Hæstaréttardómari fær að áfrýja til Hæstaréttar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. febrúar 2020 21:30 Þrír lykilstarfsmenn Landsbankans fyrir hrun hlutu fangelsisdóma í Hæstarétti árið 2016 fyrir markaðsmisnotkun. vísir/vilhelm Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni hæstaréttardómarans Benedikts Bogasonar um leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í máli hans gegn Jóni Steindari Gunnlaugssyni, fyrrverandi hæstaréttardómara. Benedikt, sem er starfandi dómari við Hæstarétt Íslands, höfðaði meiðyrðamál gegn Jóni Steinari vegna ummæla í bókinni „Með lognið í fangið - Um afglöp Hæstaréttar eftir hrun“ þar sem fram kemur hvöss gagnrýni Jóns Steinars á dóm Hæstaréttar í máli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra. Jón sakar dómara sem sátu í meirihluta Hæstaréttar í málinu um að hafa framið dómsmorð á Baldri en hann var sakfelldur fyrir innherjasvik með dómi Hæstaréttar í máli nr. 279/2011. Jón Steinar var sýknaður, bæði í héraðsdómi og í Landsrétti, en Benedikt sendi inn málskotsbeiðni til Hæstaréttar þar sem hann fór fram á leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar. Í málskotsbeiðninni kemur fram að Benedikt telji að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi, meðal annars sökum þess að það varði mörk tjáningarfrelsis og friðhelgi einkalífsins sem séu stjórnarskrárvarin réttindi. Málið var höfðað á hendur Jóni Steinar Gunnlaugssyni, lögmanni og fyrrverandi hæstaréttardómara.Vísir/Vilhelm Þá hafi það sérstaka þýðingu að ummælin hafi beinst að dómstörfum Benedikts og að gagnaðilinn, Jón Steinar, sé fyrrverandi hæstaréttardómari og starfandi lögmaður. Ekki hafi áður reynt á sambærilegt ágreiningsefni fyrir Hæstarétti. Auk þess telur Benedikt meðal annars að málsmeðferð málsins fyrir Landsrétti hafi verið stórlega ábótavant vegna bréfaskipta og símtala Jóns Steinars við forseta Landsréttar, dómsformann málsins og skrifstofustjóra réttarins um skipun dómsins.Í ákvörðun Hæstaréttar segir að líta verði svo á að dómur í máli þessu myndi hafa almennt gildi um álitaefni varðandi frelsi lögmanna og annarra sérfróðra aðila sem gegna ábyrgðarhlutverki innan réttarvörslukerfisins, til að tjá sig opinberlga um embættisverk dómara. Því geti úrlausn málisins haft verulegt gildi umfram úrlausnir sem áður hafi gengið. Var áfrýjunarbeiðnin því tekin til greina. Dómsmál Dómstólar Tengdar fréttir Ósanngjörn og móðgandi ummæli leyfileg Réttur til að tjá ósanngjörn, móðgandi og stuðandi ummæli nýtur verndar stjórnarskrárákvæðis um tjáningarfrelsi. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem sýknaði Jón Steinar Gunnlaugsson í gær af dómkröfum Benedikts Bogasonar hæstaréttardómara. 23. nóvember 2019 09:30 Telur Markús hafa stórskaðað Hæstarétt og þar með réttarfar í landinu öllu Jón Steinar segir Hæstaréttardómara standa og sitja eins og Markúsi Sigurbjörnssyni þóknast. 2. október 2019 09:00 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni hæstaréttardómarans Benedikts Bogasonar um leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í máli hans gegn Jóni Steindari Gunnlaugssyni, fyrrverandi hæstaréttardómara. Benedikt, sem er starfandi dómari við Hæstarétt Íslands, höfðaði meiðyrðamál gegn Jóni Steinari vegna ummæla í bókinni „Með lognið í fangið - Um afglöp Hæstaréttar eftir hrun“ þar sem fram kemur hvöss gagnrýni Jóns Steinars á dóm Hæstaréttar í máli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra. Jón sakar dómara sem sátu í meirihluta Hæstaréttar í málinu um að hafa framið dómsmorð á Baldri en hann var sakfelldur fyrir innherjasvik með dómi Hæstaréttar í máli nr. 279/2011. Jón Steinar var sýknaður, bæði í héraðsdómi og í Landsrétti, en Benedikt sendi inn málskotsbeiðni til Hæstaréttar þar sem hann fór fram á leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar. Í málskotsbeiðninni kemur fram að Benedikt telji að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi, meðal annars sökum þess að það varði mörk tjáningarfrelsis og friðhelgi einkalífsins sem séu stjórnarskrárvarin réttindi. Málið var höfðað á hendur Jóni Steinar Gunnlaugssyni, lögmanni og fyrrverandi hæstaréttardómara.Vísir/Vilhelm Þá hafi það sérstaka þýðingu að ummælin hafi beinst að dómstörfum Benedikts og að gagnaðilinn, Jón Steinar, sé fyrrverandi hæstaréttardómari og starfandi lögmaður. Ekki hafi áður reynt á sambærilegt ágreiningsefni fyrir Hæstarétti. Auk þess telur Benedikt meðal annars að málsmeðferð málsins fyrir Landsrétti hafi verið stórlega ábótavant vegna bréfaskipta og símtala Jóns Steinars við forseta Landsréttar, dómsformann málsins og skrifstofustjóra réttarins um skipun dómsins.Í ákvörðun Hæstaréttar segir að líta verði svo á að dómur í máli þessu myndi hafa almennt gildi um álitaefni varðandi frelsi lögmanna og annarra sérfróðra aðila sem gegna ábyrgðarhlutverki innan réttarvörslukerfisins, til að tjá sig opinberlga um embættisverk dómara. Því geti úrlausn málisins haft verulegt gildi umfram úrlausnir sem áður hafi gengið. Var áfrýjunarbeiðnin því tekin til greina.
Dómsmál Dómstólar Tengdar fréttir Ósanngjörn og móðgandi ummæli leyfileg Réttur til að tjá ósanngjörn, móðgandi og stuðandi ummæli nýtur verndar stjórnarskrárákvæðis um tjáningarfrelsi. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem sýknaði Jón Steinar Gunnlaugsson í gær af dómkröfum Benedikts Bogasonar hæstaréttardómara. 23. nóvember 2019 09:30 Telur Markús hafa stórskaðað Hæstarétt og þar með réttarfar í landinu öllu Jón Steinar segir Hæstaréttardómara standa og sitja eins og Markúsi Sigurbjörnssyni þóknast. 2. október 2019 09:00 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Ósanngjörn og móðgandi ummæli leyfileg Réttur til að tjá ósanngjörn, móðgandi og stuðandi ummæli nýtur verndar stjórnarskrárákvæðis um tjáningarfrelsi. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem sýknaði Jón Steinar Gunnlaugsson í gær af dómkröfum Benedikts Bogasonar hæstaréttardómara. 23. nóvember 2019 09:30
Telur Markús hafa stórskaðað Hæstarétt og þar með réttarfar í landinu öllu Jón Steinar segir Hæstaréttardómara standa og sitja eins og Markúsi Sigurbjörnssyni þóknast. 2. október 2019 09:00