Björn skellir skuldinni á stjórnina og fjölskyldutengsl endurskoðanda Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. febrúar 2020 16:39 Björn H. Halldórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sorpu, hefur ýmsilegt við starfslok sín að athuga. Sorpa Björn H. Halldórsson, sem gegndi stöðu framkvæmdastjóra Sorpu bs. þangað til í dag, telur ábyrgðinni á framúrkeyrslu félagsins varpað á sig. Eigendastefna Sorpu kveði á um að ábyrgð hvíli á herðum stjórnarmanna, ekki framkvæmdastjórans. Hann ítrekar mótmæli sín við skýrslu innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar sem hann telur hafa verið vanhæfan. Fjölskyldutengsl hans við stjórnarmann í Íslenska gámafélaginu hafi að líkindum blindað hann við vinnu sína. Björn sendi fjölmiðlum yfirlýsingu á fimmta tímanum sem inniheldur formleg viðbrögð hans við tilkynningu stjórnar Sorpu þess efnis að Birni hafi verið sagt upp. Ákvörðunin var þar m.a. sögð byggja á fyrrnefndri skýrslu innri endurskoðunar sem gerði mikið úr hlut Björns í 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu við byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi. Í yfirlýsingu sinni segir Björn að stjórn Sorpu hafi ákveðið að ráðast í þessar framkvæmdir á grundvelli eigin kostnaðaráætlunar. Hann hafi sjálfur ekki samþykkt þessa kostnaðaráætlun - „Þetta kemur allt skýrt fram í fundargerðum,“ segir Björn. Birkir Jón Jónsson er stjórnarformaður Sorpu bs. Björn segir stjórnina, og um leið Birki Jón, bera ábyrgð á framúrkeyrslunni.Vísir/vilhelm Ætlunin að treysta á gleymsku kjósenda Framkvæmdirnar hafi þannig verið ákveðnar með „pólitísku handafli“ að sögn Björns, með það fyrir augum að framkvæmdir gætu hafist sem fyrst „án tillits til óvissu um kostnað.“ Björn áætlar að alltaf hafi legið fyrir að sú óvissa yrði „umtalsverð með hliðsjón af flækjustigi þessarar einstæðu framkvæmdar“ en að rík áhersla hafi verið lögð á að henni yrði lokið fyrir árslok 2020. „Virðist mögulega sem stjórnarmenn og eigendur SORPU bs. hafi hér ætlað sér að skáka í því skjóli að framkvæmdum yrði lokið talsvert fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar 2022. Kjósendur væru því ólíklegir til að minnast málsins þegar þar að kemur,“ skrifar Björn og bætir við að eigendastefna Sorpu taki af allan vafa um hvar ábyrgðin á áhættumati í tengslum við lántökur liggi: Hjá stjórnarmönnum, ekki framkvæmdastjóra. Í yfirlýsingu sinni blæs Björn jafnframt á það að stjórn Sorpu hafi ekki verið upplýst um stöðu framkvæmdanna. Henni hafi mátt vera kunnugt „á öllum stigum máls um nákvæman kostnað sem til var fallinn vegna verkefnisins allt frá árinu 2012. Þessar upplýsingar lágu fyrir í bókhaldi SORPU, voru hluti endurskoðunarskýrslu sem fylgdi ársreikningi 2018 og lögð var fyrir stjórn 1. mars 2019,“ segir Björn. „Hafi stjórnarmenn kastað til hendinni, verið vanmáttugir til að axla skyldur sínar eða vanrækt þær af öðrum ástæðum geta þeir ekki kennt mér um.“ Frá framkvæmdum Sorpu í Álfsnesi.Vísir/arnar Móðurbróðir hafi blindað sýn Þá segir Björn að skýrsla innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar sé ómarktæk í heild sinni; uppfull af röngum staðhæfingum og ályktunum um veigamikil atriði. Þetta kunni að skýrast, að mati Björns, af tengslum Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar, við einn keppinauta Sorpu. „Ég kann engar skýringar á því hversu illilega innri endurskoðandi hrapar að röngum niðurstöðum sínum. Hitt er þó ljóst að hann var bersýnilega vanhæfur til þess að framkvæma þessa rannsókn enda er móðurbróðir hans stjórnarmaður Íslenska gámafélagsins hf,“ skrifar Björn og bætir við: „Það félag er einn helsti keppinautur SORPU og hefur haft alveg sérstakt horn í síðu SORPU svo árum skiptir. Meira að segja vann félagið gegn því að útboð vegna jarð- og gasgerðarstöðvarinnar færu fram í eðlilegum takti.“ Björn tekur dæmi máli sínu til stuðnings, fengið úr skýrslu innri endurskoðanda um framkvæmdir og innkaupamál hjá borginni frá því í mars í fyrra. Þar segir: „Í fjölmiðlaumfjöllun um kostnað vegna mannvirkjagerðar er kostnaður oft miðaður við frumkostnaðaráætlun sem er algjörlega óraunhæft því miða skal við kostnaðaráætlun um fullhannað mannvirki.“ Björn segir að horfa hefði mátt til þessa sjónarmiðs við úttektina á störfum Sorpu, svo virðist sem innri endurskoðandi hafi hreinlega gleymt því. „Nærtækt er því að álykta að endurskoðandinn hafi blindast af sérhagsmunum móðurbróður síns við gerð skýrslunnar,“ skrifar Björn sem segist harma hvernig staðið var að uppsögn sinni. „Heiðarlegra hefði verið fyrir stjórnina að líta í eigin barm og axla sjálf ábyrgð, frekar en að freista þess að varpa henni á mig.“ Reykjavík Sorpa Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sendur í leyfi á meðan 1,4 milljarða framúrkeyrsla er til skoðunar Stjórn Sorpu bs. ákvað á fundi sínum í dag að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi eru til skoðunar. 22. janúar 2020 18:07 Björn rekinn frá Sorpu Birni H. Halldórssyni var í dag sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra Sorpu bs. 12. febrúar 2020 15:49 Framkvæmdastjóri Sorpu segir skýrsluna „ranga, ótrausta og andstæða fyrri yfirlýsingum“ Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á stjórnarháttum félagsins. 22. janúar 2020 20:24 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Björn H. Halldórsson, sem gegndi stöðu framkvæmdastjóra Sorpu bs. þangað til í dag, telur ábyrgðinni á framúrkeyrslu félagsins varpað á sig. Eigendastefna Sorpu kveði á um að ábyrgð hvíli á herðum stjórnarmanna, ekki framkvæmdastjórans. Hann ítrekar mótmæli sín við skýrslu innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar sem hann telur hafa verið vanhæfan. Fjölskyldutengsl hans við stjórnarmann í Íslenska gámafélaginu hafi að líkindum blindað hann við vinnu sína. Björn sendi fjölmiðlum yfirlýsingu á fimmta tímanum sem inniheldur formleg viðbrögð hans við tilkynningu stjórnar Sorpu þess efnis að Birni hafi verið sagt upp. Ákvörðunin var þar m.a. sögð byggja á fyrrnefndri skýrslu innri endurskoðunar sem gerði mikið úr hlut Björns í 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu við byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi. Í yfirlýsingu sinni segir Björn að stjórn Sorpu hafi ákveðið að ráðast í þessar framkvæmdir á grundvelli eigin kostnaðaráætlunar. Hann hafi sjálfur ekki samþykkt þessa kostnaðaráætlun - „Þetta kemur allt skýrt fram í fundargerðum,“ segir Björn. Birkir Jón Jónsson er stjórnarformaður Sorpu bs. Björn segir stjórnina, og um leið Birki Jón, bera ábyrgð á framúrkeyrslunni.Vísir/vilhelm Ætlunin að treysta á gleymsku kjósenda Framkvæmdirnar hafi þannig verið ákveðnar með „pólitísku handafli“ að sögn Björns, með það fyrir augum að framkvæmdir gætu hafist sem fyrst „án tillits til óvissu um kostnað.“ Björn áætlar að alltaf hafi legið fyrir að sú óvissa yrði „umtalsverð með hliðsjón af flækjustigi þessarar einstæðu framkvæmdar“ en að rík áhersla hafi verið lögð á að henni yrði lokið fyrir árslok 2020. „Virðist mögulega sem stjórnarmenn og eigendur SORPU bs. hafi hér ætlað sér að skáka í því skjóli að framkvæmdum yrði lokið talsvert fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar 2022. Kjósendur væru því ólíklegir til að minnast málsins þegar þar að kemur,“ skrifar Björn og bætir við að eigendastefna Sorpu taki af allan vafa um hvar ábyrgðin á áhættumati í tengslum við lántökur liggi: Hjá stjórnarmönnum, ekki framkvæmdastjóra. Í yfirlýsingu sinni blæs Björn jafnframt á það að stjórn Sorpu hafi ekki verið upplýst um stöðu framkvæmdanna. Henni hafi mátt vera kunnugt „á öllum stigum máls um nákvæman kostnað sem til var fallinn vegna verkefnisins allt frá árinu 2012. Þessar upplýsingar lágu fyrir í bókhaldi SORPU, voru hluti endurskoðunarskýrslu sem fylgdi ársreikningi 2018 og lögð var fyrir stjórn 1. mars 2019,“ segir Björn. „Hafi stjórnarmenn kastað til hendinni, verið vanmáttugir til að axla skyldur sínar eða vanrækt þær af öðrum ástæðum geta þeir ekki kennt mér um.“ Frá framkvæmdum Sorpu í Álfsnesi.Vísir/arnar Móðurbróðir hafi blindað sýn Þá segir Björn að skýrsla innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar sé ómarktæk í heild sinni; uppfull af röngum staðhæfingum og ályktunum um veigamikil atriði. Þetta kunni að skýrast, að mati Björns, af tengslum Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar, við einn keppinauta Sorpu. „Ég kann engar skýringar á því hversu illilega innri endurskoðandi hrapar að röngum niðurstöðum sínum. Hitt er þó ljóst að hann var bersýnilega vanhæfur til þess að framkvæma þessa rannsókn enda er móðurbróðir hans stjórnarmaður Íslenska gámafélagsins hf,“ skrifar Björn og bætir við: „Það félag er einn helsti keppinautur SORPU og hefur haft alveg sérstakt horn í síðu SORPU svo árum skiptir. Meira að segja vann félagið gegn því að útboð vegna jarð- og gasgerðarstöðvarinnar færu fram í eðlilegum takti.“ Björn tekur dæmi máli sínu til stuðnings, fengið úr skýrslu innri endurskoðanda um framkvæmdir og innkaupamál hjá borginni frá því í mars í fyrra. Þar segir: „Í fjölmiðlaumfjöllun um kostnað vegna mannvirkjagerðar er kostnaður oft miðaður við frumkostnaðaráætlun sem er algjörlega óraunhæft því miða skal við kostnaðaráætlun um fullhannað mannvirki.“ Björn segir að horfa hefði mátt til þessa sjónarmiðs við úttektina á störfum Sorpu, svo virðist sem innri endurskoðandi hafi hreinlega gleymt því. „Nærtækt er því að álykta að endurskoðandinn hafi blindast af sérhagsmunum móðurbróður síns við gerð skýrslunnar,“ skrifar Björn sem segist harma hvernig staðið var að uppsögn sinni. „Heiðarlegra hefði verið fyrir stjórnina að líta í eigin barm og axla sjálf ábyrgð, frekar en að freista þess að varpa henni á mig.“
Reykjavík Sorpa Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sendur í leyfi á meðan 1,4 milljarða framúrkeyrsla er til skoðunar Stjórn Sorpu bs. ákvað á fundi sínum í dag að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi eru til skoðunar. 22. janúar 2020 18:07 Björn rekinn frá Sorpu Birni H. Halldórssyni var í dag sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra Sorpu bs. 12. febrúar 2020 15:49 Framkvæmdastjóri Sorpu segir skýrsluna „ranga, ótrausta og andstæða fyrri yfirlýsingum“ Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á stjórnarháttum félagsins. 22. janúar 2020 20:24 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Sendur í leyfi á meðan 1,4 milljarða framúrkeyrsla er til skoðunar Stjórn Sorpu bs. ákvað á fundi sínum í dag að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi eru til skoðunar. 22. janúar 2020 18:07
Björn rekinn frá Sorpu Birni H. Halldórssyni var í dag sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra Sorpu bs. 12. febrúar 2020 15:49
Framkvæmdastjóri Sorpu segir skýrsluna „ranga, ótrausta og andstæða fyrri yfirlýsingum“ Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á stjórnarháttum félagsins. 22. janúar 2020 20:24