Kanadamenn hætta brátt að borga reikninginn vegna öryggisgæslunnar Atli Ísleifsson skrifar 28. febrúar 2020 08:02 Þau Harry og Meghan munu formlega hverfa úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar síðasta dag marsmánaðar. Getty Kanadamenn munu brátt hætta að borga fyrir þá öryggisgæslu sem fylgir veru hertogans og hertogaynjunnar af Sussex í landinu. Stjórnvöld í Kanada greindu frá því í gær að yfirvöld þar í landi muni senn hætta að sjá þeim Harry og Meghan fyrir öryggisgæslu í takt við breytt hlutverk þeirra. Kanadamenn hafa séð þeim og greitt fyrir öryggisgæslu frá því að hjónin fluttu til landsins í nóvember síðastliðinn, en þegar greint var frá ákvörðun þeirra að hverfa úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar í janúar síðastliðinn vöknuðu spurningar um hverjir myndu sjá þeim fyrir öryggisgæslu. Hefur Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, verið þráspurður af fjölmiðlum um hvernig málum verði háttað. Harry og Meghan munu formlega láta af stöðu sinni í framlínu konungsfjölskyldunnar síðasta dag marsmánaðar. Munu þau þá hætta að sinna verkefnum í nafni hennar hátignar, en fyrirkomulagið verður endurskoðað að ári. Í frétt BBC segir að ekki sé ljóst á þessu stigi hvernig fyrirkomulagið verður varðandi öryggisgæslu þeirra hjóna. Harry og Meghan hafa sagst ætla að verja tíma sínum bæði í Bretlandi og Norður-Ameríku en þau stefna að því að koma á fót góðgerðarstofnun í sínu nafni. Hafa deilur staðið um hvort að þau megi nota orðið „royal“ (í. konunglegur) í markaðssetningu og á samfélagsmiðlum. Þau Harry og Meghan hafa notast við vörumerkið „SussexRoyal“ á samfélagsmiðlum, en má nú ljóst vera að þau munu losa sig við orðið sem deilurnar standa um. Bretland Kanada Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Harry og Meghan munu hætta að nota vörumerkið SussexRoyal Hertoginn og hertogaynjan af Sussex munu hætta að notast við vörumerkið "SussexRoyal“ á vordögum. 22. febrúar 2020 09:22 Harry og Meghan sögð reið konungshöllinni vegna deilna um vörumerkið SussexRoyal Harry Bretaprins og Meghan Markle segja bresku konungsfjölskylduna ekki hafa neina lögsögu yfir notkun á orðinu "royal“ (í. konunglegur) á erlendri grundu. 23. febrúar 2020 13:21 Sussex Global Charities gæti tekið við af SussexRoyal Hertogahjónin af Sussex, þau Meghan Markle og Harry Bretaprins, gætu verið búin að finna lausn varðandi vörumerki sitt. 23. febrúar 2020 19:35 Vill bara vera kallaður Harry hér eftir Harry Bretaprins bað gesti á ferðaþjónusturáðstefnu í Edinborg í Skotlandi í gær að kalla sig „bara Harry“. 27. febrúar 2020 07:37 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Kanadamenn munu brátt hætta að borga fyrir þá öryggisgæslu sem fylgir veru hertogans og hertogaynjunnar af Sussex í landinu. Stjórnvöld í Kanada greindu frá því í gær að yfirvöld þar í landi muni senn hætta að sjá þeim Harry og Meghan fyrir öryggisgæslu í takt við breytt hlutverk þeirra. Kanadamenn hafa séð þeim og greitt fyrir öryggisgæslu frá því að hjónin fluttu til landsins í nóvember síðastliðinn, en þegar greint var frá ákvörðun þeirra að hverfa úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar í janúar síðastliðinn vöknuðu spurningar um hverjir myndu sjá þeim fyrir öryggisgæslu. Hefur Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, verið þráspurður af fjölmiðlum um hvernig málum verði háttað. Harry og Meghan munu formlega láta af stöðu sinni í framlínu konungsfjölskyldunnar síðasta dag marsmánaðar. Munu þau þá hætta að sinna verkefnum í nafni hennar hátignar, en fyrirkomulagið verður endurskoðað að ári. Í frétt BBC segir að ekki sé ljóst á þessu stigi hvernig fyrirkomulagið verður varðandi öryggisgæslu þeirra hjóna. Harry og Meghan hafa sagst ætla að verja tíma sínum bæði í Bretlandi og Norður-Ameríku en þau stefna að því að koma á fót góðgerðarstofnun í sínu nafni. Hafa deilur staðið um hvort að þau megi nota orðið „royal“ (í. konunglegur) í markaðssetningu og á samfélagsmiðlum. Þau Harry og Meghan hafa notast við vörumerkið „SussexRoyal“ á samfélagsmiðlum, en má nú ljóst vera að þau munu losa sig við orðið sem deilurnar standa um.
Bretland Kanada Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Harry og Meghan munu hætta að nota vörumerkið SussexRoyal Hertoginn og hertogaynjan af Sussex munu hætta að notast við vörumerkið "SussexRoyal“ á vordögum. 22. febrúar 2020 09:22 Harry og Meghan sögð reið konungshöllinni vegna deilna um vörumerkið SussexRoyal Harry Bretaprins og Meghan Markle segja bresku konungsfjölskylduna ekki hafa neina lögsögu yfir notkun á orðinu "royal“ (í. konunglegur) á erlendri grundu. 23. febrúar 2020 13:21 Sussex Global Charities gæti tekið við af SussexRoyal Hertogahjónin af Sussex, þau Meghan Markle og Harry Bretaprins, gætu verið búin að finna lausn varðandi vörumerki sitt. 23. febrúar 2020 19:35 Vill bara vera kallaður Harry hér eftir Harry Bretaprins bað gesti á ferðaþjónusturáðstefnu í Edinborg í Skotlandi í gær að kalla sig „bara Harry“. 27. febrúar 2020 07:37 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Harry og Meghan munu hætta að nota vörumerkið SussexRoyal Hertoginn og hertogaynjan af Sussex munu hætta að notast við vörumerkið "SussexRoyal“ á vordögum. 22. febrúar 2020 09:22
Harry og Meghan sögð reið konungshöllinni vegna deilna um vörumerkið SussexRoyal Harry Bretaprins og Meghan Markle segja bresku konungsfjölskylduna ekki hafa neina lögsögu yfir notkun á orðinu "royal“ (í. konunglegur) á erlendri grundu. 23. febrúar 2020 13:21
Sussex Global Charities gæti tekið við af SussexRoyal Hertogahjónin af Sussex, þau Meghan Markle og Harry Bretaprins, gætu verið búin að finna lausn varðandi vörumerki sitt. 23. febrúar 2020 19:35
Vill bara vera kallaður Harry hér eftir Harry Bretaprins bað gesti á ferðaþjónusturáðstefnu í Edinborg í Skotlandi í gær að kalla sig „bara Harry“. 27. febrúar 2020 07:37