Ekki stefna að hamingju Bergsveinn Ólafsson skrifar 17. febrúar 2020 12:30 Undanfarin þrjú ár hef ég verið að kortleggja hvað einkennir gott líf. Mín ástríða er að finna út hvað gerir lífið þess virði að lifa því. Ég áttaði mig fljótt á því að það er hægara sagt en gert og að það myndi verða mitt lífsverkefni en ekki eitthvað sem væri að finna í stuttum pistli á Vísi. Þegar ég segi gott líf, þá er ég ekki endilega að meina hamingjusamt líf heldur merkingarfullt líf. Ég tel að við eigum ekki að stefna að hamingju í lífinu eins og við lítum á hana. Við lítum flest á hamingju í tengslum við ánægjuleg augnablik eins og að klára erfiða vinnutörn, fara í sumarfrí, flytja inn í nýja íbúð eða að ná markmiðunum sínum. Með öðrum orðum: Við metum hana sem huglægt ástand þar sem við upplifum “jákvæðar” tilfinningar án „neikvæða” tilfinninga. Þegar við stefnum að þessari hamingju er hættan sú að við bíðum eftir því að verða hamingjusöm. Að við bíðum eftir því að lífið verði þægilegur áfangastaður þar sem við munum upplifa langvarandi hamingju. Þetta er hættuleg hugsun. Gallinn við hana er að þessi augnablik vara ekki að eilífu. Sumarfríið sem þú hefur beðið eftir í hálft ár er einungis tvær vikur. Ánægjan sem fylgir því að ná markmiðinu sem þú hefur unnið að í ár hverfur á einum degi. Vinnan inniheldur oftar krefjandi heldur en auðveldar tarnir. Þetta gerir það að verkum að við verðum fyrir miklum vonbrigðum og tómleika þegar við mætum á staðinn sem við höfum beðið með miklum væntingum eftir að komast á. Biðin er miklu lengri en tilfinningin sem fylgir augnablikinu sem þú ert að bíða eftir. Biðin eru dagarnir sem koma og fara. Biðin er lífið. Með öðrum orðum: Góða lífið er hugsanlega ekki að finna upp á toppnum á fjallinu heldur á leiðinni upp fjallið – í vegferðinni sem við erum öll að bíða eftir að ljúki. Ekki misskilja mig, það er yndislegt að upplifa ánægjuleg augnablik og þau gefa manni heilan helling. Þessar upplifanir gefa okkur ánægju, gleði og aðrar jákvæðar tilfinningar sem eru okkur mikils virði og við eigum að njóta þeirra til hins ýtrasta. Sannleikurinn er samt sá að lífið eru ekki bara jákvæð augnablik sem vara endalaust. Lífið er í grunninn þjáning. Lífið er fáránlega krefjandi verkefni sem inniheldur vonbrigði, erfiðleika, áföll, veikindi og dauða. Hugsanlega upplifa einstaklingar sig sem ákveðin mistök ef þeim finnst að þau séu ekki að uppfylla sanna markmið samfélagsins um að verða hamingjusöm í lífinu. Ef einstaklingar leita stöðugt að hamingju í þessari mynd er ansi líklegt að hún færist fjær og fjær þeim þar sem einstaklingar virðast aldei vera sáttir þar sem þeir eru. Því getur það snúist í andhverfu sína að stefna að hamingju og þessir einstaklingar verða óhamingjusamir fyrir vikið. Stefndu að tilgangi Ég tel frekar að við eigum að stefna að tilgangi í lífinu. Þá er ég ekki að tala um að reyna finna hinn eina sanna tilgang lífsins heldur að hver og einn einstaklingur átti sig á og framfylgi sínum persónulegan tilgangi í lífinu. Hvað er tilgangur í lífinu? Það er að vera með fullnægjandi stefnu sem þú færð mikla hvatningu á að framfylgja. Tilgangurinn er stefna sem heldur áfram þrátt fyrir að þú náir markmiðinum þínum. Tilgangur er að mörgu leiti ástæðan fyrir markmiðunum þínum. Tilgangur er vegferð en ekki áfangastaðurinn. Að vera með tilgang í lífinu er fáránlega mikilvægt. Einstaklingar sem eru með tilgang í lífinu líður betur, lifa lengur, eru heilsusamlegri, ná betri árangri í skóla, eru ánægðari í lífi og starfi og eru betur í stakk búnir til að takast á við erfiðleika. Lítill tilgangur í lífinu eykur líkur á kvíða, þunglyndi, fíknivandamálum og sjálfsvígshugsunum. Tilgangur er misjafn eftir einstaklingum. Fyrir suma er það að vera besta útgáfan af sjálfum sér en fyrir aðra er hún að hjálpa öðrum, gera barnið sitt að betri einstakling, skapa hluti, sýna ást og umhyggju, ná árangri eða tengjast öðrum. Ágætis þumalputtaregla virðist vera að því meira sem þú setur athyglina á aðra en sjálfan þig, því meiri tilgang upplifir þú í lífinu. Að það sem þú gerir sé að hafa góð áhrif á aðra, samfélagið eða heiminn í heild sinni. Að þú sért að sinna hlutverki sem tengist eitthverju stærra sem skiptir meira máli fyrir aðra en eigin hagsmuni. Tilgangur í lífinu er mikið kraftmeiri en hamingja. Tilgangur er einhverskonar æðri hamingja sem er miklu viðráðanlegri og raunhæfari. Þar er pláss fyrir erfiða og góða tíma, depurð og hamingju, mistök og árangur, sorg og gleði og allan skalann af því sem lífið hefur upp á að bjóða. Lífið er nefnilega þjáning og ævintýri, ekki annaðhvort. Hamingjan getur síðan komið í kjölfar þess að hafa tilgang í lífinu án þess að vera stöðugt að leita að henni. Tilgangurinn réttlætir þína tilveru og gerir lífið þess virði að lifa því, þrátt fyrir allar takmarkanir sem því fylgja. Tilgangurinn kemur þér í gegnum krefjandi verkefni lífsins. Eins og heimspekingurinn Nietzsche sagði: Sá sem hefur afhverju (tilgangurinn) til að lifa eftir getur afborið nánast allt hvernig (lífið). Til að taka þetta saman í eina setningu: Tilgangur í lífinu er að framfylgja stefnu sem skiptir máli fyrir þig á þann hátt að hún hefur góð áhrif á aðra. Stefndu að tilgangi í lífinu, ekki hamingju. Höfundur er fyrirlesari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsveinn Ólafsson Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin þrjú ár hef ég verið að kortleggja hvað einkennir gott líf. Mín ástríða er að finna út hvað gerir lífið þess virði að lifa því. Ég áttaði mig fljótt á því að það er hægara sagt en gert og að það myndi verða mitt lífsverkefni en ekki eitthvað sem væri að finna í stuttum pistli á Vísi. Þegar ég segi gott líf, þá er ég ekki endilega að meina hamingjusamt líf heldur merkingarfullt líf. Ég tel að við eigum ekki að stefna að hamingju í lífinu eins og við lítum á hana. Við lítum flest á hamingju í tengslum við ánægjuleg augnablik eins og að klára erfiða vinnutörn, fara í sumarfrí, flytja inn í nýja íbúð eða að ná markmiðunum sínum. Með öðrum orðum: Við metum hana sem huglægt ástand þar sem við upplifum “jákvæðar” tilfinningar án „neikvæða” tilfinninga. Þegar við stefnum að þessari hamingju er hættan sú að við bíðum eftir því að verða hamingjusöm. Að við bíðum eftir því að lífið verði þægilegur áfangastaður þar sem við munum upplifa langvarandi hamingju. Þetta er hættuleg hugsun. Gallinn við hana er að þessi augnablik vara ekki að eilífu. Sumarfríið sem þú hefur beðið eftir í hálft ár er einungis tvær vikur. Ánægjan sem fylgir því að ná markmiðinu sem þú hefur unnið að í ár hverfur á einum degi. Vinnan inniheldur oftar krefjandi heldur en auðveldar tarnir. Þetta gerir það að verkum að við verðum fyrir miklum vonbrigðum og tómleika þegar við mætum á staðinn sem við höfum beðið með miklum væntingum eftir að komast á. Biðin er miklu lengri en tilfinningin sem fylgir augnablikinu sem þú ert að bíða eftir. Biðin eru dagarnir sem koma og fara. Biðin er lífið. Með öðrum orðum: Góða lífið er hugsanlega ekki að finna upp á toppnum á fjallinu heldur á leiðinni upp