Segir tilraunir CIA á „Whitey“ Bulger vekja spurningar um sakhæfi hans Samúel Karl Ólason skrifar 18. febrúar 2020 09:15 Janet Uhlar og James Bulger skrifuðust á um tíma og sendi hann henni rúmlega 70 bréf. AP/David Goldman Einn af kviðdómendunum sem dæmdu glæpamanninn James „Whitey“ Bulger í fangelsi árið 2013, sér eftir því að hafa gert það. Hún og Bulger skrifuðust á á meðan hann var í fangelsi og sagði hann Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, hafa gert tilraunir á sér með LSD þegar hann var í fangelsi á árum áður. Í heildina skrifaði Bulger rúmlega 70 bréf til Janet Uhlar og sagði henni sögu sína. Í bréfum sínum til Uhlar segir Bulger að CIA hafi minnst 50 sinnum gefið honum LSD þegar hann var í fangelsi í fyrsta sinn á sjötta áratug síðustu aldar. Lögmenn hans vöktu þó aldrei athygli á því þegar málaferlin gegn honum stóðu yfir. Þessar tilraunir CIA voru framkvæmdar af manni sem hét Sidney Gottlieb og gengu þær út á að finna leiðir til að heilaþvo fólk. Gottlieb fékk fjölda lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna til að gefa föngum, fíklum og öðrum sem þóttu ólíkleglegir til að kvarta, stóra skammta af LSD. Bulger og samfangar hans fengu samkvæmt AP fréttaveitunni tilboð um að taka þátt í tilrauninni í skiptum fyrir styttan fangelsisdóm. Var þeim sagt að markmið tilraunarinnar væri að lækna geðklofa. „Hefði ég vitað þetta, hefði ég hefði ég pottþétt setið á mér varðandi morðákærurnar,“ sagði Uhlar við blaðamenn AP. Hún sagði Bulger ekki hafa framið morð fyrir þessa tilraun og mögulega hafi hún haft áhrif á heila hans. „Hvernig er hægt að segja að hann sé í raun sekur?“ Uhlar sagði þó að hún hefði án efa sakfellt Bulger vegna fjölda annarra ákæra sem sneru að áratugalöngum glæpaferli hans. Frá handtöku Bulger árið 2011.Vísir/Getty Bulger var dæmdur fyrir skipulagða glæpastarfsemi og aðkomu að ellefu morðum. Hann og glæpagengi hans stjórnuðu undirheimum Boston um árabil og komu að morðum, fjárkúgun og fíkniefnasölu. Það gerðu þeir með aðstoð spilltra starfsmanna Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Hann komst á snoðir um að til stæði að handtaka hann og flúði. Bulger var svo eftirlýstur í sextán ár áður en hann var gómaður. Að endingu var það hin íslenska Anna Björnsdóttir sem kom FBI á sporið og gat bent á verustað glæpamannsins. Sjá einnig: Nágranninn hættulegasti glæpamaður Bandaríkjanna Árið 2018 var Bulger barinn til dauða af öðrum föngum í Bruceton Mills alríkisfangelsinu í Vestur Virginíu. Hann var 89 ára gamall. Bulger sagðist ekki hafa geta sofið í meira en nokkra klukkutíma í senn um árabil.AP/David Goldman Uhlar segist hafa sent bréf til Bulger vegna áhyggja sem hún hafði af því að flestir þeir sem báru vitni gegn honum voru fyrrverandi samverkamenn hans í undirheimum Boston og fengu margir þeirra styttingu dóma fyrir vitnisburðinn. Hann svaraði henni og þau skrifuðust á í þó nokkurn tíma auk þess sem Uhlan heimsótti hann þrisvar sinnum. Hún tók fljótt eftir því að hann tímasetti bréf sín iðulega á þann veg að hann skrifaði þau um miðjar nætur og þegar hún spurði af hverju, sagði hann það vera vegna ofsjóna. Bulger sagðist ekki hafa geta sofið í meira en nokkra klukkutíma í senn um árabil. Það hafi byrjaði þegar hann var í fangelsi í Atlanta árið 1957 og tekið þátt í tilraun CIA á LSD. Síðan þá hafi hann þjáðst af ofskynjunum og martröðum. Hann rifjaði einnig upp að umsjónarmaður tilraunarinnar í fangelsinu í Atlanta hafi spurt hann sérstaklega hvort hann myndi myrða einhvern, eftir að honum hafði verið gefið LSD. Uhlan hefur varið miklum tíma í að rannsaka tilraunirnar gömlu sem gengu undir nafninu MK-ULTRA. Á einum tímapunkti las hún um fund leyniþjónustumálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings frá 1977. Þá viðurkenndi Stansfield Turnar, yfirmaður CIA, að stofnunin hafi verið að leita að lyfi sem gæti leitt til þess að aðili myrti annan aðila. Uhlan segir það opna á spurningar um það hvort Bulger beri í raun ábyrgð á þeim morðum sem hann framdi. Hún hefur skrifað um réttarhöldin gegn Bulger og heldur sömuleiðis fyrirlestra um þau. Uhlan viðurkennir að henni hafi byrjað að þykja vænt um Bulger í gegnum samskipti þeirra, jafnvel þó hann hafi varða hana við því að hann væri glæpamaður og góður í því að spila með fólk. Þegar Uhlan er spurð hvort Bulger hafi spilað með hana, segist hún oft velta því fyrir sér. Bandaríkin James Whitey Bulger Tengdar fréttir Birting á nafni Önnu sætir harðri gagnrýni Anna Björnsdóttir, fyrrverandi fegurðardrottning og leikkona, getur verið í hættu stödd eftir að bandaríska dagblaðið Boston Globe skýrði frá því að það hefði verið hún sem bar kennsl á hinn eftirlýsta glæpamann James "Whitey“ Bulger. 11. október 2011 04:15 Íslensk fegurðardrottning stöðvaði glæpamann Bandaríska blaðið Boston Globe fjallar ítarlega um handtökuna á James "Whitey" Bulger sem var á topp tíu lista FBI yfir eftirlýsta glæpamenn í dag. 9. október 2011 12:00 Tveir fangar sagðir hafa banað Bulger í fangelsinu Morðingjar mafíuforingjans James Bulger eru sjálfir sagðir tengjast mafíustarfsemi. 30. október 2018 21:22 Unnusta Bulgers í 8 ára fangelsi Cathereine Greig, unnusta James Whitey Bulgers, var dæmd í átta ára fangelsi í kvöld fyrir að aðstoða Bulger við að flýja réttvísina. 12. júní 2012 23:20 Morðingi James Bulger laus í annað sinn Jon Venables hefur setið inni síðan árið 2010 eftir að barnaklám fannst í tölvunni hans. 3. september 2013 13:06 Fríða kom upp um „dýrið“ "Það er ótrúlegt að það hafi þurft fegurðardrottningu frá Íslandi til þess að hafa uppi á einum hættulegasta glæpamanni Bandaríkjanna," segir rannsóknarblaðamaður Boston Globe um mál Whitey Bulger sem var handtekinn eftir ábendingu frá Önnu Björnsdóttur. 9. október 2011 19:30 Mafíuforinginn „Whitey“ Bulger fannst látinn James Whitey Bulger var handtekinn árið 2011 eftir ábendingu frá íslenskri konu sem bjó við hliðina á honum. Hann hafði verið á flótta undan yfirvöldum í sextán ár. 30. október 2018 17:43 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Sjá meira
Einn af kviðdómendunum sem dæmdu glæpamanninn James „Whitey“ Bulger í fangelsi árið 2013, sér eftir því að hafa gert það. Hún og Bulger skrifuðust á á meðan hann var í fangelsi og sagði hann Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, hafa gert tilraunir á sér með LSD þegar hann var í fangelsi á árum áður. Í heildina skrifaði Bulger rúmlega 70 bréf til Janet Uhlar og sagði henni sögu sína. Í bréfum sínum til Uhlar segir Bulger að CIA hafi minnst 50 sinnum gefið honum LSD þegar hann var í fangelsi í fyrsta sinn á sjötta áratug síðustu aldar. Lögmenn hans vöktu þó aldrei athygli á því þegar málaferlin gegn honum stóðu yfir. Þessar tilraunir CIA voru framkvæmdar af manni sem hét Sidney Gottlieb og gengu þær út á að finna leiðir til að