum sem engum fyrirvara ef veður versnar. Veginum um Þrengsli var einnig lokað snemma í morgun og er hann enn lokaður. Fram kom í dagbók lögreglu í morgun að björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hefðu verið ræstar út í gærkvöldi og í nótt til að aðstoða ökumenn sem sátu fastir á Hafravatnsvegi, Þingvallavegi og Suðurlandsvegi. Þá má búast við verulegum töfum á akstursþjónustu fatlaðra hjá Strætó í höfuðborginni í dag sökum ófærðar. Nær allir bílar sem sinna þeirri þjónustu sitja nú fastir heima en færð í íbúðahverfum er einkar slæm. Upplýsingar um færð má finna á vef Vegagerðarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Björgunarsveitir Veður Tengdar fréttir Nóg að gera hjá björgunarsveitum Nóg hefur verið að gera hjá björgunarsveitum í dag og í kvöld vegna veðurs og ófærðar víða um sunnanvert landið. 27. febrúar 2020 21:41 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Björgunarsveitir og lögregla á Suðurnesjum voru önnum kafnar í alla nótt við að aðstoða ökumenn sem fest höfðu bíla sína á svæðinu. Þá var einnig nóg að gera hjá björgunarsveitum á Suðurlandi í gærkvöldi og í nótt, þar sem víða er þungfært. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Suðurnesjum var ófærð mikil í nótt og voru allar björgunarsveitir á svæðinu kallaðar út til að losa fasta bíla. Nokkur slík útköll voru í gangi nú skömmu fyrir klukkan sjö í morgun og færð enn talsvert þung, sérstaklega við Ásbrú. Reynt er eftir fremsta megni að halda stofnæðum opnum. Þá beinir lögregla því til fólks að mikilvægt sé að vera á vel búnum bílum í ófærðinni. Um fjörutíu tilkynningar höfðu borist Landsbjörg á Suðurnesjum á tíunda tímanum í gær. Þá myndaðist umferðarteppa á Grindavíkurvegi við Bláa lónið vegna ófærðar. Talsverðan tíma tók að greiða úr þeirri flækju og var veginum lokað um tíma. Lokað um Þrengsli og óvíst með Hellisheiði Þá sátu tugir bíla fastir á Sólheimasandi í gærkvöldi, þar sem var mjög hvasst og mikill skafrenningur. Veginum á milli Hvolsvallar og Víkur var lokað en samkvæmt korti Vegagerðarinnar er enn ófært um veginn nú. Þá var Hellisheiði lokað í morgun vegna fannfergis en hún opnuð aftur snemma á sjöunda tímanum, þó með þeim skilaboðum Vegagerðarinnar að henni gæti verið lokað aftur með litlum sem engum fyrirvara ef veður versnar. Veginum um Þrengsli var einnig lokað snemma í morgun og er hann enn lokaður. Fram kom í dagbók lögreglu í morgun að björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hefðu verið ræstar út í gærkvöldi og í nótt til að aðstoða ökumenn sem sátu fastir á Hafravatnsvegi, Þingvallavegi og Suðurlandsvegi. Þá má búast við verulegum töfum á akstursþjónustu fatlaðra hjá Strætó í höfuðborginni í dag sökum ófærðar. Nær allir bílar sem sinna þeirri þjónustu sitja nú fastir heima en færð í íbúðahverfum er einkar slæm. Upplýsingar um færð má finna á vef Vegagerðarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Björgunarsveitir Veður Tengdar fréttir Nóg að gera hjá björgunarsveitum Nóg hefur verið að gera hjá björgunarsveitum í dag og í kvöld vegna veðurs og ófærðar víða um sunnanvert landið. 27. febrúar 2020 21:41 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Nóg að gera hjá björgunarsveitum Nóg hefur verið að gera hjá björgunarsveitum í dag og í kvöld vegna veðurs og ófærðar víða um sunnanvert landið. 27. febrúar 2020 21:41