fjallið – í vegferðinni sem við erum öll að bíða eftir að ljúki. Ekki misskilja mig, það er yndislegt að upplifa ánægjuleg augnablik og þau gefa manni heilan helling. Þessar upplifanir gefa okkur ánægju, gleði og aðrar jákvæðar tilfinningar sem eru okkur mikils virði og við eigum að njóta þeirra til hins ýtrasta. Sannleikurinn er samt sá að lífið eru ekki bara jákvæð augnablik sem vara endalaust. Lífið er í grunninn þjáning. Lífið er fáránlega krefjandi verkefni sem inniheldur vonbrigði, erfiðleika, áföll, veikindi og dauða. Hugsanlega upplifa einstaklingar sig sem ákveðin mistök ef þeim finnst að þau séu ekki að uppfylla sanna markmið samfélagsins um að verða hamingjusöm í lífinu. Ef einstaklingar leita stöðugt að hamingju í þessari mynd er ansi líklegt að hún færist fjær og fjær þeim þar sem einstaklingar virðast aldei vera sáttir þar sem þeir eru. Því getur það snúist í andhverfu sína að stefna að hamingju og þessir einstaklingar verða óhamingjusamir fyrir vikið. Stefndu að tilgangi Ég tel frekar að við eigum að stefna að tilgangi í lífinu. Þá er ég ekki að tala um að reyna finna hinn eina sanna tilgang lífsins heldur að hver og einn einstaklingur átti sig á og framfylgi sínum persónulegan tilgangi í lífinu. Hvað er tilgangur í lífinu? Það er að vera með fullnægjandi stefnu sem þú færð mikla hvatningu á að framfylgja. Tilgangurinn er stefna sem heldur áfram þrátt fyrir að þú náir markmiðinum þínum. Tilgangur er að mörgu leiti ástæðan fyrir markmiðunum þínum. Tilgangur er vegferð en ekki áfangastaðurinn. Að vera með tilgang í lífinu er fáránlega mikilvægt. Einstaklingar sem eru með tilgang í lífinu líður betur, lifa lengur, eru heilsusamlegri, ná betri árangri í skóla, eru ánægðari í lífi og starfi og eru betur í stakk búnir til að takast á við erfiðleika. Lítill tilgangur í lífinu eykur líkur á kvíða, þunglyndi, fíknivandamálum og sjálfsvígshugsunum. Tilgangur er misjafn eftir einstaklingum. Fyrir suma er það að vera besta útgáfan af sjálfum sér en fyrir aðra er hún að hjálpa öðrum, gera barnið sitt að betri einstakling, skapa hluti, sýna ást og umhyggju, ná árangri eða tengjast öðrum. Ágætis þumalputtaregla virðist vera að því meira sem þú setur athyglina á aðra en sjálfan þig, því meiri tilgang upplifir þú í lífinu. Að það sem þú gerir sé að hafa góð áhrif á aðra, samfélagið eða heiminn í heild sinni. Að þú sért að sinna hlutverki sem tengist eitthverju stærra sem skiptir meira máli fyrir aðra en eigin hagsmuni. Tilgangur í lífinu er mikið kraftmeiri en hamingja. Tilgangur er einhverskonar æðri hamingja sem er miklu viðráðanlegri og raunhæfari. Þar er pláss fyrir erfiða og góða tíma, depurð og hamingju, mistök og árangur, sorg og gleði og allan skalann af því sem lífið hefur upp á að bjóða. Lífið er nefnilega þjáning og ævintýri, ekki annaðhvort. Hamingjan getur síðan komið í kjölfar þess að hafa tilgang í lífinu án þess að vera stöðugt að leita að henni. Tilgangurinn réttlætir þína tilveru og gerir lífið þess virði að lifa því, þrátt fyrir allar takmarkanir sem því fylgja. Tilgangurinn kemur þér í gegnum krefjandi verkefni lífsins. Eins og heimspekingurinn Nietzsche sagði: Sá sem hefur afhverju (tilgangurinn) til að lifa eftir getur afborið nánast allt hvernig (lífið). Til að taka þetta saman í eina setningu: Tilgangur í lífinu er að framfylgja stefnu sem skiptir máli fyrir þig á þann hátt að hún hefur góð áhrif á aðra. Stefndu að tilgangi í lífinu, ekki hamingju. Höfundur er fyrirlesari.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun