Útlit fyrir snúna stjórnarmyndun á Írlandi eftir sigur þjóðernissinna Kjartan Kjartansson skrifar 10. febrúar 2020 10:23 Mary Lou McDonald (f.m.) fagnar með félögum sínum í Sinn Féin. Vísir/EPA Sögulegur sigur írskra þjóðernissinna í þingkosningum á Írlandi í gær er talinn þýða að erfitt verði að mynda ríkisstjórn. Enginn flokkur náði hreinum meirihluta í kosningunum og flokkarnir tveir sem hafa skipst á að stjórna landinu hafa fram til þessa neita að vinna með þjóðernissinnum Sinn Féin. Sinn Féin hlaut 24,5% atkvæða gegn 22,2% Fianna Fáil og 20,9% Fine Gael, miðhægriflokkanna sem hafa stýrt Írlandi um áratugaskeið, þegar búið er að telja fyrsta val. Írskir kjósendur raða frambjóðendum eftir fyrsta, öðru og þriðja vali. Talning á öðru og þriðja vali stendur enn yfir. Ólíklegt er að Sinn Féin verði stærsti flokkurinn á Dáil, írska þinginu, þegar endanleg úrslit liggja fyrir, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Flokkurinn stillti upp færri frambjóðendum en stóru flokkarnir. Ljóst er þó að flokkurinn bætir verulega við þá 23 þingmenn sem hann náði í kosningunum árið 2016. Fianna Fáil og Fine Gael hafa fram að þessu útilokað ríkisstjórnarsamstarf við Sinn Féin. Flokkarnir hafa vísað til skattastefnu þjóðernisflokksins og sögulegra tengsla hans við Írska lýðveldisherinn (IRA). Leo Varadkar, forsætisráðherra og leiðtogi Fine Gael, viðurkenndi að stjórnarmyndun yrði „snúin“ í gærkvöldi. Ljóst væri að hefðbundið tveggja flokka kerfi á Írlandi væri nú orðið að þriggja flokka kerfi. MIchaél Martin, leiptogi Fianna Fáil, lokaði ekki alfarið á möguleikann á samstarfi við Sinn Féin eftir að úrslit lágu fyrir að taldi þó að flokkarnir ættu ekki saman að verulegu leyti. Á meðan hrósaði Mary Lou McDonald, leiðtogi Sinn Féin, sigri og lýsti kosningunum sem „nokkurs konar byltingu í kjörkössunum“. Hún segist kanna möguleikann á að mynda ríkisstjórn án Fine Gael og Fianna Fáil. Írland Tengdar fréttir Þrír stærstu flokkarnir hnífjafnir Þrír stærstu flokkarnir á Írlandi, Fine Gael, Fianna Fáil og Sinn Féin eru allir með um 22% fylgi í þingkosningum til neðri deildar samkvæmt útgönguspám. 9. febrúar 2020 09:43 Sinn Fein með forskot í könnunum fyrir írsku kosningarnar Írski þjóðernisflokkurinn sem hefur lengi verið bendlaður við Írska lýðveldisherinn (IRA) hefur aldrei setið í ríkisstjórn en hinir stóru flokkarnir neita að vinna með honum. 4. febrúar 2020 16:15 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Sjá meira
Sögulegur sigur írskra þjóðernissinna í þingkosningum á Írlandi í gær er talinn þýða að erfitt verði að mynda ríkisstjórn. Enginn flokkur náði hreinum meirihluta í kosningunum og flokkarnir tveir sem hafa skipst á að stjórna landinu hafa fram til þessa neita að vinna með þjóðernissinnum Sinn Féin. Sinn Féin hlaut 24,5% atkvæða gegn 22,2% Fianna Fáil og 20,9% Fine Gael, miðhægriflokkanna sem hafa stýrt Írlandi um áratugaskeið, þegar búið er að telja fyrsta val. Írskir kjósendur raða frambjóðendum eftir fyrsta, öðru og þriðja vali. Talning á öðru og þriðja vali stendur enn yfir. Ólíklegt er að Sinn Féin verði stærsti flokkurinn á Dáil, írska þinginu, þegar endanleg úrslit liggja fyrir, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Flokkurinn stillti upp færri frambjóðendum en stóru flokkarnir. Ljóst er þó að flokkurinn bætir verulega við þá 23 þingmenn sem hann náði í kosningunum árið 2016. Fianna Fáil og Fine Gael hafa fram að þessu útilokað ríkisstjórnarsamstarf við Sinn Féin. Flokkarnir hafa vísað til skattastefnu þjóðernisflokksins og sögulegra tengsla hans við Írska lýðveldisherinn (IRA). Leo Varadkar, forsætisráðherra og leiðtogi Fine Gael, viðurkenndi að stjórnarmyndun yrði „snúin“ í gærkvöldi. Ljóst væri að hefðbundið tveggja flokka kerfi á Írlandi væri nú orðið að þriggja flokka kerfi. MIchaél Martin, leiptogi Fianna Fáil, lokaði ekki alfarið á möguleikann á samstarfi við Sinn Féin eftir að úrslit lágu fyrir að taldi þó að flokkarnir ættu ekki saman að verulegu leyti. Á meðan hrósaði Mary Lou McDonald, leiðtogi Sinn Féin, sigri og lýsti kosningunum sem „nokkurs konar byltingu í kjörkössunum“. Hún segist kanna möguleikann á að mynda ríkisstjórn án Fine Gael og Fianna Fáil.
Írland Tengdar fréttir Þrír stærstu flokkarnir hnífjafnir Þrír stærstu flokkarnir á Írlandi, Fine Gael, Fianna Fáil og Sinn Féin eru allir með um 22% fylgi í þingkosningum til neðri deildar samkvæmt útgönguspám. 9. febrúar 2020 09:43 Sinn Fein með forskot í könnunum fyrir írsku kosningarnar Írski þjóðernisflokkurinn sem hefur lengi verið bendlaður við Írska lýðveldisherinn (IRA) hefur aldrei setið í ríkisstjórn en hinir stóru flokkarnir neita að vinna með honum. 4. febrúar 2020 16:15 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Sjá meira
Þrír stærstu flokkarnir hnífjafnir Þrír stærstu flokkarnir á Írlandi, Fine Gael, Fianna Fáil og Sinn Féin eru allir með um 22% fylgi í þingkosningum til neðri deildar samkvæmt útgönguspám. 9. febrúar 2020 09:43
Sinn Fein með forskot í könnunum fyrir írsku kosningarnar Írski þjóðernisflokkurinn sem hefur lengi verið bendlaður við Írska lýðveldisherinn (IRA) hefur aldrei setið í ríkisstjórn en hinir stóru flokkarnir neita að vinna með honum. 4. febrúar 2020 16:15