Valur Orri í metabækur Florida Tech | Thelma átti stórleik Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2020 10:05 Valur Orri Valsson í búningi Florida Tech. mynd/Florida tech Valur Orri Valsson átti ríkan þátt í mikilvægum sigri Florida Tech á Embry-Riddle, 77-70, í bandaríska háskólakörfuboltanum í nótt. Valur Orri skráði sig í sögubækur skólans en hann átti tíu stoðsendingar og hefur þar með átt 429 stoðsendingar á háskólaferlinum, fleiri en nokkur annar sem numið hefur við skólann. Það sem gerir afrek Vals enn merkilegra er að hann hefur náð áfanganum á innan við þremur leiktíðum. „Ég er afar stoltur af Val Valssyni að vera búinn að festa nafn sitt að eilífu í metabækur Florida Tech. Það er magnað að hugsa til þess hvernig hann hefur náð þessu meti. Hann þurfti að sitja hjá fyrsta árið sitt hérna áður en hann var löglegur með okkur, og síðan missti hann ár og hafði bara þrjú ár eftir til að vera í liðinu. Það er gjörsamlega ótrúlegt að ná svona mörgum stoðsendingum á þremur leiktíðum,“ sagði Billy Mims, þjálfari Florida Tech, og bætti við að Valur væri með ótrúlegt auga fyrir spili. Valur skoraði einnig níu stig, tók sjö fráköst og stal boltanum þrisvar sinnum í leiknum í nótt. Florida Tech hefur nú unnið 11 leiki af 14 á heimavelli. Guðlaug Júlíusdóttir og stöllur hennar í kvennaliði Florida Tech fögnuðu einnig sigri á Embry-Riddle, 80-74. Guðlaug var meðal stigahæstu leikmanna með 16 stig en hún tók einnig 4 fráköst og átti 2 stoðsendingar.Thelma átti sinn besta dagThelma Dís Ágústsdóttir skoraði 26 stig í nótt.mynd/Ball StateThelma Dís Ágústsdóttir fór á kostum fyrir Ball State í 69-58 sigri á Buffalo. Hún skoraði heil 26 stig sem er met hjá Thelmu í háskólakörfuboltanum. Thelma hitti meðal annars úr 6 af 7 þriggja stiga skotum sínum í leiknum en auk stiganna þá tók hún sjö fráköst og átti eina stoðsendingu. Þar með hefur Ball State unnið 17 af 24 leikjum sínum á leiktíðinni.Þórir Guðmundur Þorbjarnarson skoraði 8 stig, tók 3 fráköst og átti 2 stoðsendingar þegar Nebraska tapaði fyrir Wisconsin, 81-64. Wisconsin náði 21-5 kafla í seinni hálfleik sem gerði út um leikinn, en liðið var 39-38 yfir í hálfleik. Bandaríski háskólakörfuboltinn Körfubolti Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Fleiri fréttir Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ Sjá meira
Valur Orri Valsson átti ríkan þátt í mikilvægum sigri Florida Tech á Embry-Riddle, 77-70, í bandaríska háskólakörfuboltanum í nótt. Valur Orri skráði sig í sögubækur skólans en hann átti tíu stoðsendingar og hefur þar með átt 429 stoðsendingar á háskólaferlinum, fleiri en nokkur annar sem numið hefur við skólann. Það sem gerir afrek Vals enn merkilegra er að hann hefur náð áfanganum á innan við þremur leiktíðum. „Ég er afar stoltur af Val Valssyni að vera búinn að festa nafn sitt að eilífu í metabækur Florida Tech. Það er magnað að hugsa til þess hvernig hann hefur náð þessu meti. Hann þurfti að sitja hjá fyrsta árið sitt hérna áður en hann var löglegur með okkur, og síðan missti hann ár og hafði bara þrjú ár eftir til að vera í liðinu. Það er gjörsamlega ótrúlegt að ná svona mörgum stoðsendingum á þremur leiktíðum,“ sagði Billy Mims, þjálfari Florida Tech, og bætti við að Valur væri með ótrúlegt auga fyrir spili. Valur skoraði einnig níu stig, tók sjö fráköst og stal boltanum þrisvar sinnum í leiknum í nótt. Florida Tech hefur nú unnið 11 leiki af 14 á heimavelli. Guðlaug Júlíusdóttir og stöllur hennar í kvennaliði Florida Tech fögnuðu einnig sigri á Embry-Riddle, 80-74. Guðlaug var meðal stigahæstu leikmanna með 16 stig en hún tók einnig 4 fráköst og átti 2 stoðsendingar.Thelma átti sinn besta dagThelma Dís Ágústsdóttir skoraði 26 stig í nótt.mynd/Ball StateThelma Dís Ágústsdóttir fór á kostum fyrir Ball State í 69-58 sigri á Buffalo. Hún skoraði heil 26 stig sem er met hjá Thelmu í háskólakörfuboltanum. Thelma hitti meðal annars úr 6 af 7 þriggja stiga skotum sínum í leiknum en auk stiganna þá tók hún sjö fráköst og átti eina stoðsendingu. Þar með hefur Ball State unnið 17 af 24 leikjum sínum á leiktíðinni.Þórir Guðmundur Þorbjarnarson skoraði 8 stig, tók 3 fráköst og átti 2 stoðsendingar þegar Nebraska tapaði fyrir Wisconsin, 81-64. Wisconsin náði 21-5 kafla í seinni hálfleik sem gerði út um leikinn, en liðið var 39-38 yfir í hálfleik.
Bandaríski háskólakörfuboltinn Körfubolti Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Fleiri fréttir Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ Sjá meira