Mynduðu verðandi sprengistjörnu sem dofnar á næturhimninum Kjartan Kjartansson skrifar 15. febrúar 2020 12:30 Betelgás á mynd sem var tekin með SPHERE-mælitæki VLT-sjónaukans í janúar. ESO/M. Montargès og fleiri Minnkandi útgeislun og breytingar á lögun risastjörnunnar Betelgáss er greinileg á myndum sem stjörnufræðingar náðu nýlega af stjörnunni með sjónauka á jörðu niðri. Miklar vangaveltur hafa verið um að Betelgás sé barmi þess að verða að sprengistjörnu. Betelgás er ein skærasta stjarnan á næturhimninum en hún byrjaði að dofna umtalsvert seint á síðasta ári. Nú er svo komið að birta stjörnunnar er um 38% minni en vanalega og er breytingin greinanleg með berum augum. Vísindamenn notuðu VLT-sjónauka Evrópsku stjörnustöðvarinnar á Suðurhveli (ESO) í Síle til að mynda Betelgás. Myndirnar sem voru teknar með sjónaukanum sýna hvernig stjarnan hefur dofnað og lögun hennar breyst, að því er segir í tilkynningu frá ESO. Rauði reginrisinn Betelgás er talinn um tuttugu sinnum massameiri en sólin okkar. Hann er í stjörnumerkinu Óríon í um 600-700 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Stjarnan er svo massamikil að hún mun enda daga sína sem svonefnd sprengistjarna. Skyndilegu breytingarnar á birtu Betelgáss hafa vakið miklar umræður um að hún gæti verið við það að springa. Springi Betelgáss yrði það mikið sjónarspil á næturhimninum. Stjarnan yrði þá eins björt eða bjartari en tunglið okkar í fleiri vikur eða jafnvel enn lengur. Hún yrði jafnframt næsta sprengistjarnan við jörðina sem mannlegar heimildir ná til. Betelgás fyrir og eftir að hún dofnaði. Myndirnar voru teknar með SPHERE-mælitæki VLT-sjónaukans í Síle.ESO/M. Montargès og fleiri Breytileg tegund stjarna að eðlisfari Stjörnufræðingarnir sem tóku myndirnar af Betelgás nú aðhyllast þó aðrar kenningar en að stjarnan sé við það að springa. „Þær tvær sviðsmyndir sem við erum að skoða eru annars vegar kólnun yfirborðsins vegna mikillar virkni í stjörnunni og hins vegar útkast ryks í átt til okkar,“ segir Miguel Montargés, stjörnufræðingur við KU Leuven í Belgíu, í tilkynningu ESO. Bent er á að birta frá rauðum risum eins og Betelgás séu afar sveiflukennd. Serofina Nance, doktorsnemi stjarneðlisfræði sem rannsakar stjörnuna, sagði Space.com í síðasta mánuði að massa hennar sé ekki dreift jafnt. Óstöðugleikinn geti valdið því að orka innan Betelgáss vaxi og minnki. Þetta geti valdið breytingum í birtu hennar og bjagað lögun hennar. Sjálf teldi hún ekki að Betelgás væri við dauðans dyr en viðurkenndi að hún og félagar hennar gætu haft á kolröngu að standa. Óreglulegt yfirborð Betelgáss skýrist af risavöxnum gasbólstrum sem færast, skreppa saman og þenjast út eins og súpa sem bullsýður. Sé það ryk sem skyggir á Betelgás þannig að hún dofnar frá jörðu séð kemur það frá stjörnunni sjálfri. Rykið verður til þegar stjarnan þeytir frá sér efni út í geiminn áður en hún springur. Mynd sem var tekin af Betelgás í innrauðu ljósi í desember sýndi rykský sem líktist logum sem stóðu út frá stjörnunni. „Þekking okkar á rauðum reginrisastjörnum er vitanlega ófullkomin. Rannsóknir standa yfir og stjarnan gæti auðvitað komið okkur á óvart,“ segir Montargés í tilkynningu ESO. Rykskýið í kringum Betelgás á innrauðri mynd VISIR-mælitækisins á VLT-sjónaukanum. Myndin var tekin í desember.ESO/P. Kervella/M. Montargès og fleiri Geimurinn Vísindi Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira
Minnkandi útgeislun og breytingar á lögun risastjörnunnar Betelgáss er greinileg á myndum sem stjörnufræðingar náðu nýlega af stjörnunni með sjónauka á jörðu niðri. Miklar vangaveltur hafa verið um að Betelgás sé barmi þess að verða að sprengistjörnu. Betelgás er ein skærasta stjarnan á næturhimninum en hún byrjaði að dofna umtalsvert seint á síðasta ári. Nú er svo komið að birta stjörnunnar er um 38% minni en vanalega og er breytingin greinanleg með berum augum. Vísindamenn notuðu VLT-sjónauka Evrópsku stjörnustöðvarinnar á Suðurhveli (ESO) í Síle til að mynda Betelgás. Myndirnar sem voru teknar með sjónaukanum sýna hvernig stjarnan hefur dofnað og lögun hennar breyst, að því er segir í tilkynningu frá ESO. Rauði reginrisinn Betelgás er talinn um tuttugu sinnum massameiri en sólin okkar. Hann er í stjörnumerkinu Óríon í um 600-700 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Stjarnan er svo massamikil að hún mun enda daga sína sem svonefnd sprengistjarna. Skyndilegu breytingarnar á birtu Betelgáss hafa vakið miklar umræður um að hún gæti verið við það að springa. Springi Betelgáss yrði það mikið sjónarspil á næturhimninum. Stjarnan yrði þá eins björt eða bjartari en tunglið okkar í fleiri vikur eða jafnvel enn lengur. Hún yrði jafnframt næsta sprengistjarnan við jörðina sem mannlegar heimildir ná til. Betelgás fyrir og eftir að hún dofnaði. Myndirnar voru teknar með SPHERE-mælitæki VLT-sjónaukans í Síle.ESO/M. Montargès og fleiri Breytileg tegund stjarna að eðlisfari Stjörnufræðingarnir sem tóku myndirnar af Betelgás nú aðhyllast þó aðrar kenningar en að stjarnan sé við það að springa. „Þær tvær sviðsmyndir sem við erum að skoða eru annars vegar kólnun yfirborðsins vegna mikillar virkni í stjörnunni og hins vegar útkast ryks í átt til okkar,“ segir Miguel Montargés, stjörnufræðingur við KU Leuven í Belgíu, í tilkynningu ESO. Bent er á að birta frá rauðum risum eins og Betelgás séu afar sveiflukennd. Serofina Nance, doktorsnemi stjarneðlisfræði sem rannsakar stjörnuna, sagði Space.com í síðasta mánuði að massa hennar sé ekki dreift jafnt. Óstöðugleikinn geti valdið því að orka innan Betelgáss vaxi og minnki. Þetta geti valdið breytingum í birtu hennar og bjagað lögun hennar. Sjálf teldi hún ekki að Betelgás væri við dauðans dyr en viðurkenndi að hún og félagar hennar gætu haft á kolröngu að standa. Óreglulegt yfirborð Betelgáss skýrist af risavöxnum gasbólstrum sem færast, skreppa saman og þenjast út eins og súpa sem bullsýður. Sé það ryk sem skyggir á Betelgás þannig að hún dofnar frá jörðu séð kemur það frá stjörnunni sjálfri. Rykið verður til þegar stjarnan þeytir frá sér efni út í geiminn áður en hún springur. Mynd sem var tekin af Betelgás í innrauðu ljósi í desember sýndi rykský sem líktist logum sem stóðu út frá stjörnunni. „Þekking okkar á rauðum reginrisastjörnum er vitanlega ófullkomin. Rannsóknir standa yfir og stjarnan gæti auðvitað komið okkur á óvart,“ segir Montargés í tilkynningu ESO. Rykskýið í kringum Betelgás á innrauðri mynd VISIR-mælitækisins á VLT-sjónaukanum. Myndin var tekin í desember.ESO/P. Kervella/M. Montargès og fleiri
Geimurinn Vísindi Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira