Slepptu að auglýsa og höfðu samband við mögulega bæjarstjóra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. febrúar 2020 11:00 Frá Ísafirði. Ísafjarðarbær er stærsta sveitarfélagið á Vestfjörðum. Í bæjarfélaginu eru Ísafjörður, Flateyri, Þingeyri, Suðureyri og Hnífsdalur. Vísir/Egill Kristján Þórir Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, reiknar með að það skýrist í vikunni hver verður nýr bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ. Komist var að samkomulagi um starfslok Guðmundar Gunnarssonar bæjarstjóra í janúar og Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari og starfandi bæjarstjóri, hefur ráðið sig til starfa sem sveitarstjóra í Borgarbyggð. „Við erum í viðræðum við aðila. Það eru nokkur nöfn á blaði,“ segir Kristján Þórir í samtali við Vísi. Þreyfingar standi yfir og mjög líklegt að það skýrist í næstu viku hver leiði Ísafjarðarbæ út kjörtímabilið. Guðmundur Gunnarsson, fráfarandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.Vísir/Vilhelm Með nokkur nöfn á blaði Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn mynda meirihluta í bæjarstjórn á Ísafirði. Framsókn gerði þá kröfu fyrir samstarfið að auglýst yrði eftir ópólitískum bæjarstjóra sem varð raunin. Var Guðmundur Gunnarsson ráðinn úr hópi umsækjenda en hann er Bolvíkingur og þekkir vel til á svæðinu. Kristján Þórir segir að nú sé verið að skoða nöfn sem komið hafa upp við hugmyndavinnu. Þau hafi ákveðið að sleppa því að auglýsa starfið til að byrja með. „Við litum á að það væri betra að byrja svona miðað við hvernig þetta þróaðist núna. Það tæki skemmri tíma. En ef það gengur ekki upp þá auglýsum við,“ segir Kristján Þórir. Hann á þó ekki von á að svo verði enda séu góðir kandídatar á blaði. Þórólfur Árnason er ekki í viðræðum um starf bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar.Vísir/Sigurjón Í tveggja manna úrtaki í Borgarbyggð Nafn Þórólfs Árnasonar, fyrrverandi borgarstjóra í Reykjavík og samgöngustjóra, hefur verið nefnt í því samhengi. Þórólfur segir engan fót fyrir því í samtali við Vísi en telur sig kunna skýringu á orðróminum. „Ég var í tveggja manna úrtaki í Borgarbyggð, það er sjálfsagt ruglingurinn,“ segir Þórólfur sem sótti um stöðu sveitarstjóra í Borgarbyggð. Úr varð að Þórdís Sif var ráðin sveitarstjóri en hún á ættir að rekja í Borgarnes líkt og Þórólfur. Þórólfur var ekki endurráðinn sem Samgöngustjóri í fyrra sem kom honum í opna skjöldu. Hann óskaði eftir rökstuðningi frá samgönguráðuneytinu og sendi umboðsmanni Alþingis erindi vegna þessa. Þórólfur segir umboðsmann hafa sent ráðuneytinu bréf vegna þessa og málið því enn í skoðun. Jón Gunnar Jónsson var ráðinn samgöngustjóri. Borgarbyggð Ísafjarðarbær Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Fær sex mánaða laun Guðmundur Gunnarsson, fráfarandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, fær sex mánaða laun við starfslok sín. 29. janúar 2020 23:30 Lætur af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, hafa komist að samkomulagi um starfslok Guðmundar og lætur hann af störfum nú þegar. 27. janúar 2020 10:36 Ísafjarðarbær missir annan bæjarstjóra sinn á einni viku Byggðarráð Borgarbyggðar hefur lagt til að gengið verði til samninga við Þórdísi Sif Sigurðardóttur um starf sveitarstjóra Borgarbyggðar og verður sú ákvörðun lögð fyrir sveitarstjórn þann 13. febrúar næstkomandi. Fimmtán sóttu um starfið. 6. febrúar 2020 11:33 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Sjá meira
Kristján Þórir Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, reiknar með að það skýrist í vikunni hver verður nýr bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ. Komist var að samkomulagi um starfslok Guðmundar Gunnarssonar bæjarstjóra í janúar og Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari og starfandi bæjarstjóri, hefur ráðið sig til starfa sem sveitarstjóra í Borgarbyggð. „Við erum í viðræðum við aðila. Það eru nokkur nöfn á blaði,“ segir Kristján Þórir í samtali við Vísi. Þreyfingar standi yfir og mjög líklegt að það skýrist í næstu viku hver leiði Ísafjarðarbæ út kjörtímabilið. Guðmundur Gunnarsson, fráfarandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.Vísir/Vilhelm Með nokkur nöfn á blaði Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn mynda meirihluta í bæjarstjórn á Ísafirði. Framsókn gerði þá kröfu fyrir samstarfið að auglýst yrði eftir ópólitískum bæjarstjóra sem varð raunin. Var Guðmundur Gunnarsson ráðinn úr hópi umsækjenda en hann er Bolvíkingur og þekkir vel til á svæðinu. Kristján Þórir segir að nú sé verið að skoða nöfn sem komið hafa upp við hugmyndavinnu. Þau hafi ákveðið að sleppa því að auglýsa starfið til að byrja með. „Við litum á að það væri betra að byrja svona miðað við hvernig þetta þróaðist núna. Það tæki skemmri tíma. En ef það gengur ekki upp þá auglýsum við,“ segir Kristján Þórir. Hann á þó ekki von á að svo verði enda séu góðir kandídatar á blaði. Þórólfur Árnason er ekki í viðræðum um starf bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar.Vísir/Sigurjón Í tveggja manna úrtaki í Borgarbyggð Nafn Þórólfs Árnasonar, fyrrverandi borgarstjóra í Reykjavík og samgöngustjóra, hefur verið nefnt í því samhengi. Þórólfur segir engan fót fyrir því í samtali við Vísi en telur sig kunna skýringu á orðróminum. „Ég var í tveggja manna úrtaki í Borgarbyggð, það er sjálfsagt ruglingurinn,“ segir Þórólfur sem sótti um stöðu sveitarstjóra í Borgarbyggð. Úr varð að Þórdís Sif var ráðin sveitarstjóri en hún á ættir að rekja í Borgarnes líkt og Þórólfur. Þórólfur var ekki endurráðinn sem Samgöngustjóri í fyrra sem kom honum í opna skjöldu. Hann óskaði eftir rökstuðningi frá samgönguráðuneytinu og sendi umboðsmanni Alþingis erindi vegna þessa. Þórólfur segir umboðsmann hafa sent ráðuneytinu bréf vegna þessa og málið því enn í skoðun. Jón Gunnar Jónsson var ráðinn samgöngustjóri.
Borgarbyggð Ísafjarðarbær Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Fær sex mánaða laun Guðmundur Gunnarsson, fráfarandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, fær sex mánaða laun við starfslok sín. 29. janúar 2020 23:30 Lætur af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, hafa komist að samkomulagi um starfslok Guðmundar og lætur hann af störfum nú þegar. 27. janúar 2020 10:36 Ísafjarðarbær missir annan bæjarstjóra sinn á einni viku Byggðarráð Borgarbyggðar hefur lagt til að gengið verði til samninga við Þórdísi Sif Sigurðardóttur um starf sveitarstjóra Borgarbyggðar og verður sú ákvörðun lögð fyrir sveitarstjórn þann 13. febrúar næstkomandi. Fimmtán sóttu um starfið. 6. febrúar 2020 11:33 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Sjá meira
Fær sex mánaða laun Guðmundur Gunnarsson, fráfarandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, fær sex mánaða laun við starfslok sín. 29. janúar 2020 23:30
Lætur af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, hafa komist að samkomulagi um starfslok Guðmundar og lætur hann af störfum nú þegar. 27. janúar 2020 10:36
Ísafjarðarbær missir annan bæjarstjóra sinn á einni viku Byggðarráð Borgarbyggðar hefur lagt til að gengið verði til samninga við Þórdísi Sif Sigurðardóttur um starf sveitarstjóra Borgarbyggðar og verður sú ákvörðun lögð fyrir sveitarstjórn þann 13. febrúar næstkomandi. Fimmtán sóttu um starfið. 6. febrúar 2020 11:33
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent