Sýndu fram á árangur af fiskveiðistjórnun á vísindalegum grunni Kjartan Kjartansson skrifar 12. febrúar 2020 09:15 Bjarni Sæmundsson, rannsóknaskip Hafrannsóknstofnunar, við landfestar í Reykjavík. Hafró veitir ráðgjöf um úthlutun kvóta á grundvelli vísindalegs mats á fiskistofnum. Vísir/Vilhelm Fiskistofnar eru almennt sjálfbærir eða í vexti þar sem veiðar byggjast á vísindalegri ráðgjöf og skilvirkri stjórnun en standa veikar þar sem veiðar eru lausari í reipunum. Sérfræðingur Hafrannsóknastofnunar segir að niðurstöður nýrrar alþjóðlegrar rannsóknar þessa efnis séu í algeru samræmi við reynslu Íslendinga. Rannsóknin sem um ræðir náði til tæplega helmings sjávarafla í heiminum, um 880 fiskistofna. Niðurstaðan var sú að nærri helmingur aflans komi úr stofnum sem rannsakaðir eru vísindalega. Þeir stofnar eru að meðaltali að stækka. Greining á upplýsingum um ástand stofna og fiskveiðistjórnun í um þrjátíu ríkjum leiddi í ljós að þar sem stjórn veiða var í föstum skorðum voru stofnar sjálfbærir eða stækkandi. Þar sem veiðar voru nær óheftar ógnaði ofveiði fiskistofnum sem stóðu höllum fæti. Höfundar rannsóknarinnar, sem Háskólinn í Washington í Bandaríkjunum fór fyrir, telja að niðurstöður þeirra sýni að fiskveiðistjórnun virki þar sem henni sé komið á. Niðurstöðurnar, sem voru birtar í tímariti bandarísku vísindaakademíunnar (PNAS) um miðjan janúar, stangist á við almenna umræðu um að fiskistofnum í heiminum fari hnignandi og að stjórn fiskveiða hafi brugðist. „Fiskistofnar eru ekki allir á niðurleið í heiminum. Víða eru þeir að stækka og við kunnum nú þegar að leysa vandamálið með skilvirkri stjórn fiskveiða,“ er haft eftir Ray Hilborn, prófessor við Háskólann í Washington og aðalhöfundi rannsóknarinnar. Íslendingar gengu nærri þorskstofninum áður en stjórn veiðanna var tekin fastari tökum á 10. áratug síðustu aldar.Vísir/Vilhelm Í samræmi við reynslu Íslendinga Íslendingar tóku upp markvissa stjórn fiskveiða sem byggðist á vísindalegri ráðgjöf undir lok síðustu aldar. Ofveiðar höfðu þá komið verulega niður á þorskstofninum, einni helstu tekjulind þjóðarbúsins. Síðan þá hefur stofninn tekið við sér. Guðmundur Þórðarson, sviðsstjóri á botnsjávarsviði Hafrannsóknastofnunar, segir niðurstöður alþjóðlegu rannsóknarinnar staðfesta það sem stofnunin hefur haldið fram um ráðgjöf og veiðar. Ánægjulegt sé að þróun fyrri tíma hafi verið snúið við. „Meginniðurstöðurnar eru algerlega í samræmi við reynslu Íslands af því að vísindaleg nálgun við ráðgjöf og góð stjórnun á veiðum leiðir til sjálfbærrar nýtingar og sjálfbærni í veiðum,“ segir Guðmundur. Slæmu fréttirnar séu þó að þetta eigi fyrst og fremst við í vestrænum ríkjum þar sem miklar rannsóknir fara fram á fiskistofnum og veiðar lúta stífri stjórn og regluverki. Í þróunarríkjum í Afríku og Austur-Asíu sé staðan verri og ofveiðar séu enn stundaðar. Í rannsókninni er þannig bent á að fæstir fiskistofnar í Suður- og Suðaustur-Asíu séu metnir vísindalega. Svo gott sem ekkert mat fari fram á veiðum við Indland, Indónesíu og Kína þar sem allt að 30-40% afla heimsins er landað. Guðmundur segir að flestar þjóðir stefni þó að því að nota vísindaráðgjöf við fiskveiðar en að lönd séu mislangt á veg komin í þeim efnum. Mikið starf fari fram á vegum Sameinuðu þjóðanna til að aðstoða ríki til sjálfbærra veiða og Íslendingar hafi tekið þátt í því. Höfundar rannsóknarinnar telja að fiskveiðistjórnin verði að laga að aðstæðum á hverjum stað og að hún verði að henta þörfum hvers ríkis og svæðis. Aðferðir sem hafa verið notaðar í sjávarútvegi þróaðra ríkja henti ekki endilega veiðum sem eru minni í sniðum, ekki síst á svæðum þar sem lönd eru takmörkuð af fjármagni og tækni og búa við veikt stjórnkerfi. Meginmarkmið ætti að vera að draga úr veiðiálagi þegar það er of hátt og að finna leiðir til fá fiskiskipaflota heimsins til þess að meta heilbrigða fiskstofna að verðleikum. Stjórn sameiginlegra stofna gengið verr Hætta á ofveiðum er þó ekki alfarið bundin við þróunarríki. Dæmi eru um að deilur um sameiginlega stofna hafi leitt til veiðiálags sem talið er ósjálfbært til lengri tíma litið. „Það má eiginlega segja að stjórn okkar á fiskveiðum innan landhelgi sé góð heilt yfir en þegar kemur að sameiginlegum stofnum hefur gengið illa að semja,“ segir Guðmundur. Íslendingar, Evrópusambandið, Norðmenn og Rússar hafa þannig deilt um skiptingu á makríl sem byrjaði skyndilega að ganga inn í íslenska lögsögu fyrir rúmum áratug. „Allar þjóðirnar segjast vilja stjórna veiðum byggt á ráðgjöf en setja aflamark samkvæmt þeirri hlutdeild sem þær telja sig eiga skilið. Summan af öllum þessum hlutdeildum eða prósentum sem þjóðirnar setja sér er hins vegar meiri en 100% þannig að það er veitt meira en ráðlagt er,“ segir Guðmundur sem telur stjórn veiða á makríl, kolmuna og norsk-íslensku síldinni ákaflega takmarkaða. Sjá einnig: Deilur um yfirráð nytjastofna gætu orðið tíðari með hlýnun hafsins Erfitt hefur reynst að leggja mat á makrílstofninn og segir Guðmundur að mat Alþjóðahafrannsóknaráðsins hafi tekið miklum breytingum. Þrátt fyrir allt virðist ástand stofnsins yfir varúðarmörkum. Ekki er þó sjálfgefið að makrílstofninn haldist í horfinu haldi þjóðirnar áfram veiðum á þessum forsendum. „Það leiðir með tíð og tíma til þess að stofnarnir fari niður fyrir varúðarmörk,“ segir Guðmundur. Varað var við því að breytingar á útbreiðslu og stofnstærð tegunda vegna hnattrænnar hlýnunar í höfunum af völdum manna gæti torveldað stjórn fiskveiða í skýrslu Sameinuðu þjóðanna um höf og freðhvolf jarðar í haust. Ólafur S. Ástþórsson, sjávarlíffræðingur hjá Hafró, sagði þá við Vísi að ágreiningur eins og makríldeilan gæti orðið tíðari með áframhaldandi breytingum í hafinu. Guðmundur segir hlýnun geta haft talsverð áhrif á útbreiðslu fiskistofna í okkar heimshluta og skapað deilur á milli þjóða. Landgrunn setji þó fiskistofnum oft ákveðin mörk. Þó gætu fiskistofnar gengið til og frá landgrunni Íslands yfir hryggina sem ná á milli Íslands og Grænlands í vestri og Færeyja í austri. Lífmassi fiskistofna við Ísland var talinn við eða yfir meðaltali í alþjóðlegri rannsókn á fiskveiðistjórnun og vísindalegri ráðgjöf.Vísir/Vilhelm Niðurskurður bitnar á ráðgjöf og nýtingu til lengdar Vísindalegar rannsóknir Hafró á fiskistofnun á miðunum við Ísland eru grundvöllur ákvarðana stjórnvalda um aflamark. Undanfarin ár hafa stjórnvöld þó gert kröfu á stofnunina um verulegan niðurskurð. Í fyrra Hafró þannig upphaflega gert að skera niður um ríflega 300 milljónir króna í rekstrinum. Dregið var úr niðurskurðinum eftir gagnrýni, meðal annars frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Guðmundur segir að hafrannsóknir séu afar kostnaðarsamar en stofnunin telji þeim fjármunum vel varið vegna þess hversu mikið er í húfi. „Það hefur alltaf verið þannig að Hafró hefur reynt að standa vörð um rannsóknir sem tengjast ráðgjöf. Grunnrannsóknir hafa því dálítið setið á hakanum. Það gerir það að verkum að það verður kannski ekki sama framþróun í skilningi á lífríkinu í hafinu sem bitnar á ráðgjöf og þar með nýtingu til lengri tíma litið,“ segir Guðmundur um áhrif niðurskurðar á vísindarannsóknir á fiskistofnum. Loftslagsmál Sjávarútvegur Vísindi Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Fiskistofnar eru almennt sjálfbærir eða í vexti þar sem veiðar byggjast á vísindalegri ráðgjöf og skilvirkri stjórnun en standa veikar þar sem veiðar eru lausari í reipunum. Sérfræðingur Hafrannsóknastofnunar segir að niðurstöður nýrrar alþjóðlegrar rannsóknar þessa efnis séu í algeru samræmi við reynslu Íslendinga. Rannsóknin sem um ræðir náði til tæplega helmings sjávarafla í heiminum, um 880 fiskistofna. Niðurstaðan var sú að nærri helmingur aflans komi úr stofnum sem rannsakaðir eru vísindalega. Þeir stofnar eru að meðaltali að stækka. Greining á upplýsingum um ástand stofna og fiskveiðistjórnun í um þrjátíu ríkjum leiddi í ljós að þar sem stjórn veiða var í föstum skorðum voru stofnar sjálfbærir eða stækkandi. Þar sem veiðar voru nær óheftar ógnaði ofveiði fiskistofnum sem stóðu höllum fæti. Höfundar rannsóknarinnar, sem Háskólinn í Washington í Bandaríkjunum fór fyrir, telja að niðurstöður þeirra sýni að fiskveiðistjórnun virki þar sem henni sé komið á. Niðurstöðurnar, sem voru birtar í tímariti bandarísku vísindaakademíunnar (PNAS) um miðjan janúar, stangist á við almenna umræðu um að fiskistofnum í heiminum fari hnignandi og að stjórn fiskveiða hafi brugðist. „Fiskistofnar eru ekki allir á niðurleið í heiminum. Víða eru þeir að stækka og við kunnum nú þegar að leysa vandamálið með skilvirkri stjórn fiskveiða,“ er haft eftir Ray Hilborn, prófessor við Háskólann í Washington og aðalhöfundi rannsóknarinnar. Íslendingar gengu nærri þorskstofninum áður en stjórn veiðanna var tekin fastari tökum á 10. áratug síðustu aldar.Vísir/Vilhelm Í samræmi við reynslu Íslendinga Íslendingar tóku upp markvissa stjórn fiskveiða sem byggðist á vísindalegri ráðgjöf undir lok síðustu aldar. Ofveiðar höfðu þá komið verulega niður á þorskstofninum, einni helstu tekjulind þjóðarbúsins. Síðan þá hefur stofninn tekið við sér. Guðmundur Þórðarson, sviðsstjóri á botnsjávarsviði Hafrannsóknastofnunar, segir niðurstöður alþjóðlegu rannsóknarinnar staðfesta það sem stofnunin hefur haldið fram um ráðgjöf og veiðar. Ánægjulegt sé að þróun fyrri tíma hafi verið snúið við. „Meginniðurstöðurnar eru algerlega í samræmi við reynslu Íslands af því að vísindaleg nálgun við ráðgjöf og góð stjórnun á veiðum leiðir til sjálfbærrar nýtingar og sjálfbærni í veiðum,“ segir Guðmundur. Slæmu fréttirnar séu þó að þetta eigi fyrst og fremst við í vestrænum ríkjum þar sem miklar rannsóknir fara fram á fiskistofnum og veiðar lúta stífri stjórn og regluverki. Í þróunarríkjum í Afríku og Austur-Asíu sé staðan verri og ofveiðar séu enn stundaðar. Í rannsókninni er þannig bent á að fæstir fiskistofnar í Suður- og Suðaustur-Asíu séu metnir vísindalega. Svo gott sem ekkert mat fari fram á veiðum við Indland, Indónesíu og Kína þar sem allt að 30-40% afla heimsins er landað. Guðmundur segir að flestar þjóðir stefni þó að því að nota vísindaráðgjöf við fiskveiðar en að lönd séu mislangt á veg komin í þeim efnum. Mikið starf fari fram á vegum Sameinuðu þjóðanna til að aðstoða ríki til sjálfbærra veiða og Íslendingar hafi tekið þátt í því. Höfundar rannsóknarinnar telja að fiskveiðistjórnin verði að laga að aðstæðum á hverjum stað og að hún verði að henta þörfum hvers ríkis og svæðis. Aðferðir sem hafa verið notaðar í sjávarútvegi þróaðra ríkja henti ekki endilega veiðum sem eru minni í sniðum, ekki síst á svæðum þar sem lönd eru takmörkuð af fjármagni og tækni og búa við veikt stjórnkerfi. Meginmarkmið ætti að vera að draga úr veiðiálagi þegar það er of hátt og að finna leiðir til fá fiskiskipaflota heimsins til þess að meta heilbrigða fiskstofna að verðleikum. Stjórn sameiginlegra stofna gengið verr Hætta á ofveiðum er þó ekki alfarið bundin við þróunarríki. Dæmi eru um að deilur um sameiginlega stofna hafi leitt til veiðiálags sem talið er ósjálfbært til lengri tíma litið. „Það má eiginlega segja að stjórn okkar á fiskveiðum innan landhelgi sé góð heilt yfir en þegar kemur að sameiginlegum stofnum hefur gengið illa að semja,“ segir Guðmundur. Íslendingar, Evrópusambandið, Norðmenn og Rússar hafa þannig deilt um skiptingu á makríl sem byrjaði skyndilega að ganga inn í íslenska lögsögu fyrir rúmum áratug. „Allar þjóðirnar segjast vilja stjórna veiðum byggt á ráðgjöf en setja aflamark samkvæmt þeirri hlutdeild sem þær telja sig eiga skilið. Summan af öllum þessum hlutdeildum eða prósentum sem þjóðirnar setja sér er hins vegar meiri en 100% þannig að það er veitt meira en ráðlagt er,“ segir Guðmundur sem telur stjórn veiða á makríl, kolmuna og norsk-íslensku síldinni ákaflega takmarkaða. Sjá einnig: Deilur um yfirráð nytjastofna gætu orðið tíðari með hlýnun hafsins Erfitt hefur reynst að leggja mat á makrílstofninn og segir Guðmundur að mat Alþjóðahafrannsóknaráðsins hafi tekið miklum breytingum. Þrátt fyrir allt virðist ástand stofnsins yfir varúðarmörkum. Ekki er þó sjálfgefið að makrílstofninn haldist í horfinu haldi þjóðirnar áfram veiðum á þessum forsendum. „Það leiðir með tíð og tíma til þess að stofnarnir fari niður fyrir varúðarmörk,“ segir Guðmundur. Varað var við því að breytingar á útbreiðslu og stofnstærð tegunda vegna hnattrænnar hlýnunar í höfunum af völdum manna gæti torveldað stjórn fiskveiða í skýrslu Sameinuðu þjóðanna um höf og freðhvolf jarðar í haust. Ólafur S. Ástþórsson, sjávarlíffræðingur hjá Hafró, sagði þá við Vísi að ágreiningur eins og makríldeilan gæti orðið tíðari með áframhaldandi breytingum í hafinu. Guðmundur segir hlýnun geta haft talsverð áhrif á útbreiðslu fiskistofna í okkar heimshluta og skapað deilur á milli þjóða. Landgrunn setji þó fiskistofnum oft ákveðin mörk. Þó gætu fiskistofnar gengið til og frá landgrunni Íslands yfir hryggina sem ná á milli Íslands og Grænlands í vestri og Færeyja í austri. Lífmassi fiskistofna við Ísland var talinn við eða yfir meðaltali í alþjóðlegri rannsókn á fiskveiðistjórnun og vísindalegri ráðgjöf.Vísir/Vilhelm Niðurskurður bitnar á ráðgjöf og nýtingu til lengdar Vísindalegar rannsóknir Hafró á fiskistofnun á miðunum við Ísland eru grundvöllur ákvarðana stjórnvalda um aflamark. Undanfarin ár hafa stjórnvöld þó gert kröfu á stofnunina um verulegan niðurskurð. Í fyrra Hafró þannig upphaflega gert að skera niður um ríflega 300 milljónir króna í rekstrinum. Dregið var úr niðurskurðinum eftir gagnrýni, meðal annars frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Guðmundur segir að hafrannsóknir séu afar kostnaðarsamar en stofnunin telji þeim fjármunum vel varið vegna þess hversu mikið er í húfi. „Það hefur alltaf verið þannig að Hafró hefur reynt að standa vörð um rannsóknir sem tengjast ráðgjöf. Grunnrannsóknir hafa því dálítið setið á hakanum. Það gerir það að verkum að það verður kannski ekki sama framþróun í skilningi á lífríkinu í hafinu sem bitnar á ráðgjöf og þar með nýtingu til lengri tíma litið,“ segir Guðmundur um áhrif niðurskurðar á vísindarannsóknir á fiskistofnum.
Loftslagsmál Sjávarútvegur Vísindi Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira