Sá fræjum með nýrri námsbraut í sviðslistum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. febrúar 2020 13:35 Frá vinstri: Vala Fannell verkefnastjóri, Þuríður Helga Kristjánsdóttir framkvæmdarstjóri Menningarfélag Akureyrar, Jón Már Héðinsson skólameistari MA, Marta Nordal leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar og Alma Oddgeirsdóttir áfangastjóri MA. MAK/Auðunn Níelsson Nemendum Menntaskólans á Akureyri mun eftir ár standa til boða nám í sviðslistum. Leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar segir samfélagið vaknað til vitundar um mikilvægi skapandi greina. Undirbúningur fyrir nýja námsbraut í Menntaskólanum á Akureyri, kjörnámsbraut með áherslu á sviðslistir, er hafinn. Vonir standa til að strax á næsta ári gefist nemendum kostur á sviðslistanáminu. Námsbrautin er sérstakt samstarfsverkefni M.A. og Leikfélags Akureyrar. Marta Nordal, leikhússtjóri, segir að í samfélagi örra tæknibreytinga, öðlist skapandi greinar jafnvel mikilvægari sess en áður. „Mér fannst þetta strax mjög spennandi af því við viljum teygja okkur út í samfélagið og hafa áhrif á yngra fólk, glæða áhuga þeirra á leikhúsi og auka fagmennsku og fagþekkingu. Við höfum verið í góðu samstarfi við M.A. hingað til þannig að við sáum mikið tækifæri. Þetta yrði þá í fyrsta skiptið sem leikhús kemur beint að svona braut. Það er búið að setja á laggirnar tvær svona brautir í Reykjavík; í Garðabæ og Borgarholtsskóla. Það er þessi þróun sem er búin að eiga sér stað núna á undanförnum árum að fólk er að átta sig á því hvað skapandi hugsun hefur mikil áhrif og skiptir miklu máli.“ Áhersla verður meðal annars lögð á leiklist, dans, tónlist, tækni og hönnun. Vala Fannell, er verkefnastjóri brautarinnar en hún verður líka áfram starfsmaður L.A. „Hún var okkar fyrsti kostur en hún hefur verið að vinna mikið í slíku, í listkennslu og að kenna í leiklistaskóla Leikfélags Akureyrar og er leikstjóri og hefur mikinn áhuga á þessu þannig að hún var fengin í verkið og hún hefur verið að móta deildina með þeim í MA. Það sem við sáum í þessu var líka að geta nýtt sér þekkingu leikhússins. Það sem er svo skemmtilegt er að geta tengt hið praktíska við námið.“ Gæti þetta ekki haft gagnverkandi áhrif? Gætu ekki sprottið upp úr þessu námi sviðslistafólk framtíðarinnar? „Jú, alveg klárlega. Þarna erum við að sá fræjum; að glæða áhugann. Og fólk sem hugsanlega fer að leggja þetta fyrir sig mun átta sig á því að svo margt er felst í leikhúsinu. Þú getur farið í svo margar áttir innan leikhússins, ég er viss um að margt fólk sem hugsanlega hefði kannski farið úr bænum til að fara í menntaskóla annars staðar eða hefur þröngar hugmyndir um hvað leikhús er, þá opnast gáttir. Hugsanlega gæti þetta fólk átt heima í leikhúsinu,“ segir Marta. Hún kveðst sannfærð um að samstarfið við M.A. muni hafa gagnverkandi áhrif og að ávinningur þess sé mikill fyrir báðar stofnanir. Bæði áhorfendur og listamenn framtíðarinnar muni spretta úr náminu. Akureyri Menning Skóla - og menntamál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Sjá meira
Nemendum Menntaskólans á Akureyri mun eftir ár standa til boða nám í sviðslistum. Leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar segir samfélagið vaknað til vitundar um mikilvægi skapandi greina. Undirbúningur fyrir nýja námsbraut í Menntaskólanum á Akureyri, kjörnámsbraut með áherslu á sviðslistir, er hafinn. Vonir standa til að strax á næsta ári gefist nemendum kostur á sviðslistanáminu. Námsbrautin er sérstakt samstarfsverkefni M.A. og Leikfélags Akureyrar. Marta Nordal, leikhússtjóri, segir að í samfélagi örra tæknibreytinga, öðlist skapandi greinar jafnvel mikilvægari sess en áður. „Mér fannst þetta strax mjög spennandi af því við viljum teygja okkur út í samfélagið og hafa áhrif á yngra fólk, glæða áhuga þeirra á leikhúsi og auka fagmennsku og fagþekkingu. Við höfum verið í góðu samstarfi við M.A. hingað til þannig að við sáum mikið tækifæri. Þetta yrði þá í fyrsta skiptið sem leikhús kemur beint að svona braut. Það er búið að setja á laggirnar tvær svona brautir í Reykjavík; í Garðabæ og Borgarholtsskóla. Það er þessi þróun sem er búin að eiga sér stað núna á undanförnum árum að fólk er að átta sig á því hvað skapandi hugsun hefur mikil áhrif og skiptir miklu máli.“ Áhersla verður meðal annars lögð á leiklist, dans, tónlist, tækni og hönnun. Vala Fannell, er verkefnastjóri brautarinnar en hún verður líka áfram starfsmaður L.A. „Hún var okkar fyrsti kostur en hún hefur verið að vinna mikið í slíku, í listkennslu og að kenna í leiklistaskóla Leikfélags Akureyrar og er leikstjóri og hefur mikinn áhuga á þessu þannig að hún var fengin í verkið og hún hefur verið að móta deildina með þeim í MA. Það sem við sáum í þessu var líka að geta nýtt sér þekkingu leikhússins. Það sem er svo skemmtilegt er að geta tengt hið praktíska við námið.“ Gæti þetta ekki haft gagnverkandi áhrif? Gætu ekki sprottið upp úr þessu námi sviðslistafólk framtíðarinnar? „Jú, alveg klárlega. Þarna erum við að sá fræjum; að glæða áhugann. Og fólk sem hugsanlega fer að leggja þetta fyrir sig mun átta sig á því að svo margt er felst í leikhúsinu. Þú getur farið í svo margar áttir innan leikhússins, ég er viss um að margt fólk sem hugsanlega hefði kannski farið úr bænum til að fara í menntaskóla annars staðar eða hefur þröngar hugmyndir um hvað leikhús er, þá opnast gáttir. Hugsanlega gæti þetta fólk átt heima í leikhúsinu,“ segir Marta. Hún kveðst sannfærð um að samstarfið við M.A. muni hafa gagnverkandi áhrif og að ávinningur þess sé mikill fyrir báðar stofnanir. Bæði áhorfendur og listamenn framtíðarinnar muni spretta úr náminu.
Akureyri Menning Skóla - og menntamál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Sjá meira