Félag heyrnarlausra sextíu ára Hervör Guðjónsdóttir skrifar 11. febrúar 2020 08:00 Ég var 28 ára með fyrsta barnið innan við ársgamalt þegar stofan á heimili okkar Guðmundar K. Egilssonar fylltist af fólki. Heyrnarlausum vinum mínum. Þá var ég búin að baka fáeinar kökur og stafli af pönnukökum beið gestanna. Þeir voru samt eiginlega ekki lengur gestur því við höfðum í rauninni breytt heimili okkar í félagsheimili fyrir heyrnarlausa. En auðvitað kom ekki annað til greina en að bjóða upp á kaffi og meðlæti því þessar samkomur okkar heima í stofu áttu það til að dragast á langinn. Guðmundur kom oft seint heim úr vinnu og fór þá strax að fá lánaða stóla og undirbúa fundina því við vorum ekki að hittast til þess eins að ræða um daginn og veginn. Ég minnist þess þegar ég kalla fram í hugann myndina af vinum mínum í stofunni heima hvað það var mikil ástríða í umræðunni, margar hendur á lofti þar sem allir tala táknmál, og allir höfðu eitthvað gott fram að leggja. Við vorum nefnilega að ræða um formlega stofnun Félags heyrnarlausra. Í dag, 11. febrúar, eru sextíu ár liðin frá því félagið var stofnað. Ástríðan á undirbúningstímanum spratt upp af einskærri réttlætiskennd. Baráttumál okkar voru mörg og brýn, við höfum lakari stöðu en aðrir, höfðum á tilfinningunni að við værum litin hornauga. Við áttum ekkert húsnæði, engan samastað annan en heimili okkar eða foreldra okkar. Við vissum að tilraun til að stofna formlegt félag hafði átta árum áður farið út um þúfur og ætluðum ekki að láta það endurtaka sig. Við fengum Brand heitinn Jónsson skólastjóra Málleysingjaskólans - eins og hann hét þá - til liðs við okkur, til að vinna með okkur að gerð fyrstu laganna og undirbúa stofnfundinn sem haldinn var í skólanum við Stakkholt. Á fundinn komu 33 einstaklingar sem allir gengu í félagið. Við ákváðum nafnið á félaginu úr hópi sex tillagna, samþykktum fyrstu lög félagsins og skipuðum í stjórn. Þegar ég kalla fram minningar um stofnfundinn fyllist ég stolti. Við vorum svo samtaka og sterk! Félagið reyndist vera okkur mikils virði, rödd okkar varð miklu sterkari og smám saman hefur staða okkar í samfélaginu batnað. Viðurkenning á táknmálinu var ártugum fjarri þegar Félag heyrnarlausra varð til, túlkaþjónustuna var engin, við höfðum ekki einu sinni rétt til þess að taka bílpróf! Það var reyndar eitt af fyrstu baráttumálum félagins og náðist í gegnum Alþingi fjórum árum eftir stofnun félagsins með samþykkt á breytingum á umferðarlögum. Ég var í hópi þriggja fyrstu sem luku bílprófi og fyrsta konan. Ég óska félaginu mínu innilega til hamingju á þessum tímamótum. Megi því auðnast að halda uppi merki heyrnarlausra um ókomna tíð. Höfundur er fyrrverandi formaður Félags heyrnarlausra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tímamót Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ég var 28 ára með fyrsta barnið innan við ársgamalt þegar stofan á heimili okkar Guðmundar K. Egilssonar fylltist af fólki. Heyrnarlausum vinum mínum. Þá var ég búin að baka fáeinar kökur og stafli af pönnukökum beið gestanna. Þeir voru samt eiginlega ekki lengur gestur því við höfðum í rauninni breytt heimili okkar í félagsheimili fyrir heyrnarlausa. En auðvitað kom ekki annað til greina en að bjóða upp á kaffi og meðlæti því þessar samkomur okkar heima í stofu áttu það til að dragast á langinn. Guðmundur kom oft seint heim úr vinnu og fór þá strax að fá lánaða stóla og undirbúa fundina því við vorum ekki að hittast til þess eins að ræða um daginn og veginn. Ég minnist þess þegar ég kalla fram í hugann myndina af vinum mínum í stofunni heima hvað það var mikil ástríða í umræðunni, margar hendur á lofti þar sem allir tala táknmál, og allir höfðu eitthvað gott fram að leggja. Við vorum nefnilega að ræða um formlega stofnun Félags heyrnarlausra. Í dag, 11. febrúar, eru sextíu ár liðin frá því félagið var stofnað. Ástríðan á undirbúningstímanum spratt upp af einskærri réttlætiskennd. Baráttumál okkar voru mörg og brýn, við höfum lakari stöðu en aðrir, höfðum á tilfinningunni að við værum litin hornauga. Við áttum ekkert húsnæði, engan samastað annan en heimili okkar eða foreldra okkar. Við vissum að tilraun til að stofna formlegt félag hafði átta árum áður farið út um þúfur og ætluðum ekki að láta það endurtaka sig. Við fengum Brand heitinn Jónsson skólastjóra Málleysingjaskólans - eins og hann hét þá - til liðs við okkur, til að vinna með okkur að gerð fyrstu laganna og undirbúa stofnfundinn sem haldinn var í skólanum við Stakkholt. Á fundinn komu 33 einstaklingar sem allir gengu í félagið. Við ákváðum nafnið á félaginu úr hópi sex tillagna, samþykktum fyrstu lög félagsins og skipuðum í stjórn. Þegar ég kalla fram minningar um stofnfundinn fyllist ég stolti. Við vorum svo samtaka og sterk! Félagið reyndist vera okkur mikils virði, rödd okkar varð miklu sterkari og smám saman hefur staða okkar í samfélaginu batnað. Viðurkenning á táknmálinu var ártugum fjarri þegar Félag heyrnarlausra varð til, túlkaþjónustuna var engin, við höfðum ekki einu sinni rétt til þess að taka bílpróf! Það var reyndar eitt af fyrstu baráttumálum félagins og náðist í gegnum Alþingi fjórum árum eftir stofnun félagsins með samþykkt á breytingum á umferðarlögum. Ég var í hópi þriggja fyrstu sem luku bílprófi og fyrsta konan. Ég óska félaginu mínu innilega til hamingju á þessum tímamótum. Megi því auðnast að halda uppi merki heyrnarlausra um ókomna tíð. Höfundur er fyrrverandi formaður Félags heyrnarlausra.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun