49 í sóttkví eftir að smitið var staðfest Nadine Guðrún Yaghi og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 29. febrúar 2020 11:16 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm 49 manns eru nú í sóttkví, bæði erlendis og hér á Íslandi, eftir að íslenskur maður á fimmtugsaldri greindist með kórónuveiruna sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19 í gær. Þetta staðfesti Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. Aðspurður segir hann stöðuna í málinu vera sambærilega og í gær. „Við fórum í gærkvöldi og reyndum að rekja hugsanlegar smitleiðir þessa einstaklings sem var jákvæður. Út þeirri vinnu kom það að við óskuðum eftir því við 49 einstaklinga sem eru bæði staddir á Íslandi og erlendis að vera í sóttkví næstu 14 daga,“ segir Víðir. Hann bætir við að einstaklingarnir sem um ræðir hafi verið beðnir um að láta vita af sér, fari þeir að finna fyrir hvers konar veikindaeinkennum, svo hægt sé að taka sýni af viðkomandi. Þá hafi sýni verið tekið af nokkrum einstaklingum með einkenni nú þegar, en niðurstaðna úr þeim sýnum er að vænta síðar í dag. Víðir segir að ferðir eiginkonu smitaða mannsins ekki hafa verið raktar, en sýni af henni reyndist neikvætt. „Eftir að við fengum þær fréttir þá stoppuðum við þá leið. Við vorum komin með heilmiklar upplýsingar en þegar sýnið úr henni reyndist vera neikvætt fórum við ekki lengra með það.“ Í hádeginu fer fram stöðufundur viðbragðsaðila. „Við erum með stöðufund með sóttvarnalækni og almannavörnum í hádeginu þar sem við förum yfir hvað hefur gerst í nótt og morgun og setjum niður verkefni dagsins. Annars erum við að vinna eftir okkar viðbragðsáætlun þar sem við erum í miklum samskiptum og tryggjum samhæfingu allra,“ segir Víðir. Hann ítrekar einnig mikilvægi þess að almenningur haldi ró sinni og haldi áfram að lifa sínu lífi á sem eðlilegastan hátt. „Þó að við séum á hættustigi þá hefur það ekki áhrif á starfsemi í landinu, menn halda áfram að gera það sem þeir eru vanir að gera og fylgja leiðbeiningum sóttvarnarlæknis um eigin smitvarnir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51 Þrjú lögregluembætti vinna að því að greina ferðir mannsins Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, brýnir fyrir fólki að leita til fjölmiðla fyrir upplýsingar um þróun mála varðandi kórónuveiruna COVID-19. 28. febrúar 2020 19:45 Var með fjölskyldunni og fleiri Íslendingum í skíðaferð á Norður-Ítalíu Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 var á skíðaferðalagi með fjölskyldu sinni, eiginkonu og dóttur, á Norður-Ítalíu ásamt fleiri Íslendingum fyrr í þessum mánuði. 28. febrúar 2020 16:18 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Ætla að efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Sjá meira
49 manns eru nú í sóttkví, bæði erlendis og hér á Íslandi, eftir að íslenskur maður á fimmtugsaldri greindist með kórónuveiruna sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19 í gær. Þetta staðfesti Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. Aðspurður segir hann stöðuna í málinu vera sambærilega og í gær. „Við fórum í gærkvöldi og reyndum að rekja hugsanlegar smitleiðir þessa einstaklings sem var jákvæður. Út þeirri vinnu kom það að við óskuðum eftir því við 49 einstaklinga sem eru bæði staddir á Íslandi og erlendis að vera í sóttkví næstu 14 daga,“ segir Víðir. Hann bætir við að einstaklingarnir sem um ræðir hafi verið beðnir um að láta vita af sér, fari þeir að finna fyrir hvers konar veikindaeinkennum, svo hægt sé að taka sýni af viðkomandi. Þá hafi sýni verið tekið af nokkrum einstaklingum með einkenni nú þegar, en niðurstaðna úr þeim sýnum er að vænta síðar í dag. Víðir segir að ferðir eiginkonu smitaða mannsins ekki hafa verið raktar, en sýni af henni reyndist neikvætt. „Eftir að við fengum þær fréttir þá stoppuðum við þá leið. Við vorum komin með heilmiklar upplýsingar en þegar sýnið úr henni reyndist vera neikvætt fórum við ekki lengra með það.“ Í hádeginu fer fram stöðufundur viðbragðsaðila. „Við erum með stöðufund með sóttvarnalækni og almannavörnum í hádeginu þar sem við förum yfir hvað hefur gerst í nótt og morgun og setjum niður verkefni dagsins. Annars erum við að vinna eftir okkar viðbragðsáætlun þar sem við erum í miklum samskiptum og tryggjum samhæfingu allra,“ segir Víðir. Hann ítrekar einnig mikilvægi þess að almenningur haldi ró sinni og haldi áfram að lifa sínu lífi á sem eðlilegastan hátt. „Þó að við séum á hættustigi þá hefur það ekki áhrif á starfsemi í landinu, menn halda áfram að gera það sem þeir eru vanir að gera og fylgja leiðbeiningum sóttvarnarlæknis um eigin smitvarnir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51 Þrjú lögregluembætti vinna að því að greina ferðir mannsins Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, brýnir fyrir fólki að leita til fjölmiðla fyrir upplýsingar um þróun mála varðandi kórónuveiruna COVID-19. 28. febrúar 2020 19:45 Var með fjölskyldunni og fleiri Íslendingum í skíðaferð á Norður-Ítalíu Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 var á skíðaferðalagi með fjölskyldu sinni, eiginkonu og dóttur, á Norður-Ítalíu ásamt fleiri Íslendingum fyrr í þessum mánuði. 28. febrúar 2020 16:18 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Ætla að efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Sjá meira
Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51
Þrjú lögregluembætti vinna að því að greina ferðir mannsins Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, brýnir fyrir fólki að leita til fjölmiðla fyrir upplýsingar um þróun mála varðandi kórónuveiruna COVID-19. 28. febrúar 2020 19:45
Var með fjölskyldunni og fleiri Íslendingum í skíðaferð á Norður-Ítalíu Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 var á skíðaferðalagi með fjölskyldu sinni, eiginkonu og dóttur, á Norður-Ítalíu ásamt fleiri Íslendingum fyrr í þessum mánuði. 28. febrúar 2020 16:18