Allir sem unnu að braggaverkefninu hjá borginni hættir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. febrúar 2020 13:19 Dagur B. Eggertsson segir að borgin hafi brugðist við þeim athugasemdum sem tvær skýrslur um braggann hafi gert. Vísir/vilhelm Borgarfulltrúar minnihlutans í borginni vilja ýmist að borgarstjóri axli ábyrgð vegna nýrrar Braggaskýrslu, fá nánari upplýsingar um ástand á skjalavistun hjá borginni eða telja að um mögulegt misferli sé að ræða. Borgarstjóri segir að búið sé að bregðast við þeim athugasemdum sem komi fram í skýrslunni. Þeir sem hafi unnið að verkinu séu allir hættir. Alvarlegar brotalamir á skjalavistun hjá borginni Skýrsla Borgarskjalasafns á skjalavörslu skrifstofu eigna og atvinnuþróunar eða SEA í tengslum við framkvæmdir í Nauthólsvík var lögð fyrir borgarráð í vikunni. Niðurstaða skýrslunnar er samhljóða skýrslu Innri endurskoðunnar um braggann sem kom út í desember 2018 um að lög um skjalavörslu vegna framkvæmdanna hafi verið brotin. Upphaflega hófst rannsókn á framkvæmdinni vegna þess að hún fór um 160 milljónir fram úr áætlun borgarinnar. Niðurstaða skýrslu Borgarskjalasafns sem hóf frumkvæðisathugun vegna málsins er að skjalavarsla og skjalastjórn SEA hafi ekki samræmst lögum og reglum um opinber skjalasöfn. Í ákveðnum tilvikum hafi skjöl verið vistuð löngu eftir að þau voru mynduð, þannig hafi fjöldi skjala verið vistaður eftir að Borgarskjalasafn hóf athugun sína. Þá hafi skjöl verið ítrekað vistuð þannig að þau voru ekki aðgengileg í samræmi við kröfur laga. Loks hafi skjalavistunaráætlun SEA ekki uppfyllt skilyrði reglna um slík gögn. Minnihlutinn gerir margar athugasemdir Minnihlutinn í borginni gerði alvarlegar athugasemdir vegna málsins á borgarráðsfundi í vikunni. Þannig kom í bókun áheyrnafulltrúa Miðflokksins að borgarstjóri verði að axla ábyrgð sem framkvæmdastjóri borgarinnar. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins bókuðu að skýrslan gæfi fullt tilefni til að borgarráð fái nánari upplýsingar um ástand á skjalavistun hjá Reykjavíkurborg og Borgarskjalavörður kynni skýrsluna fyrir ráðinu. Áheyrnafulltrúi Flokks fólksins bókaði að enn lægi í loftinu að þarna hefði verið um mögulegt misferli að ræða. Meirihlutinn sagði um skýrsluna að hún væri samhljóma skýrslu innri endurskoðanda. Búið væri að bregðast við niðurstöðum og ábendingum skýrslunnar. Borgarstjóri segir búið að bregðast við skýrslunum Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að mikil vinna hafi farið fram innan borgarinnar til að bregðast við niðurstöðum skýrslanna. „Niðurstaða skýrslunnar nú er efnislega sú sama og hjá Innri endurskoðun borgarinnar. Skýrslan er ítarlegri um skjalamálin. Þetta er í takti við aðra eftirfylgni. Allt stjórnkerfið er búið að bregðast við ábendingum innri endurskoðunnar varðandi braggamálið og skýrslu Borgarskjalasafns líka. Þannig að þetta er hluti af því umbótaferli,“ segir Dagur. Hann segir einfaldar skýringar á því að skjöl hafi verið sett inn í kerfið eftir að rannsókn Borgarskjalasafns hófst. „Það er vegna þess að Innri endurskoðun benti á það fyrir rúmu ári að það þyrfti að skjala öll skjöl og það verk hófst strax eftir að niðurstaða Innri endurskoðunar lá fyrir í desember 2018,“ segir Dagur. Segir Vigdísi alltaf að segja sér að hætta Dagur segir bókun áheyrnafulltrúa Miðflokksins frá borgarráðsfundi í vikunni, um að borgarstjóri þurfi að axla ábyrgð á málinu, ekki svara verð. „Vigdís Hauksdóttir hefur viðhaft svona orð af stóru og smáu tilefni þetta kjörtímabil. Þannig að ef ég myndi fara að hennar ráðum væri ég alltaf að íhuga þetta“ segir Dagur. Hann segir að allir þeir sem hafi unnið að málinu séu hættir hjá borginni. „Það er búið að gera algjöra uppstokkun í stjórnkerfinu. Þeir sem héldu utan um verkefnið eru ekki að störfum ennþá hjá borginni. Við erum búin að fara í á fjórða tug umfangsmikilla verkefna til að svona endurtaki sig ekki,“ segir Dagur. Aðspurður um hvort að hann telji tilefni til að rannsaka málið frekar segir Dagur: „Það er auðvitað búið að rannsaka þetta mjög mikið. Nú kemur þessi skýrsla með sömu niðurstöðu og fyrri skýrsla um málið. Ég held að málið sé að fullu leiti upplýst. Ef það eru einhver sjónarmið um að rannsaka það frekar þá hlustum við á það eins og annað sem hefur komið fram í þessu máli,“ segir Dagur. Borgarstjórn Braggamálið Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira
Borgarfulltrúar minnihlutans í borginni vilja ýmist að borgarstjóri axli ábyrgð vegna nýrrar Braggaskýrslu, fá nánari upplýsingar um ástand á skjalavistun hjá borginni eða telja að um mögulegt misferli sé að ræða. Borgarstjóri segir að búið sé að bregðast við þeim athugasemdum sem komi fram í skýrslunni. Þeir sem hafi unnið að verkinu séu allir hættir. Alvarlegar brotalamir á skjalavistun hjá borginni Skýrsla Borgarskjalasafns á skjalavörslu skrifstofu eigna og atvinnuþróunar eða SEA í tengslum við framkvæmdir í Nauthólsvík var lögð fyrir borgarráð í vikunni. Niðurstaða skýrslunnar er samhljóða skýrslu Innri endurskoðunnar um braggann sem kom út í desember 2018 um að lög um skjalavörslu vegna framkvæmdanna hafi verið brotin. Upphaflega hófst rannsókn á framkvæmdinni vegna þess að hún fór um 160 milljónir fram úr áætlun borgarinnar. Niðurstaða skýrslu Borgarskjalasafns sem hóf frumkvæðisathugun vegna málsins er að skjalavarsla og skjalastjórn SEA hafi ekki samræmst lögum og reglum um opinber skjalasöfn. Í ákveðnum tilvikum hafi skjöl verið vistuð löngu eftir að þau voru mynduð, þannig hafi fjöldi skjala verið vistaður eftir að Borgarskjalasafn hóf athugun sína. Þá hafi skjöl verið ítrekað vistuð þannig að þau voru ekki aðgengileg í samræmi við kröfur laga. Loks hafi skjalavistunaráætlun SEA ekki uppfyllt skilyrði reglna um slík gögn. Minnihlutinn gerir margar athugasemdir Minnihlutinn í borginni gerði alvarlegar athugasemdir vegna málsins á borgarráðsfundi í vikunni. Þannig kom í bókun áheyrnafulltrúa Miðflokksins að borgarstjóri verði að axla ábyrgð sem framkvæmdastjóri borgarinnar. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins bókuðu að skýrslan gæfi fullt tilefni til að borgarráð fái nánari upplýsingar um ástand á skjalavistun hjá Reykjavíkurborg og Borgarskjalavörður kynni skýrsluna fyrir ráðinu. Áheyrnafulltrúi Flokks fólksins bókaði að enn lægi í loftinu að þarna hefði verið um mögulegt misferli að ræða. Meirihlutinn sagði um skýrsluna að hún væri samhljóma skýrslu innri endurskoðanda. Búið væri að bregðast við niðurstöðum og ábendingum skýrslunnar. Borgarstjóri segir búið að bregðast við skýrslunum Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að mikil vinna hafi farið fram innan borgarinnar til að bregðast við niðurstöðum skýrslanna. „Niðurstaða skýrslunnar nú er efnislega sú sama og hjá Innri endurskoðun borgarinnar. Skýrslan er ítarlegri um skjalamálin. Þetta er í takti við aðra eftirfylgni. Allt stjórnkerfið er búið að bregðast við ábendingum innri endurskoðunnar varðandi braggamálið og skýrslu Borgarskjalasafns líka. Þannig að þetta er hluti af því umbótaferli,“ segir Dagur. Hann segir einfaldar skýringar á því að skjöl hafi verið sett inn í kerfið eftir að rannsókn Borgarskjalasafns hófst. „Það er vegna þess að Innri endurskoðun benti á það fyrir rúmu ári að það þyrfti að skjala öll skjöl og það verk hófst strax eftir að niðurstaða Innri endurskoðunar lá fyrir í desember 2018,“ segir Dagur. Segir Vigdísi alltaf að segja sér að hætta Dagur segir bókun áheyrnafulltrúa Miðflokksins frá borgarráðsfundi í vikunni, um að borgarstjóri þurfi að axla ábyrgð á málinu, ekki svara verð. „Vigdís Hauksdóttir hefur viðhaft svona orð af stóru og smáu tilefni þetta kjörtímabil. Þannig að ef ég myndi fara að hennar ráðum væri ég alltaf að íhuga þetta“ segir Dagur. Hann segir að allir þeir sem hafi unnið að málinu séu hættir hjá borginni. „Það er búið að gera algjöra uppstokkun í stjórnkerfinu. Þeir sem héldu utan um verkefnið eru ekki að störfum ennþá hjá borginni. Við erum búin að fara í á fjórða tug umfangsmikilla verkefna til að svona endurtaki sig ekki,“ segir Dagur. Aðspurður um hvort að hann telji tilefni til að rannsaka málið frekar segir Dagur: „Það er auðvitað búið að rannsaka þetta mjög mikið. Nú kemur þessi skýrsla með sömu niðurstöðu og fyrri skýrsla um málið. Ég held að málið sé að fullu leiti upplýst. Ef það eru einhver sjónarmið um að rannsaka það frekar þá hlustum við á það eins og annað sem hefur komið fram í þessu máli,“ segir Dagur.
Borgarstjórn Braggamálið Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira