85 manns í sóttkví vegna kórónuveirunnar: „Hann er hitalaus og ekki hóstandi“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 29. febrúar 2020 18:45 85 manns eru nú í sóttkví hér á landi vegna kórónuveirunnar. Öll sýni sem tekin voru úr fólki sem tengdust fyrsta greinda tilfellinu hérlendis, hafa reynst neikvæðar. Samstarfsmenn mannsins, sem greindur var með veiruna, gagnrýna vinnubrögð yfirvalda harðlega. Greint var frá því í gær að fyrsta tilfelli kórónuveiru sem veldur Covid-19 sjúkdómi hafi greinist á Íslandi. Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri, sem var á ferðalagi í Ítalíu, ásamt eiginkonu sinni og dóttur, veiktist nokkrum dögum eftir heimkomu. 49 manns, sem höfðu átt í miklum samskiptum við manninn, voru beðnir um að vera í sóttkví í 14 daga. Öll sýni, alls 24, sem tekin voru í gær reyndust neikvæð. „Þannig það var mjög ánægjulegt fyrir okkur að fá þær fréttir í dag,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra. Fólkið verði þó áfram í sóttkví en alls eru 85 Íslendingar í sóttkví sem stendur. „Vegna þess að það þýðir bara það að fólkið hafi ekki smitast ennþá en við viljum halda þeim áfram í sóttkví þrátt fyrir það að þessi sýni hafi reynst neikvæð,“ segir Víðir. Nokkur sýni hafi verið tekin í dag og niðurstöðu sé að vænta á morgun. Hinn smitaði er nú í einangrun á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Yfirlæknir segir líðan mannsins vera góða. „Hann er í raun ekki veikur. Hitalaus og ber sig vel miðað við aðstæður, ekki hóstandi og með góð lífsmörk,“ segir Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Búið hafi verið að ákveða að leggja þann fyrsta sem greindist inn á deildina til þess að geta fylgst með. Sýni sem tekið var úr eiginkonu mannsins í gær reyndist neikvætt. Fjölskylda mannsins er í heimasóttkví og í samtali við fréttastofu segir hún þau hafa það ágætt miðað við aðstæður. Hinn smitaði vinnur um það bil tuttugu manna vinnustað. Hann mætti til vinnu á mánudag og þriðjudag í síðustu viku og fór slappur heim úr vinnu um hádegisbil á miðvikudag. Hann var greindur með veiruna tveimur dögum síðar. Stjórnandi vinnustaðarins segir í samtali við fréttastofu að hann sé afar gagnrýnin á vinnubrögð yfirvalda. Eftir að samstarfsmenn hafi frétt af því að maðurinn væri smitaður um klukkan tvö í gær hafi enginn náð sambandi við síma 1700. Þá hafi það verið með krókaleiðum sem starfsmenn náðu sambandi við starfsmann embættis landlæknis um hálf sex leytið. Eftir það hafi viðbragðsaðilar mætt og tekið sýni úr samstarfsfólki mannsins. Stjórnandinn segir að sér hafi blöskrað að ekki hafi verið haft samband að fyrra bragði. Víðir segir að draga megi lærdóm af gagnrýninni. „Við erum í dag búin að vera rýna þessa punkta og við erum búin að breyta ákveðnum þáttum og gera þá skarpari í verkferlunum og stytta þennan tíma frá því við fáum jákvætt sýni þar til við erum búin að upplýsa alla þá sem við þurfum að gera,“ segir Víðir. Þá segir stjórnandi vinnustaðarins að starfsfólk hafi ekki fengið nægilegar skýrar upplýsingar um það hvort það ætti að vera í sóttkví eða ekki. Í raun hafi þau formlega frétt af því í fjölmiðlum í dag. „Það er bara aftur greinilegt að við höfum ekki verið nægilega skýr í upplýsingagjöfinni þannig við erum búin að setja það inn í okkar ferli að það sé mjög skýrt sagt við fólkið að það eigi að vera í sóttkví,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Sjá meira
85 manns eru nú í sóttkví hér á landi vegna kórónuveirunnar. Öll sýni sem tekin voru úr fólki sem tengdust fyrsta greinda tilfellinu hérlendis, hafa reynst neikvæðar. Samstarfsmenn mannsins, sem greindur var með veiruna, gagnrýna vinnubrögð yfirvalda harðlega. Greint var frá því í gær að fyrsta tilfelli kórónuveiru sem veldur Covid-19 sjúkdómi hafi greinist á Íslandi. Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri, sem var á ferðalagi í Ítalíu, ásamt eiginkonu sinni og dóttur, veiktist nokkrum dögum eftir heimkomu. 49 manns, sem höfðu átt í miklum samskiptum við manninn, voru beðnir um að vera í sóttkví í 14 daga. Öll sýni, alls 24, sem tekin voru í gær reyndust neikvæð. „Þannig það var mjög ánægjulegt fyrir okkur að fá þær fréttir í dag,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra. Fólkið verði þó áfram í sóttkví en alls eru 85 Íslendingar í sóttkví sem stendur. „Vegna þess að það þýðir bara það að fólkið hafi ekki smitast ennþá en við viljum halda þeim áfram í sóttkví þrátt fyrir það að þessi sýni hafi reynst neikvæð,“ segir Víðir. Nokkur sýni hafi verið tekin í dag og niðurstöðu sé að vænta á morgun. Hinn smitaði er nú í einangrun á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Yfirlæknir segir líðan mannsins vera góða. „Hann er í raun ekki veikur. Hitalaus og ber sig vel miðað við aðstæður, ekki hóstandi og með góð lífsmörk,“ segir Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Búið hafi verið að ákveða að leggja þann fyrsta sem greindist inn á deildina til þess að geta fylgst með. Sýni sem tekið var úr eiginkonu mannsins í gær reyndist neikvætt. Fjölskylda mannsins er í heimasóttkví og í samtali við fréttastofu segir hún þau hafa það ágætt miðað við aðstæður. Hinn smitaði vinnur um það bil tuttugu manna vinnustað. Hann mætti til vinnu á mánudag og þriðjudag í síðustu viku og fór slappur heim úr vinnu um hádegisbil á miðvikudag. Hann var greindur með veiruna tveimur dögum síðar. Stjórnandi vinnustaðarins segir í samtali við fréttastofu að hann sé afar gagnrýnin á vinnubrögð yfirvalda. Eftir að samstarfsmenn hafi frétt af því að maðurinn væri smitaður um klukkan tvö í gær hafi enginn náð sambandi við síma 1700. Þá hafi það verið með krókaleiðum sem starfsmenn náðu sambandi við starfsmann embættis landlæknis um hálf sex leytið. Eftir það hafi viðbragðsaðilar mætt og tekið sýni úr samstarfsfólki mannsins. Stjórnandinn segir að sér hafi blöskrað að ekki hafi verið haft samband að fyrra bragði. Víðir segir að draga megi lærdóm af gagnrýninni. „Við erum í dag búin að vera rýna þessa punkta og við erum búin að breyta ákveðnum þáttum og gera þá skarpari í verkferlunum og stytta þennan tíma frá því við fáum jákvætt sýni þar til við erum búin að upplýsa alla þá sem við þurfum að gera,“ segir Víðir. Þá segir stjórnandi vinnustaðarins að starfsfólk hafi ekki fengið nægilegar skýrar upplýsingar um það hvort það ætti að vera í sóttkví eða ekki. Í raun hafi þau formlega frétt af því í fjölmiðlum í dag. „Það er bara aftur greinilegt að við höfum ekki verið nægilega skýr í upplýsingagjöfinni þannig við erum búin að setja það inn í okkar ferli að það sé mjög skýrt sagt við fólkið að það eigi að vera í sóttkví,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Sjá meira