heilaþvo fólk. Gottlieb fékk fjölda lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna til að gefa föngum, fíklum og öðrum sem þóttu ólíkleglegir til að kvarta, stóra skammta af LSD. Bulger og samfangar hans fengu samkvæmt AP fréttaveitunni tilboð um að taka þátt í tilrauninni í skiptum fyrir styttan fangelsisdóm. Var þeim sagt að markmið tilraunarinnar væri að lækna geðklofa. „Hefði ég vitað þetta, hefði ég hefði ég pottþétt setið á mér varðandi morðákærurnar,“ sagði Uhlar við blaðamenn AP. Hún sagði Bulger ekki hafa framið morð fyrir þessa tilraun og mögulega hafi hún haft áhrif á heila hans. „Hvernig er hægt að segja að hann sé í raun sekur?“ Uhlar sagði þó að hún hefði án efa sakfellt Bulger vegna fjölda annarra ákæra sem sneru að áratugalöngum glæpaferli hans. Frá handtöku Bulger árið 2011.Vísir/Getty Bulger var dæmdur fyrir skipulagða glæpastarfsemi og aðkomu að ellefu morðum. Hann og glæpagengi hans stjórnuðu undirheimum Boston um árabil og komu að morðum, fjárkúgun og fíkniefnasölu. Það gerðu þeir með aðstoð spilltra starfsmanna Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Hann komst á snoðir um að til stæði að handtaka hann og flúði. Bulger var svo eftirlýstur í sextán ár áður en hann var gómaður. Að endingu var það hin íslenska Anna Björnsdóttir sem kom FBI á sporið og gat bent á verustað glæpamannsins. Sjá einnig: Nágranninn hættulegasti glæpamaður Bandaríkjanna Árið 2018 var Bulger barinn til dauða af öðrum föngum í Bruceton Mills alríkisfangelsinu í Vestur Virginíu. Hann var 89 ára gamall. Bulger sagðist ekki hafa geta sofið í meira en nokkra klukkutíma í senn um árabil.AP/David Goldman Uhlar segist hafa sent bréf til Bulger vegna áhyggja sem hún hafði af því að flestir þeir sem báru vitni gegn honum voru fyrrverandi samverkamenn hans í undirheimum Boston og fengu margir þeirra styttingu dóma fyrir vitnisburðinn. Hann svaraði henni og þau skrifuðust á í þó nokkurn tíma auk þess sem Uhlan heimsótti hann þrisvar sinnum. Hún tók fljótt eftir því að hann tímasetti bréf sín iðulega á þann veg að hann skrifaði þau um miðjar nætur og þegar hún spurði af hverju, sagði hann það vera vegna ofsjóna. Bulger sagðist ekki hafa geta sofið í meira en nokkra klukkutíma í senn um árabil. Það hafi byrjaði þegar hann var í fangelsi í Atlanta árið 1957 og tekið þátt í tilraun CIA á LSD. Síðan þá hafi hann þjáðst af ofskynjunum og martröðum. Hann rifjaði einnig upp að umsjónarmaður tilraunarinnar í fangelsinu í Atlanta hafi spurt hann sérstaklega hvort hann myndi myrða einhvern, eftir að honum hafði verið gefið LSD. Uhlan hefur varið miklum tíma í að rannsaka tilraunirnar gömlu sem gengu undir nafninu MK-ULTRA. Á einum tímapunkti las hún um fund leyniþjónustumálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings frá 1977. Þá viðurkenndi Stansfield Turnar, yfirmaður CIA, að stofnunin hafi verið að leita að lyfi sem gæti leitt til þess að aðili myrti annan aðila. Uhlan segir það opna á spurningar um það hvort Bulger beri í raun ábyrgð á þeim morðum sem hann framdi. Hún hefur skrifað um réttarhöldin gegn Bulger og heldur sömuleiðis fyrirlestra um þau. Uhlan viðurkennir að henni hafi byrjað að þykja vænt um Bulger í gegnum samskipti þeirra, jafnvel þó hann hafi varða hana við því að hann væri glæpamaður og góður í því að spila með fólk. Þegar Uhlan er spurð hvort Bulger hafi spilað með hana, segist hún oft velta því fyrir sér.
Bandaríkin James Whitey Bulger Tengdar fréttir Birting á nafni Önnu sætir harðri gagnrýni Anna Björnsdóttir, fyrrverandi fegurðardrottning og leikkona, getur verið í hættu stödd eftir að bandaríska dagblaðið Boston Globe skýrði frá því að það hefði verið hún sem bar kennsl á hinn eftirlýsta glæpamann James "Whitey“ Bulger. 11. október 2011 04:15 Íslensk fegurðardrottning stöðvaði glæpamann Bandaríska blaðið Boston Globe fjallar ítarlega um handtökuna á James "Whitey" Bulger sem var á topp tíu lista FBI yfir eftirlýsta glæpamenn í dag. 9. október 2011 12:00 Tveir fangar sagðir hafa banað Bulger í fangelsinu Morðingjar mafíuforingjans James Bulger eru sjálfir sagðir tengjast mafíustarfsemi. 30. október 2018 21:22 Unnusta Bulgers í 8 ára fangelsi Cathereine Greig, unnusta James Whitey Bulgers, var dæmd í átta ára fangelsi í kvöld fyrir að aðstoða Bulger við að flýja réttvísina. 12. júní 2012 23:20 Morðingi James Bulger laus í annað sinn Jon Venables hefur setið inni síðan árið 2010 eftir að barnaklám fannst í tölvunni hans. 3. september 2013 13:06 Fríða kom upp um „dýrið“ "Það er ótrúlegt að það hafi þurft fegurðardrottningu frá Íslandi til þess að hafa uppi á einum hættulegasta glæpamanni Bandaríkjanna," segir rannsóknarblaðamaður Boston Globe um mál Whitey Bulger sem var handtekinn eftir ábendingu frá Önnu Björnsdóttur. 9. október 2011 19:30 Mafíuforinginn „Whitey“ Bulger fannst látinn James Whitey Bulger var handtekinn árið 2011 eftir ábendingu frá íslenskri konu sem bjó við hliðina á honum. Hann hafði verið á flótta undan yfirvöldum í sextán ár. 30. október 2018 17:43 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Sjá meira
Birting á nafni Önnu sætir harðri gagnrýni Anna Björnsdóttir, fyrrverandi fegurðardrottning og leikkona, getur verið í hættu stödd eftir að bandaríska dagblaðið Boston Globe skýrði frá því að það hefði verið hún sem bar kennsl á hinn eftirlýsta glæpamann James "Whitey“ Bulger. 11. október 2011 04:15
Íslensk fegurðardrottning stöðvaði glæpamann Bandaríska blaðið Boston Globe fjallar ítarlega um handtökuna á James "Whitey" Bulger sem var á topp tíu lista FBI yfir eftirlýsta glæpamenn í dag. 9. október 2011 12:00
Tveir fangar sagðir hafa banað Bulger í fangelsinu Morðingjar mafíuforingjans James Bulger eru sjálfir sagðir tengjast mafíustarfsemi. 30. október 2018 21:22
Unnusta Bulgers í 8 ára fangelsi Cathereine Greig, unnusta James Whitey Bulgers, var dæmd í átta ára fangelsi í kvöld fyrir að aðstoða Bulger við að flýja réttvísina. 12. júní 2012 23:20
Morðingi James Bulger laus í annað sinn Jon Venables hefur setið inni síðan árið 2010 eftir að barnaklám fannst í tölvunni hans. 3. september 2013 13:06
Fríða kom upp um „dýrið“ "Það er ótrúlegt að það hafi þurft fegurðardrottningu frá Íslandi til þess að hafa uppi á einum hættulegasta glæpamanni Bandaríkjanna," segir rannsóknarblaðamaður Boston Globe um mál Whitey Bulger sem var handtekinn eftir ábendingu frá Önnu Björnsdóttur. 9. október 2011 19:30
Mafíuforinginn „Whitey“ Bulger fannst látinn James Whitey Bulger var handtekinn árið 2011 eftir ábendingu frá íslenskri konu sem bjó við hliðina á honum. Hann hafði verið á flótta undan yfirvöldum í sextán ár. 30. október 2018 17:43