Bæjarstjóri Hafnarfjarðar: „Þetta er grafalvarlegt mál“ Atli Ísleifsson skrifar 12. febrúar 2020 09:56 Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir álverið í Straumsvík mjög mikilvægt, bæði fyrir bæinn og þjóðfélagið. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir stöðuna sem upp er komin varðandi rekstur álvers Rio Tinto í Straumsvík vera grafalvarlega. „Það gefur augaleið. Þetta er einn fjölmennasti vinnustaðurinn í bæjarfélaginu og hefur starfað hérna í áratugi og haft gríðarlega mikla þýðingu fyrir allt bæjarfélagið. Ekki einungis er þetta stór og góður vinnustaður heldur hefur hann haft mikil samlegðaráhrif á öll fyrirtæki og fleira í bænum,“ segir Rósa í samtali við Vísi. Greint var frá því í morgun að Rio Tinto skoði nú hvort álverinu verði mögulega lokað. Fyrirtækið ætli að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. Hjá álverinu starfa um 500 manns, en haldinn var starfsmannafundur í álverinu í morgun vegna málsins. Í góðu sambandi við forsvarsmenn álversins Rósa segist vona að málið leysist farsællega, en á þessu stigi hafi fulltrúar bæjaryfirvalda verið í góðu sambandi við forsvarsmenn álversins í Straumsvík. „Við höfum rætt við þau í morgun og fylgjumst náið með. Á þessum tímapunkti snýst þetta augljóslega um raforkuverðið og það er á annarra höndum en okkar.“ Um 500 manns starfa í álverinu í Straumsvík.Vísir/Vilhelm Ertu bjartsýn? „Maður verður alltaf að vera bjartsýnn. Það þýðir ekkert annað. En við vitum svo sem að reksturinn hefur ekki gengið nógu vel í nokkur ár og þau hafa upplýst til dæmis okkur, bæjaryfirvöldum, um þá stöðu. Fyrirtækið er framsækið og hefur brugðist við því mjög vel í gegnum árin. Nú er þá komið að þessu að það snýst um raforkuverðið og við vonum að það leysist farsællega. Þetta er mjög mikilvægt fyrirtæki, bæði fyrir bæinn og þjóðfélagið,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir. Hafnarfjörður Stóriðja Vinnumarkaður Tengdar fréttir Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45 Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Fleiri fréttir Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ Sjá meira
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir stöðuna sem upp er komin varðandi rekstur álvers Rio Tinto í Straumsvík vera grafalvarlega. „Það gefur augaleið. Þetta er einn fjölmennasti vinnustaðurinn í bæjarfélaginu og hefur starfað hérna í áratugi og haft gríðarlega mikla þýðingu fyrir allt bæjarfélagið. Ekki einungis er þetta stór og góður vinnustaður heldur hefur hann haft mikil samlegðaráhrif á öll fyrirtæki og fleira í bænum,“ segir Rósa í samtali við Vísi. Greint var frá því í morgun að Rio Tinto skoði nú hvort álverinu verði mögulega lokað. Fyrirtækið ætli að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. Hjá álverinu starfa um 500 manns, en haldinn var starfsmannafundur í álverinu í morgun vegna málsins. Í góðu sambandi við forsvarsmenn álversins Rósa segist vona að málið leysist farsællega, en á þessu stigi hafi fulltrúar bæjaryfirvalda verið í góðu sambandi við forsvarsmenn álversins í Straumsvík. „Við höfum rætt við þau í morgun og fylgjumst náið með. Á þessum tímapunkti snýst þetta augljóslega um raforkuverðið og það er á annarra höndum en okkar.“ Um 500 manns starfa í álverinu í Straumsvík.Vísir/Vilhelm Ertu bjartsýn? „Maður verður alltaf að vera bjartsýnn. Það þýðir ekkert annað. En við vitum svo sem að reksturinn hefur ekki gengið nógu vel í nokkur ár og þau hafa upplýst til dæmis okkur, bæjaryfirvöldum, um þá stöðu. Fyrirtækið er framsækið og hefur brugðist við því mjög vel í gegnum árin. Nú er þá komið að þessu að það snýst um raforkuverðið og við vonum að það leysist farsællega. Þetta er mjög mikilvægt fyrirtæki, bæði fyrir bæinn og þjóðfélagið,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir.
Hafnarfjörður Stóriðja Vinnumarkaður Tengdar fréttir Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45 Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Fleiri fréttir Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ Sjá meira
Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45