Valur Orri í metabækur Florida Tech | Thelma átti stórleik Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2020 10:05 Valur Orri Valsson í búningi Florida Tech. mynd/Florida tech Valur Orri Valsson átti ríkan þátt í mikilvægum sigri Florida Tech á Embry-Riddle, 77-70, í bandaríska háskólakörfuboltanum í nótt. Valur Orri skráði sig í sögubækur skólans en hann átti tíu stoðsendingar og hefur þar með átt 429 stoðsendingar á háskólaferlinum, fleiri en nokkur annar sem numið hefur við skólann. Það sem gerir afrek Vals enn merkilegra er að hann hefur náð áfanganum á innan við þremur leiktíðum. „Ég er afar stoltur af Val Valssyni að vera búinn að festa nafn sitt að eilífu í metabækur Florida Tech. Það er magnað að hugsa til þess hvernig hann hefur náð þessu meti. Hann þurfti að sitja hjá fyrsta árið sitt hérna áður en hann var löglegur með okkur, og síðan missti hann ár og hafði bara þrjú ár eftir til að vera í liðinu. Það er gjörsamlega ótrúlegt að ná svona mörgum stoðsendingum á þremur leiktíðum,“ sagði Billy Mims, þjálfari Florida Tech, og bætti við að Valur væri með ótrúlegt auga fyrir spili. Valur skoraði einnig níu stig, tók sjö fráköst og stal boltanum þrisvar sinnum í leiknum í nótt. Florida Tech hefur nú unnið 11 leiki af 14 á heimavelli. Guðlaug Júlíusdóttir og stöllur hennar í kvennaliði Florida Tech fögnuðu einnig sigri á Embry-Riddle, 80-74. Guðlaug var meðal stigahæstu leikmanna með 16 stig en hún tók einnig 4 fráköst og átti 2 stoðsendingar.Thelma átti sinn besta dagThelma Dís Ágústsdóttir skoraði 26 stig í nótt.mynd/Ball StateThelma Dís Ágústsdóttir fór á kostum fyrir Ball State í 69-58 sigri á Buffalo. Hún skoraði heil 26 stig sem er met hjá Thelmu í háskólakörfuboltanum. Thelma hitti meðal annars úr 6 af 7 þriggja stiga skotum sínum í leiknum en auk stiganna þá tók hún sjö fráköst og átti eina stoðsendingu. Þar með hefur Ball State unnið 17 af 24 leikjum sínum á leiktíðinni.Þórir Guðmundur Þorbjarnarson skoraði 8 stig, tók 3 fráköst og átti 2 stoðsendingar þegar Nebraska tapaði fyrir Wisconsin, 81-64. Wisconsin náði 21-5 kafla í seinni hálfleik sem gerði út um leikinn, en liðið var 39-38 yfir í hálfleik. Bandaríski háskólakörfuboltinn Körfubolti Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Fleiri fréttir Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Sjá meira
Valur Orri Valsson átti ríkan þátt í mikilvægum sigri Florida Tech á Embry-Riddle, 77-70, í bandaríska háskólakörfuboltanum í nótt. Valur Orri skráði sig í sögubækur skólans en hann átti tíu stoðsendingar og hefur þar með átt 429 stoðsendingar á háskólaferlinum, fleiri en nokkur annar sem numið hefur við skólann. Það sem gerir afrek Vals enn merkilegra er að hann hefur náð áfanganum á innan við þremur leiktíðum. „Ég er afar stoltur af Val Valssyni að vera búinn að festa nafn sitt að eilífu í metabækur Florida Tech. Það er magnað að hugsa til þess hvernig hann hefur náð þessu meti. Hann þurfti að sitja hjá fyrsta árið sitt hérna áður en hann var löglegur með okkur, og síðan missti hann ár og hafði bara þrjú ár eftir til að vera í liðinu. Það er gjörsamlega ótrúlegt að ná svona mörgum stoðsendingum á þremur leiktíðum,“ sagði Billy Mims, þjálfari Florida Tech, og bætti við að Valur væri með ótrúlegt auga fyrir spili. Valur skoraði einnig níu stig, tók sjö fráköst og stal boltanum þrisvar sinnum í leiknum í nótt. Florida Tech hefur nú unnið 11 leiki af 14 á heimavelli. Guðlaug Júlíusdóttir og stöllur hennar í kvennaliði Florida Tech fögnuðu einnig sigri á Embry-Riddle, 80-74. Guðlaug var meðal stigahæstu leikmanna með 16 stig en hún tók einnig 4 fráköst og átti 2 stoðsendingar.Thelma átti sinn besta dagThelma Dís Ágústsdóttir skoraði 26 stig í nótt.mynd/Ball StateThelma Dís Ágústsdóttir fór á kostum fyrir Ball State í 69-58 sigri á Buffalo. Hún skoraði heil 26 stig sem er met hjá Thelmu í háskólakörfuboltanum. Thelma hitti meðal annars úr 6 af 7 þriggja stiga skotum sínum í leiknum en auk stiganna þá tók hún sjö fráköst og átti eina stoðsendingu. Þar með hefur Ball State unnið 17 af 24 leikjum sínum á leiktíðinni.Þórir Guðmundur Þorbjarnarson skoraði 8 stig, tók 3 fráköst og átti 2 stoðsendingar þegar Nebraska tapaði fyrir Wisconsin, 81-64. Wisconsin náði 21-5 kafla í seinni hálfleik sem gerði út um leikinn, en liðið var 39-38 yfir í hálfleik.
Bandaríski háskólakörfuboltinn Körfubolti Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Fleiri fréttir Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Sjá meira