Félag heyrnarlausra sextíu ára Hervör Guðjónsdóttir skrifar 11. febrúar 2020 08:00 Ég var 28 ára með fyrsta barnið innan við ársgamalt þegar stofan á heimili okkar Guðmundar K. Egilssonar fylltist af fólki. Heyrnarlausum vinum mínum. Þá var ég búin að baka fáeinar kökur og stafli af pönnukökum beið gestanna. Þeir voru samt eiginlega ekki lengur gestur því við höfðum í rauninni breytt heimili okkar í félagsheimili fyrir heyrnarlausa. En auðvitað kom ekki annað til greina en að bjóða upp á kaffi og meðlæti því þessar samkomur okkar heima í stofu áttu það til að dragast á langinn. Guðmundur kom oft seint heim úr vinnu og fór þá strax að fá lánaða stóla og undirbúa fundina því við vorum ekki að hittast til þess eins að ræða um daginn og veginn. Ég minnist þess þegar ég kalla fram í hugann myndina af vinum mínum í stofunni heima hvað það var mikil ástríða í umræðunni, margar hendur á lofti þar sem allir tala táknmál, og allir höfðu eitthvað gott fram að leggja. Við vorum nefnilega að ræða um formlega stofnun Félags heyrnarlausra. Í dag, 11. febrúar, eru sextíu ár liðin frá því félagið var stofnað. Ástríðan á undirbúningstímanum spratt upp af einskærri réttlætiskennd. Baráttumál okkar voru mörg og brýn, við höfum lakari stöðu en aðrir, höfðum á tilfinningunni að við værum litin hornauga. Við áttum ekkert húsnæði, engan samastað annan en heimili okkar eða foreldra okkar. Við vissum að tilraun til að stofna formlegt félag hafði átta árum áður farið út um þúfur og ætluðum ekki að láta það endurtaka sig. Við fengum Brand heitinn Jónsson skólastjóra Málleysingjaskólans - eins og hann hét þá - til liðs við okkur, til að vinna með okkur að gerð fyrstu laganna og undirbúa stofnfundinn sem haldinn var í skólanum við Stakkholt. Á fundinn komu 33 einstaklingar sem allir gengu í félagið. Við ákváðum nafnið á félaginu úr hópi sex tillagna, samþykktum fyrstu lög félagsins og skipuðum í stjórn. Þegar ég kalla fram minningar um stofnfundinn fyllist ég stolti. Við vorum svo samtaka og sterk! Félagið reyndist vera okkur mikils virði, rödd okkar varð miklu sterkari og smám saman hefur staða okkar í samfélaginu batnað. Viðurkenning á táknmálinu var ártugum fjarri þegar Félag heyrnarlausra varð til, túlkaþjónustuna var engin, við höfðum ekki einu sinni rétt til þess að taka bílpróf! Það var reyndar eitt af fyrstu baráttumálum félagins og náðist í gegnum Alþingi fjórum árum eftir stofnun félagsins með samþykkt á breytingum á umferðarlögum. Ég var í hópi þriggja fyrstu sem luku bílprófi og fyrsta konan. Ég óska félaginu mínu innilega til hamingju á þessum tímamótum. Megi því auðnast að halda uppi merki heyrnarlausra um ókomna tíð. Höfundur er fyrrverandi formaður Félags heyrnarlausra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tímamót Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Ég var 28 ára með fyrsta barnið innan við ársgamalt þegar stofan á heimili okkar Guðmundar K. Egilssonar fylltist af fólki. Heyrnarlausum vinum mínum. Þá var ég búin að baka fáeinar kökur og stafli af pönnukökum beið gestanna. Þeir voru samt eiginlega ekki lengur gestur því við höfðum í rauninni breytt heimili okkar í félagsheimili fyrir heyrnarlausa. En auðvitað kom ekki annað til greina en að bjóða upp á kaffi og meðlæti því þessar samkomur okkar heima í stofu áttu það til að dragast á langinn. Guðmundur kom oft seint heim úr vinnu og fór þá strax að fá lánaða stóla og undirbúa fundina því við vorum ekki að hittast til þess eins að ræða um daginn og veginn. Ég minnist þess þegar ég kalla fram í hugann myndina af vinum mínum í stofunni heima hvað það var mikil ástríða í umræðunni, margar hendur á lofti þar sem allir tala táknmál, og allir höfðu eitthvað gott fram að leggja. Við vorum nefnilega að ræða um formlega stofnun Félags heyrnarlausra. Í dag, 11. febrúar, eru sextíu ár liðin frá því félagið var stofnað. Ástríðan á undirbúningstímanum spratt upp af einskærri réttlætiskennd. Baráttumál okkar voru mörg og brýn, við höfum lakari stöðu en aðrir, höfðum á tilfinningunni að við værum litin hornauga. Við áttum ekkert húsnæði, engan samastað annan en heimili okkar eða foreldra okkar. Við vissum að tilraun til að stofna formlegt félag hafði átta árum áður farið út um þúfur og ætluðum ekki að láta það endurtaka sig. Við fengum Brand heitinn Jónsson skólastjóra Málleysingjaskólans - eins og hann hét þá - til liðs við okkur, til að vinna með okkur að gerð fyrstu laganna og undirbúa stofnfundinn sem haldinn var í skólanum við Stakkholt. Á fundinn komu 33 einstaklingar sem allir gengu í félagið. Við ákváðum nafnið á félaginu úr hópi sex tillagna, samþykktum fyrstu lög félagsins og skipuðum í stjórn. Þegar ég kalla fram minningar um stofnfundinn fyllist ég stolti. Við vorum svo samtaka og sterk! Félagið reyndist vera okkur mikils virði, rödd okkar varð miklu sterkari og smám saman hefur staða okkar í samfélaginu batnað. Viðurkenning á táknmálinu var ártugum fjarri þegar Félag heyrnarlausra varð til, túlkaþjónustuna var engin, við höfðum ekki einu sinni rétt til þess að taka bílpróf! Það var reyndar eitt af fyrstu baráttumálum félagins og náðist í gegnum Alþingi fjórum árum eftir stofnun félagsins með samþykkt á breytingum á umferðarlögum. Ég var í hópi þriggja fyrstu sem luku bílprófi og fyrsta konan. Ég óska félaginu mínu innilega til hamingju á þessum tímamótum. Megi því auðnast að halda uppi merki heyrnarlausra um ókomna tíð. Höfundur er fyrrverandi formaður Félags heyrnarlausra.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun