Sportpakkinn: „Viljum stemmningu, læti og gleði en að áhorfendur sýni háttvísi og séu ekki með óþverraskap“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. febrúar 2020 14:52 Stuðningsmenn ÍBV létu ófriðlega í bikarleiknum gegn FH. vísir/valli Vankantar voru á framkvæmd leiks ÍBV og FH í Vestamannaeyjum í 8-liða úrslitum Coca Cola-bikars karla á fimmtudaginn og framkoma stuðningsmanna ÍBV var ekki til fyrirmyndar. „Við fengum skýrslu eftirlitsmanns þar sem hann fer yfir ákveðna þætti sem vankantar voru á, varðandi framkvæmd leiksins og hegðun áhorfenda,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. „Þetta mál fer inn til mótanefndar sem hefur kallað eftir frekari skýringum og greinargerðum frá málsaðilum. Í kjölfarið tekur mótanefnd væntanlega á málinu og hefur úrræði sem hún getur beitt ef þurfa þykir.“ En hvaða refsingum er hægt að beita í málum sem þessum? „Sem betur fer eru ekki mörg fordæmi fyrir slæmri hegðun áhorfenda en þó einhver. Í flestum tilfellum hafa svona mál verið afgreidd með sektum og áminningu. En það er of snemmt fyrir mig að segja til um þetta atvik. Það er í meðferð mótanefndar og engin niðurstaða komin ennþá,“ sagði Róbert. Hann segir að ef hegðun stuðningsmanna ÍBV hafi verið eins og henni hefur verið lýst sé það ekki í lagi. „Ef satt reynist er það ekki í lagi. Við viljum vissulega stemmningu, læti og gleði á leikjum en að áhorfendur sýni háttvísi og séu ekki með óþverraskap,“ sagði Róbert. „Almennt séð hafa áhorfendur hagað sér vel. Eyjamenn mega eiga það að þeir eru í þessu af lífi og styðja sitt lið að öllu afli. En við þurfum samt að gæta háttvísi,“ sagði Róbert. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Vankantar á framkvæmd leiksins í Eyjum Olís-deild karla Sportpakkinn Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Hvítu riddararnir biðjast afsökunar: Mæðramyndirnar voru gott grín Stuðningsmenn ÍBV hafa beðist afsökunar á framkomu sinni í leiknum gegn FH. 11. febrúar 2020 11:49 Mæðraskilaboð Eyjamanna og lætin fyrir utan klefa FH eru nú á borði hjá HSÍ Ferð FH-inga til Vestmannaeyja í síðustu viku var ekki skemmtileg. Þeir töpuðu leiknum, duttu út úr bikarnum og máttu einnig þola mikil leiðindi að hálfu stuðningsmanna Eyjamanna. 11. febrúar 2020 09:15 Topplið Fram og Vals drógust saman og ÍBV mætir Haukum Íslands- og bikarmeistarar Vals mæta toppliði Fram í undanúrslitum Coca Cola bikars kvenna í handbolta en dregið var í undanúrslitaleikina í Höllinni í Smárabíói í hádeginu. 11. febrúar 2020 12:30 Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Sjá meira
Vankantar voru á framkvæmd leiks ÍBV og FH í Vestamannaeyjum í 8-liða úrslitum Coca Cola-bikars karla á fimmtudaginn og framkoma stuðningsmanna ÍBV var ekki til fyrirmyndar. „Við fengum skýrslu eftirlitsmanns þar sem hann fer yfir ákveðna þætti sem vankantar voru á, varðandi framkvæmd leiksins og hegðun áhorfenda,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. „Þetta mál fer inn til mótanefndar sem hefur kallað eftir frekari skýringum og greinargerðum frá málsaðilum. Í kjölfarið tekur mótanefnd væntanlega á málinu og hefur úrræði sem hún getur beitt ef þurfa þykir.“ En hvaða refsingum er hægt að beita í málum sem þessum? „Sem betur fer eru ekki mörg fordæmi fyrir slæmri hegðun áhorfenda en þó einhver. Í flestum tilfellum hafa svona mál verið afgreidd með sektum og áminningu. En það er of snemmt fyrir mig að segja til um þetta atvik. Það er í meðferð mótanefndar og engin niðurstaða komin ennþá,“ sagði Róbert. Hann segir að ef hegðun stuðningsmanna ÍBV hafi verið eins og henni hefur verið lýst sé það ekki í lagi. „Ef satt reynist er það ekki í lagi. Við viljum vissulega stemmningu, læti og gleði á leikjum en að áhorfendur sýni háttvísi og séu ekki með óþverraskap,“ sagði Róbert. „Almennt séð hafa áhorfendur hagað sér vel. Eyjamenn mega eiga það að þeir eru í þessu af lífi og styðja sitt lið að öllu afli. En við þurfum samt að gæta háttvísi,“ sagði Róbert. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Vankantar á framkvæmd leiksins í Eyjum
Olís-deild karla Sportpakkinn Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Hvítu riddararnir biðjast afsökunar: Mæðramyndirnar voru gott grín Stuðningsmenn ÍBV hafa beðist afsökunar á framkomu sinni í leiknum gegn FH. 11. febrúar 2020 11:49 Mæðraskilaboð Eyjamanna og lætin fyrir utan klefa FH eru nú á borði hjá HSÍ Ferð FH-inga til Vestmannaeyja í síðustu viku var ekki skemmtileg. Þeir töpuðu leiknum, duttu út úr bikarnum og máttu einnig þola mikil leiðindi að hálfu stuðningsmanna Eyjamanna. 11. febrúar 2020 09:15 Topplið Fram og Vals drógust saman og ÍBV mætir Haukum Íslands- og bikarmeistarar Vals mæta toppliði Fram í undanúrslitum Coca Cola bikars kvenna í handbolta en dregið var í undanúrslitaleikina í Höllinni í Smárabíói í hádeginu. 11. febrúar 2020 12:30 Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Sjá meira
Hvítu riddararnir biðjast afsökunar: Mæðramyndirnar voru gott grín Stuðningsmenn ÍBV hafa beðist afsökunar á framkomu sinni í leiknum gegn FH. 11. febrúar 2020 11:49
Mæðraskilaboð Eyjamanna og lætin fyrir utan klefa FH eru nú á borði hjá HSÍ Ferð FH-inga til Vestmannaeyja í síðustu viku var ekki skemmtileg. Þeir töpuðu leiknum, duttu út úr bikarnum og máttu einnig þola mikil leiðindi að hálfu stuðningsmanna Eyjamanna. 11. febrúar 2020 09:15
Topplið Fram og Vals drógust saman og ÍBV mætir Haukum Íslands- og bikarmeistarar Vals mæta toppliði Fram í undanúrslitum Coca Cola bikars kvenna í handbolta en dregið var í undanúrslitaleikina í Höllinni í Smárabíói í hádeginu. 11. febrúar 2020 12:30
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti